Jöfnum lífskjör Halldór Gunnarsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Velferð tryggir lífsgæði. Jafna verður kjör kynslóða en gæta um leið þeirra sem búa við verstu kjörin. Á fyrri hluta ævinnar eru útgjöld mikil vegna húsnæðis og barna. Síðan dregur úr kostnaði, en tekjur aukast. Þær eru minnstar fyrst en vaxa fram yfir miðjan aldur og standa svo í stað eða dragast lítillega saman á efri árum. Öflug, sanngjörn og einföld kerfi eru best. Styrkja ber á ný helstu stoðir velferðar, s.s. heilbrigðis- og menntakerfi. Húsnæðisöryggi er ómissandi og ber að tryggja ungu fólki það, viðráðanlega. Einnig hjálp til sjálfshjálpar þegar áfall, s.s. atvinnumissi, slys eða veikindi, ber að. Sérkennilegt er að heyra stjórnmálamenn hrósa sér af „norrænni velferð“ um leið og fólk lifir undir fátæktarmörkum. Hafa þeir misst sjónar á íslenskum viðhorfum til samhjálpar?Lífeyrisþegum mismunað Ekki skal mismuna lífeyrisþegum um leið og hvatt er til að þeir verði áfram á vinnumarkaði. Sama regla gildi fyrir alla. Ríkið fær skatta af tekjum þeirra eins og annarra og þetta fólk greiðir í lífeyrissjóði. Flokkur heimilanna vill hætta að telja greiðslur úr lífeyrissjóði með tekjum til grunnlífeyris og færa útreikninginn til þess horfs sem var 1. júlí 2009. Eldri borgarar hafa dregist aftur úr launafólki. Samkvæmt könnun Hagstofunnar frá desember 2012 þarf einhleypingur 295 þús. kr. á mánuði. Lífeyrir einhleypra eldri borgara er samt aðeins 180 þús. kr. á mánuði. Það vantar 115 þús. kr.. Þetta ætlar Flokkur heimilanna að leiðrétta svo framfæri hvers einstaklings sé tryggt. Tenging örorkubóta við tekjur maka er mannréttindabrot. Skilgreina á aftur þá velferð sem þjóðin vill tryggja, hún vill ekki það ástand sem ríkir. Við sem höfum starfsþrek getum ekki horft þegjandi á niðurbrot mannvirðingar öryrkja og aldraðra.Umboðsmaður lífeyrisþega Eldri borgarar hafa byggt samfélagið upp. Þrátt fyrir hrun og kreppu erum við vel stödd í hópi þjóða. Flokkur heimilanna minnir á að eldri borgarar bera hitann og þungann af skattbyrðinni á meðan ungu fjölskyldurnar berjast í bökkum. Öryrkjar hafa sætt ranglæti. Flokkur heimilanna vill stofna embætti Umboðsmanns lífeyrisþega sem gætir hags aldraðra og öryrkja, þ.m.t. hvað varðar umönnun, en mikill skortur er á því sviði og biðlistar lengjast. Hringlað er með lífeyri og skattkjör, sem veldur þeim mestum vanda sem standa verst að vígi.Innantóm orð Stjórnmálaflokkar hafa lofað að gæta hags þeirra er minna mega sín. Hvar eru efndirnar? Skattlagning og tekjutengingar lífeyris eru komnar í óskiljanlega flækju, sem varla verður leyst úr nema stokka núverandi kerfi upp. Frumvarp um lífeyristryggingar og félagslegan stuðning dagaði uppi eins og annað. Nú gefst tækifæri til breytinga. Fjórflokkurinn ber kápuna á báðum öxlum og svarar engu. Eina vopnið sem aldraðir og öryrkjar hafa er kjörseðillinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Velferð tryggir lífsgæði. Jafna verður kjör kynslóða en gæta um leið þeirra sem búa við verstu kjörin. Á fyrri hluta ævinnar eru útgjöld mikil vegna húsnæðis og barna. Síðan dregur úr kostnaði, en tekjur aukast. Þær eru minnstar fyrst en vaxa fram yfir miðjan aldur og standa svo í stað eða dragast lítillega saman á efri árum. Öflug, sanngjörn og einföld kerfi eru best. Styrkja ber á ný helstu stoðir velferðar, s.s. heilbrigðis- og menntakerfi. Húsnæðisöryggi er ómissandi og ber að tryggja ungu fólki það, viðráðanlega. Einnig hjálp til sjálfshjálpar þegar áfall, s.s. atvinnumissi, slys eða veikindi, ber að. Sérkennilegt er að heyra stjórnmálamenn hrósa sér af „norrænni velferð“ um leið og fólk lifir undir fátæktarmörkum. Hafa þeir misst sjónar á íslenskum viðhorfum til samhjálpar?Lífeyrisþegum mismunað Ekki skal mismuna lífeyrisþegum um leið og hvatt er til að þeir verði áfram á vinnumarkaði. Sama regla gildi fyrir alla. Ríkið fær skatta af tekjum þeirra eins og annarra og þetta fólk greiðir í lífeyrissjóði. Flokkur heimilanna vill hætta að telja greiðslur úr lífeyrissjóði með tekjum til grunnlífeyris og færa útreikninginn til þess horfs sem var 1. júlí 2009. Eldri borgarar hafa dregist aftur úr launafólki. Samkvæmt könnun Hagstofunnar frá desember 2012 þarf einhleypingur 295 þús. kr. á mánuði. Lífeyrir einhleypra eldri borgara er samt aðeins 180 þús. kr. á mánuði. Það vantar 115 þús. kr.. Þetta ætlar Flokkur heimilanna að leiðrétta svo framfæri hvers einstaklings sé tryggt. Tenging örorkubóta við tekjur maka er mannréttindabrot. Skilgreina á aftur þá velferð sem þjóðin vill tryggja, hún vill ekki það ástand sem ríkir. Við sem höfum starfsþrek getum ekki horft þegjandi á niðurbrot mannvirðingar öryrkja og aldraðra.Umboðsmaður lífeyrisþega Eldri borgarar hafa byggt samfélagið upp. Þrátt fyrir hrun og kreppu erum við vel stödd í hópi þjóða. Flokkur heimilanna minnir á að eldri borgarar bera hitann og þungann af skattbyrðinni á meðan ungu fjölskyldurnar berjast í bökkum. Öryrkjar hafa sætt ranglæti. Flokkur heimilanna vill stofna embætti Umboðsmanns lífeyrisþega sem gætir hags aldraðra og öryrkja, þ.m.t. hvað varðar umönnun, en mikill skortur er á því sviði og biðlistar lengjast. Hringlað er með lífeyri og skattkjör, sem veldur þeim mestum vanda sem standa verst að vígi.Innantóm orð Stjórnmálaflokkar hafa lofað að gæta hags þeirra er minna mega sín. Hvar eru efndirnar? Skattlagning og tekjutengingar lífeyris eru komnar í óskiljanlega flækju, sem varla verður leyst úr nema stokka núverandi kerfi upp. Frumvarp um lífeyristryggingar og félagslegan stuðning dagaði uppi eins og annað. Nú gefst tækifæri til breytinga. Fjórflokkurinn ber kápuna á báðum öxlum og svarar engu. Eina vopnið sem aldraðir og öryrkjar hafa er kjörseðillinn.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar