Reykir kjöt úti í garði hjá sér Freyr Bjarnason skrifar 25. apríl 2013 12:00 Stefán Baldur Árnason hjá kofanum þar sem hann reykir allt sitt kjöt. Fréttablaðið/Stefán Stefán Baldur Árnason er óvenjulegur Vesturbæingur að því leytinu að hann notar frítíma sinn í að reykja kjöt í kofa úti í garði hjá sér. „Ég á vinkonu sem býr í Noregi. Hún er með mataróþol og má ekki borða sykur eða nítrat. Hún var að fárast yfir því að hana langaði svo í hangikjöt en komst hvergi í það án þessara efna. Ég átti kjöt af góðum sauð og ákvað að prófa þetta sjálfur,“ segir Stefán Baldur. Hann náði sér í stóran pappakassa og ákvað að reykja kjötið í honum úti í garði. Fram að því hafði hann geymt kjötið í pækli með hunangi. „Það var brunagaddur á þessum tíma og ég vissi að nágrannarnir voru með lokaða glugga, þannig að ég var ekkert að trufla þá.“ Hann bjó sér til brunadunk úr öldós og setti kolamola þar ofan í ásamt birkispæni. Hann laumaði dunkinum undir pappakassann en í kassann hafði hann hengt kjötið eftir að hafa snúið kassanum við. Þessi óhefðbundna aðferð svínvirkaði. Í desember síðastliðnum þegar Stefán Baldur hélt upp á fertugsafmælið sitt tók hann matargerðina skrefinu lengra og útbjó mismunandi pækla fyrir kjötið, þar á meðal með cayenne-pipar og karrí. Pappakassa með kjötinu geymdi hann í kofa sem sonur hans bjó til á smíðanámskeiði. Gestirnir í afmælinu voru ekki sviknir en Stefán heldur alltaf upp á afmælið sitt og segir það miðpunktinn í kjötframleiðslu sinni. Lamba- og kindaskrokkana kaupir hann og sker sjálfur og einnig veiðir hann hreindýr og gæsir og gerir reyktilraunir á því kjöti. Auk reykta kjötsins hefur hann prófað sig áfram í pylsu- og ostagerð en nýlega bjó hann til ricotta-ost eftir að hann vantaði fyllingu í pasta sem hann var að búa til. Einnig hefur hann dundað sér við að brugga bjór. Stefán Baldur starfar sem vefstjóri hjá Össuri. Aðspurður hvort hann sé ekki í kolröngu starfi, segist hann efast um það. „En þegar kemur að ellilífeyrinum ætla ég að flytja upp í sveit og leggjast í sjálfsþurftarbúskap. Eiginkonan ætlar að vera einhvers staðar í París á meðan. Hún hefur engan áhuga á þessu. Ég ætla bara að vera einn þar og brugga bjór, vera með rollur og svoleiðis „næsheit“.“ Hvað færðu út úr þessu öllu saman? „Þegar ég var lítill krakki bjó ég til efnafræðitilraunir og þetta er litli krakkinn í mér að gera öðruvísi efnafræðitilraunir fyrir fullorðna.“ Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Fleiri fréttir „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Sjá meira
Stefán Baldur Árnason er óvenjulegur Vesturbæingur að því leytinu að hann notar frítíma sinn í að reykja kjöt í kofa úti í garði hjá sér. „Ég á vinkonu sem býr í Noregi. Hún er með mataróþol og má ekki borða sykur eða nítrat. Hún var að fárast yfir því að hana langaði svo í hangikjöt en komst hvergi í það án þessara efna. Ég átti kjöt af góðum sauð og ákvað að prófa þetta sjálfur,“ segir Stefán Baldur. Hann náði sér í stóran pappakassa og ákvað að reykja kjötið í honum úti í garði. Fram að því hafði hann geymt kjötið í pækli með hunangi. „Það var brunagaddur á þessum tíma og ég vissi að nágrannarnir voru með lokaða glugga, þannig að ég var ekkert að trufla þá.“ Hann bjó sér til brunadunk úr öldós og setti kolamola þar ofan í ásamt birkispæni. Hann laumaði dunkinum undir pappakassann en í kassann hafði hann hengt kjötið eftir að hafa snúið kassanum við. Þessi óhefðbundna aðferð svínvirkaði. Í desember síðastliðnum þegar Stefán Baldur hélt upp á fertugsafmælið sitt tók hann matargerðina skrefinu lengra og útbjó mismunandi pækla fyrir kjötið, þar á meðal með cayenne-pipar og karrí. Pappakassa með kjötinu geymdi hann í kofa sem sonur hans bjó til á smíðanámskeiði. Gestirnir í afmælinu voru ekki sviknir en Stefán heldur alltaf upp á afmælið sitt og segir það miðpunktinn í kjötframleiðslu sinni. Lamba- og kindaskrokkana kaupir hann og sker sjálfur og einnig veiðir hann hreindýr og gæsir og gerir reyktilraunir á því kjöti. Auk reykta kjötsins hefur hann prófað sig áfram í pylsu- og ostagerð en nýlega bjó hann til ricotta-ost eftir að hann vantaði fyllingu í pasta sem hann var að búa til. Einnig hefur hann dundað sér við að brugga bjór. Stefán Baldur starfar sem vefstjóri hjá Össuri. Aðspurður hvort hann sé ekki í kolröngu starfi, segist hann efast um það. „En þegar kemur að ellilífeyrinum ætla ég að flytja upp í sveit og leggjast í sjálfsþurftarbúskap. Eiginkonan ætlar að vera einhvers staðar í París á meðan. Hún hefur engan áhuga á þessu. Ég ætla bara að vera einn þar og brugga bjór, vera með rollur og svoleiðis „næsheit“.“ Hvað færðu út úr þessu öllu saman? „Þegar ég var lítill krakki bjó ég til efnafræðitilraunir og þetta er litli krakkinn í mér að gera öðruvísi efnafræðitilraunir fyrir fullorðna.“
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Fleiri fréttir „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Sjá meira