Lofum 50% lækkun eldsneytiskostnaðar 27. apríl 2013 06:00 Hér er ekki verið að stimpla inn enn eitt framboðið til Alþingis með eftirsóknarverðu kosningaloforði. Við erum oft ginkeypt fyrir skyndilausnum sem eiga að kippa íþyngjandi útgjaldaliðum heimilanna í liðinn í einum grænum. Ofangreind lækkun er þó vel möguleg en ekki í einum grænum heldur með grænum skrefum. Hér verða kynntar þrjár leiðir sem geta lækkað eldsneytiskostnað um helming eða meira.Eldsneytisnýtnari bíll Bílaframleiðendur hafa náð ótrúlegum framförum í bættri eldsneytisnýtni og nú er svo komið að margir geta skipt bílnum sínum út fyrir nýjan, í sama stærðarflokki, sem eyðir allt að helmingi minna eldsneyti á hvern ekinn kílómetra. Vissulega eru uppgefnar eyðslutölur oft lægri en raunveruleikinn sýnir en það gildir líka fyrir eyðslufreka bíla. Þannig eyðir bíll með uppgefna eyðslu upp á 5 L/100 km hugsanlega 6 lítrum og 10 lítra bifreið þá 12 lítrum en munurinn er áfram 50% á hvern kílómetra. Á samgönguvef Orkuseturs geta neytendur auðveldlega borið saman eldsneytiskostnað bíla með einföldum hætti. Þar er til dæmis reikniverk sem sýnir hvað þinn bíll kemst langt á hverjum lítra af eldsneyti. Neytendur verða að átta sig á að hin raunverulega vara sem keypt er á eldsneytisdælustöð er ekki lítri heldur vegalengd. Margir keyra um á bifreiðum sem komast um 8 km fyrir hvern keyptan lítra en gætu auðveldlega skipt yfir í jafnstóra bifreið sem kæmist 16 km fyrir sama eldsneytismagn. Það er helmings sparnaður.Betri nýtni ferða. Tilgangur samgangna er aðeins einn, þ.e. að koma einstaklingi frá einum stað til annars. Allt of fáir hafa áttað sig á að í bifreiðum eru sæti fyrir fleiri en einn. Ef maka eða vinnufélaga er boðið far, þá helmingast flutningskostnaður á hvern farþega. Ef samferðamaðurinn er í þurrari kantinum þá má alltaf kveikja á viðtækinu, en slíkur búnaður er fyrir löngu orðinn staðalbúnaður í öllum bifreiðum. Til þess að auðvelda samferðamönnum að skipta milli sín kostnaði hefur Orkusetur sett upp reiknivélina „hvað kostar ferðin?“ þar sem hægt er að setja inn skráningarnúmer bifreiðar, brottfararstað og áfangastað og upp kemur áætlaður eldsneytiskostnaður ferðarinnar, sem skipta má bróðurlega á milli farþega. Þannig er hægt að lækka eldsneytiskostnað um 50% eða meira á hvern farþega.Hjólreiðar og ganga Flestir keyra um 15.000 km á ári og ein leiðin til að lækka eldsneytiskostnað um helming er að fara um 7.500 km á ári með öðrum hætti en á bílnum. Margan hryllir við tilhugsun um að hjóla eða ganga í kulda, roki og slyddu. Það er skiljanlegt en þá vill svo skemmtilega til að veður er skaplegt á Íslandi öðru hverju og reyndar alltaf á Akureyri. Þess vegna er upplagt að ganga eða hjóla þegar veður er gott en taka bílinn þess á milli. Á samgönguvef Orkuseturs má finna tvær skemmtilegar reiknivélar sem tengjast göngu og hjólreiðum. Önnur reiknar út hversu mikið þú sparar með því að skilja bílinn þinn eftir heima og reiknar reyndar líka hitaeiningabrennsluna sem hreyfingunni fylgir. Hin reiknivélin reiknar út hvað marga kílómetra þarf að hjóla til að borga upp draumareiðhjólið. Oft er óþarfi að bíða og vonast eftir einhverjum töfralausnum stjórnmálaflokka til að ná ákveðnum markmiðum. Það er stundum undir okkur sjálfum komið að gera þær breytingar sem við viljum sjá. Merkilegust er þó sú staðreynd að ofangreindar leiðir minnka ekki einungis eldsneytiskosnað neytenda heldur minnka líka mengun og spara dýrmætan gjaldeyri, sem skilar sér svo í enn betri lífsgæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Hér er ekki verið að stimpla inn enn eitt framboðið til Alþingis með eftirsóknarverðu kosningaloforði. Við erum oft ginkeypt fyrir skyndilausnum sem eiga að kippa íþyngjandi útgjaldaliðum heimilanna í liðinn í einum grænum. Ofangreind lækkun er þó vel möguleg en ekki í einum grænum heldur með grænum skrefum. Hér verða kynntar þrjár leiðir sem geta lækkað eldsneytiskostnað um helming eða meira.Eldsneytisnýtnari bíll Bílaframleiðendur hafa náð ótrúlegum framförum í bættri eldsneytisnýtni og nú er svo komið að margir geta skipt bílnum sínum út fyrir nýjan, í sama stærðarflokki, sem eyðir allt að helmingi minna eldsneyti á hvern ekinn kílómetra. Vissulega eru uppgefnar eyðslutölur oft lægri en raunveruleikinn sýnir en það gildir líka fyrir eyðslufreka bíla. Þannig eyðir bíll með uppgefna eyðslu upp á 5 L/100 km hugsanlega 6 lítrum og 10 lítra bifreið þá 12 lítrum en munurinn er áfram 50% á hvern kílómetra. Á samgönguvef Orkuseturs geta neytendur auðveldlega borið saman eldsneytiskostnað bíla með einföldum hætti. Þar er til dæmis reikniverk sem sýnir hvað þinn bíll kemst langt á hverjum lítra af eldsneyti. Neytendur verða að átta sig á að hin raunverulega vara sem keypt er á eldsneytisdælustöð er ekki lítri heldur vegalengd. Margir keyra um á bifreiðum sem komast um 8 km fyrir hvern keyptan lítra en gætu auðveldlega skipt yfir í jafnstóra bifreið sem kæmist 16 km fyrir sama eldsneytismagn. Það er helmings sparnaður.Betri nýtni ferða. Tilgangur samgangna er aðeins einn, þ.e. að koma einstaklingi frá einum stað til annars. Allt of fáir hafa áttað sig á að í bifreiðum eru sæti fyrir fleiri en einn. Ef maka eða vinnufélaga er boðið far, þá helmingast flutningskostnaður á hvern farþega. Ef samferðamaðurinn er í þurrari kantinum þá má alltaf kveikja á viðtækinu, en slíkur búnaður er fyrir löngu orðinn staðalbúnaður í öllum bifreiðum. Til þess að auðvelda samferðamönnum að skipta milli sín kostnaði hefur Orkusetur sett upp reiknivélina „hvað kostar ferðin?“ þar sem hægt er að setja inn skráningarnúmer bifreiðar, brottfararstað og áfangastað og upp kemur áætlaður eldsneytiskostnaður ferðarinnar, sem skipta má bróðurlega á milli farþega. Þannig er hægt að lækka eldsneytiskostnað um 50% eða meira á hvern farþega.Hjólreiðar og ganga Flestir keyra um 15.000 km á ári og ein leiðin til að lækka eldsneytiskostnað um helming er að fara um 7.500 km á ári með öðrum hætti en á bílnum. Margan hryllir við tilhugsun um að hjóla eða ganga í kulda, roki og slyddu. Það er skiljanlegt en þá vill svo skemmtilega til að veður er skaplegt á Íslandi öðru hverju og reyndar alltaf á Akureyri. Þess vegna er upplagt að ganga eða hjóla þegar veður er gott en taka bílinn þess á milli. Á samgönguvef Orkuseturs má finna tvær skemmtilegar reiknivélar sem tengjast göngu og hjólreiðum. Önnur reiknar út hversu mikið þú sparar með því að skilja bílinn þinn eftir heima og reiknar reyndar líka hitaeiningabrennsluna sem hreyfingunni fylgir. Hin reiknivélin reiknar út hvað marga kílómetra þarf að hjóla til að borga upp draumareiðhjólið. Oft er óþarfi að bíða og vonast eftir einhverjum töfralausnum stjórnmálaflokka til að ná ákveðnum markmiðum. Það er stundum undir okkur sjálfum komið að gera þær breytingar sem við viljum sjá. Merkilegust er þó sú staðreynd að ofangreindar leiðir minnka ekki einungis eldsneytiskosnað neytenda heldur minnka líka mengun og spara dýrmætan gjaldeyri, sem skilar sér svo í enn betri lífsgæðum.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar