Lofum 50% lækkun eldsneytiskostnaðar 27. apríl 2013 06:00 Hér er ekki verið að stimpla inn enn eitt framboðið til Alþingis með eftirsóknarverðu kosningaloforði. Við erum oft ginkeypt fyrir skyndilausnum sem eiga að kippa íþyngjandi útgjaldaliðum heimilanna í liðinn í einum grænum. Ofangreind lækkun er þó vel möguleg en ekki í einum grænum heldur með grænum skrefum. Hér verða kynntar þrjár leiðir sem geta lækkað eldsneytiskostnað um helming eða meira.Eldsneytisnýtnari bíll Bílaframleiðendur hafa náð ótrúlegum framförum í bættri eldsneytisnýtni og nú er svo komið að margir geta skipt bílnum sínum út fyrir nýjan, í sama stærðarflokki, sem eyðir allt að helmingi minna eldsneyti á hvern ekinn kílómetra. Vissulega eru uppgefnar eyðslutölur oft lægri en raunveruleikinn sýnir en það gildir líka fyrir eyðslufreka bíla. Þannig eyðir bíll með uppgefna eyðslu upp á 5 L/100 km hugsanlega 6 lítrum og 10 lítra bifreið þá 12 lítrum en munurinn er áfram 50% á hvern kílómetra. Á samgönguvef Orkuseturs geta neytendur auðveldlega borið saman eldsneytiskostnað bíla með einföldum hætti. Þar er til dæmis reikniverk sem sýnir hvað þinn bíll kemst langt á hverjum lítra af eldsneyti. Neytendur verða að átta sig á að hin raunverulega vara sem keypt er á eldsneytisdælustöð er ekki lítri heldur vegalengd. Margir keyra um á bifreiðum sem komast um 8 km fyrir hvern keyptan lítra en gætu auðveldlega skipt yfir í jafnstóra bifreið sem kæmist 16 km fyrir sama eldsneytismagn. Það er helmings sparnaður.Betri nýtni ferða. Tilgangur samgangna er aðeins einn, þ.e. að koma einstaklingi frá einum stað til annars. Allt of fáir hafa áttað sig á að í bifreiðum eru sæti fyrir fleiri en einn. Ef maka eða vinnufélaga er boðið far, þá helmingast flutningskostnaður á hvern farþega. Ef samferðamaðurinn er í þurrari kantinum þá má alltaf kveikja á viðtækinu, en slíkur búnaður er fyrir löngu orðinn staðalbúnaður í öllum bifreiðum. Til þess að auðvelda samferðamönnum að skipta milli sín kostnaði hefur Orkusetur sett upp reiknivélina „hvað kostar ferðin?“ þar sem hægt er að setja inn skráningarnúmer bifreiðar, brottfararstað og áfangastað og upp kemur áætlaður eldsneytiskostnaður ferðarinnar, sem skipta má bróðurlega á milli farþega. Þannig er hægt að lækka eldsneytiskostnað um 50% eða meira á hvern farþega.Hjólreiðar og ganga Flestir keyra um 15.000 km á ári og ein leiðin til að lækka eldsneytiskostnað um helming er að fara um 7.500 km á ári með öðrum hætti en á bílnum. Margan hryllir við tilhugsun um að hjóla eða ganga í kulda, roki og slyddu. Það er skiljanlegt en þá vill svo skemmtilega til að veður er skaplegt á Íslandi öðru hverju og reyndar alltaf á Akureyri. Þess vegna er upplagt að ganga eða hjóla þegar veður er gott en taka bílinn þess á milli. Á samgönguvef Orkuseturs má finna tvær skemmtilegar reiknivélar sem tengjast göngu og hjólreiðum. Önnur reiknar út hversu mikið þú sparar með því að skilja bílinn þinn eftir heima og reiknar reyndar líka hitaeiningabrennsluna sem hreyfingunni fylgir. Hin reiknivélin reiknar út hvað marga kílómetra þarf að hjóla til að borga upp draumareiðhjólið. Oft er óþarfi að bíða og vonast eftir einhverjum töfralausnum stjórnmálaflokka til að ná ákveðnum markmiðum. Það er stundum undir okkur sjálfum komið að gera þær breytingar sem við viljum sjá. Merkilegust er þó sú staðreynd að ofangreindar leiðir minnka ekki einungis eldsneytiskosnað neytenda heldur minnka líka mengun og spara dýrmætan gjaldeyri, sem skilar sér svo í enn betri lífsgæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Hér er ekki verið að stimpla inn enn eitt framboðið til Alþingis með eftirsóknarverðu kosningaloforði. Við erum oft ginkeypt fyrir skyndilausnum sem eiga að kippa íþyngjandi útgjaldaliðum heimilanna í liðinn í einum grænum. Ofangreind lækkun er þó vel möguleg en ekki í einum grænum heldur með grænum skrefum. Hér verða kynntar þrjár leiðir sem geta lækkað eldsneytiskostnað um helming eða meira.Eldsneytisnýtnari bíll Bílaframleiðendur hafa náð ótrúlegum framförum í bættri eldsneytisnýtni og nú er svo komið að margir geta skipt bílnum sínum út fyrir nýjan, í sama stærðarflokki, sem eyðir allt að helmingi minna eldsneyti á hvern ekinn kílómetra. Vissulega eru uppgefnar eyðslutölur oft lægri en raunveruleikinn sýnir en það gildir líka fyrir eyðslufreka bíla. Þannig eyðir bíll með uppgefna eyðslu upp á 5 L/100 km hugsanlega 6 lítrum og 10 lítra bifreið þá 12 lítrum en munurinn er áfram 50% á hvern kílómetra. Á samgönguvef Orkuseturs geta neytendur auðveldlega borið saman eldsneytiskostnað bíla með einföldum hætti. Þar er til dæmis reikniverk sem sýnir hvað þinn bíll kemst langt á hverjum lítra af eldsneyti. Neytendur verða að átta sig á að hin raunverulega vara sem keypt er á eldsneytisdælustöð er ekki lítri heldur vegalengd. Margir keyra um á bifreiðum sem komast um 8 km fyrir hvern keyptan lítra en gætu auðveldlega skipt yfir í jafnstóra bifreið sem kæmist 16 km fyrir sama eldsneytismagn. Það er helmings sparnaður.Betri nýtni ferða. Tilgangur samgangna er aðeins einn, þ.e. að koma einstaklingi frá einum stað til annars. Allt of fáir hafa áttað sig á að í bifreiðum eru sæti fyrir fleiri en einn. Ef maka eða vinnufélaga er boðið far, þá helmingast flutningskostnaður á hvern farþega. Ef samferðamaðurinn er í þurrari kantinum þá má alltaf kveikja á viðtækinu, en slíkur búnaður er fyrir löngu orðinn staðalbúnaður í öllum bifreiðum. Til þess að auðvelda samferðamönnum að skipta milli sín kostnaði hefur Orkusetur sett upp reiknivélina „hvað kostar ferðin?“ þar sem hægt er að setja inn skráningarnúmer bifreiðar, brottfararstað og áfangastað og upp kemur áætlaður eldsneytiskostnaður ferðarinnar, sem skipta má bróðurlega á milli farþega. Þannig er hægt að lækka eldsneytiskostnað um 50% eða meira á hvern farþega.Hjólreiðar og ganga Flestir keyra um 15.000 km á ári og ein leiðin til að lækka eldsneytiskostnað um helming er að fara um 7.500 km á ári með öðrum hætti en á bílnum. Margan hryllir við tilhugsun um að hjóla eða ganga í kulda, roki og slyddu. Það er skiljanlegt en þá vill svo skemmtilega til að veður er skaplegt á Íslandi öðru hverju og reyndar alltaf á Akureyri. Þess vegna er upplagt að ganga eða hjóla þegar veður er gott en taka bílinn þess á milli. Á samgönguvef Orkuseturs má finna tvær skemmtilegar reiknivélar sem tengjast göngu og hjólreiðum. Önnur reiknar út hversu mikið þú sparar með því að skilja bílinn þinn eftir heima og reiknar reyndar líka hitaeiningabrennsluna sem hreyfingunni fylgir. Hin reiknivélin reiknar út hvað marga kílómetra þarf að hjóla til að borga upp draumareiðhjólið. Oft er óþarfi að bíða og vonast eftir einhverjum töfralausnum stjórnmálaflokka til að ná ákveðnum markmiðum. Það er stundum undir okkur sjálfum komið að gera þær breytingar sem við viljum sjá. Merkilegust er þó sú staðreynd að ofangreindar leiðir minnka ekki einungis eldsneytiskosnað neytenda heldur minnka líka mengun og spara dýrmætan gjaldeyri, sem skilar sér svo í enn betri lífsgæðum.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun