Aukin gagnanotkun liður í góðri afkomu Haraldur Guðmundsson skrifar 13. nóvember 2013 08:50 Tekjur Vodafone hækkuðu um eitt prósent á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Fréttablaðið/Pjetur „Þessi góða afkoma kom ekki á óvart og við erum því hvorki að endurskoða fyrri áætlanir eða senda frá okkur afkomuviðvaranir,“ segir Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone. Fjarskiptafyrirtækið birti á mánudag uppgjör sitt fyrir þriðja fjórðung þessa árs. Þar kom fram að hagnaður Vodafone nam 415 milljónum króna á tímabilinu og jókst um 192 prósent miðað við sama tíma árið 2012. Rekstrarhagnaður (EBITDA) nam 990 milljónum króna og hefur að sögn Ómars aldrei verið meiri á einum ársfjórðungi. Ómar segist ekki geta bent á eitt tiltekið atriði sem skýri aukinn hagnað og að útkoman sé samspil ýmissa þátta. „Gagnanotkun heimila og fyrirtækja er að breytast með tilkomu fleiri þráðlausra tækja. Þetta er ekki eins og fyrir fjórum til fimm árum þegar það voru einungis eitt til tvö tæki á hverju heimili heldur eru þau nú í kringum fimm til átta að meðaltali. Við sjáum einnig að þeim viðskiptavinum sem kaupa sjónvarpsþjónustu af okkur er að fjölga og fleiri leigja sér myndefni í gegnum okkar dreifileið,“ segir Ómar. Hann segir að hefðbundin farsímanotkun hafi einnig aukist á tímabilinu og nefnir fjölgun í bæði SMS- og MMS-skilaboðum. „Góð afkoma tengist einnig aðhaldi í rekstri. Við höfum fækkað starfsmönnum og stöðugildum og dregið úr kostnaði en samt haldið í atriði sem snúa að aukinni samkeppnisfærni. Við höfum lagt áherslu á að láta kostnaðinn elta tekjurnar og okkur hefur tekist betur í þeim efnum á þessu tímabili en oft áður. Á sama tíma erum við ekki að draga úr fjárfestingum eða styrk fyrirtækisins og það skilar sér niður í alla liði rekstrarins.“ IFS greining spáði í vikunni að fjórði ársfjórðungur Vodafone verði lakari en sá þriðji. Ómar segir spána einkennilega í ljósi þess að þriðji ársfjórðungur fyrirtækisins hafi alltaf verið betri en aðrir. „Fjórði ársfjórðungur er ólíkindatól og sveiflast töluvert og var ekki góður hjá okkur í fyrra. En ég er bjartsýnn á að útkoman verði í takt við þau viðmið sem við höfum áður sett okkur.“ Mest lesið Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Vextir lækka hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Viðskipti innlent Arion vill sameinast Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Sjá meira
„Þessi góða afkoma kom ekki á óvart og við erum því hvorki að endurskoða fyrri áætlanir eða senda frá okkur afkomuviðvaranir,“ segir Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone. Fjarskiptafyrirtækið birti á mánudag uppgjör sitt fyrir þriðja fjórðung þessa árs. Þar kom fram að hagnaður Vodafone nam 415 milljónum króna á tímabilinu og jókst um 192 prósent miðað við sama tíma árið 2012. Rekstrarhagnaður (EBITDA) nam 990 milljónum króna og hefur að sögn Ómars aldrei verið meiri á einum ársfjórðungi. Ómar segist ekki geta bent á eitt tiltekið atriði sem skýri aukinn hagnað og að útkoman sé samspil ýmissa þátta. „Gagnanotkun heimila og fyrirtækja er að breytast með tilkomu fleiri þráðlausra tækja. Þetta er ekki eins og fyrir fjórum til fimm árum þegar það voru einungis eitt til tvö tæki á hverju heimili heldur eru þau nú í kringum fimm til átta að meðaltali. Við sjáum einnig að þeim viðskiptavinum sem kaupa sjónvarpsþjónustu af okkur er að fjölga og fleiri leigja sér myndefni í gegnum okkar dreifileið,“ segir Ómar. Hann segir að hefðbundin farsímanotkun hafi einnig aukist á tímabilinu og nefnir fjölgun í bæði SMS- og MMS-skilaboðum. „Góð afkoma tengist einnig aðhaldi í rekstri. Við höfum fækkað starfsmönnum og stöðugildum og dregið úr kostnaði en samt haldið í atriði sem snúa að aukinni samkeppnisfærni. Við höfum lagt áherslu á að láta kostnaðinn elta tekjurnar og okkur hefur tekist betur í þeim efnum á þessu tímabili en oft áður. Á sama tíma erum við ekki að draga úr fjárfestingum eða styrk fyrirtækisins og það skilar sér niður í alla liði rekstrarins.“ IFS greining spáði í vikunni að fjórði ársfjórðungur Vodafone verði lakari en sá þriðji. Ómar segir spána einkennilega í ljósi þess að þriðji ársfjórðungur fyrirtækisins hafi alltaf verið betri en aðrir. „Fjórði ársfjórðungur er ólíkindatól og sveiflast töluvert og var ekki góður hjá okkur í fyrra. En ég er bjartsýnn á að útkoman verði í takt við þau viðmið sem við höfum áður sett okkur.“
Mest lesið Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Vextir lækka hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Viðskipti innlent Arion vill sameinast Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Sjá meira