Vill Sjálfstæðisflokkurinn raunverulega lækka skatta? Vilhjálmur Hjaltalín Jónsson skrifar 20. apríl 2013 06:00 „Lækkun tekjuskatts á að vera forgangsatriði á nýju kjörtímabili,“ segir í bæklingi sem Sjálfstæðisflokkurinn sendi inn á heimili landsmanna nýlega. En er einhver alvara í loforðum flokksins um að lækka tekjuskatt komist hann í ríkisstjórn eftir kosningar? Hvað segir reynslan okkur? Sjálfstæðisflokkurinn var við völd frá 1991 til 2008 og var þá mikið rætt um þörfina á því að draga úr umsvifum ríkisvaldsins og lækka skatta. Raunveruleikinn var hins vegar sá að skattar á almenning hækkuðu á þessu tímabili en um það má lesa í ítarlegri skýrslu um skattamál sem kom út í september 2008 (skýrslan heitir Íslenska skattkerfið: Samkeppnishæfni og skilvirkni og má t.d. finna á vef Fjármálaráðuneytisins). Sáralítið hefur verið fjallað um efni þessarar skýrslu í fjölmiðlum þótt ýmislegt mjög athyglisvert komi fram í henni, sérstaklega í ljósi þess hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað um skattamál síðustu áratugi og ekki síst í yfirstandandi kosningabaráttu. Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að tekjuskattar hækkuðu mikið í síðustu stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins! Tekjuskattar (sem hlutfall af heildarlaunum einstaklinga) hækkuðu úr 17,2% árið 1993 í 21,6% árið 2007. Tekjuskattar voru sem sagt 25% hærri 2007 en þeir voru árið 1993! (Tafla 7.1 Tekjuskattar sem hlutfall af heildartekjum einstaklinga álagningarárin 1993-2007). Ástæðan fyrir þessari hækkun var, samkvæmt skýrslunni: „…fyrst og fremst lækkun persónuafsláttar miðað við launavísitölu og hins vegar mikil tekjuaukning“, einnig „…endurspegla hlutfallstölurnar það að barnabætur og vaxtabætur hafa ekki haldið í við breytingar á tekjum“. En skyldi auknum skattbyrðum hafa verið dreift jafnt yfir landsmenn? Ónei, hinir tekjulægstu tóku á sig mestu byrðarnar! Hjá þeim 25 prósentum sem höfðu lægstar tekjur (miðað við heildartekjur hjá hjónum og öðru sambúðarfólki, 1993-2005) jókst skattbyrðin um 10,0% til 13,6% en eftir því sem tekjurnar voru hærri jókst hún stöðugt minna. Tekjuhæstu 10 prósentin skáru sig úr að því leyti að skattbyrðin jókst ekki hjá þeim heldur minnkaði og það um heil 15% hjá þeim 5 prósentum sem höfðu hæstu tekjurnar! (Tafla 7.2 Meðalskatthlutföll eftir tekjubilum hjá hjónum og öðru sambúðarfólki tekjuárin 1993 og 2005). Um þessa þróun segir skýrslan meðal annars: „…skattbyrði hefur aukist mest í lægri tekjuhópunum og er ástæðan sú að lækkun álagningarhlutfallsins hefur ekki dugað til að vega upp á móti hlutfallslegri lækkun persónuafsláttar“ og „…afnám hátekjuskattsins virkar efst í tekjuskalanum.“ Það er líka mjög athyglisvert að skoða þróun skattheimtu á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Í skýrslunni er súlurit sem sýnir breytinguna í ríkjum OECD frá 1985-2006 (Sjálfstæðisflokkurinn var við völd stóran hluta þessa tímabils). Skatttekjur opinberra aðila lækkuðu í sex af þessum ríkjum en hækkuðu í 19. Hækkunin var næstmest á Íslandi eða 10,7%! (Mynd 3.2 Breytingar á hlutfalli skatttekna opinberra aðila af VLF í OECD-löndum 1985-2006) Eigum við að treysta því núna að Sjálfstæðisflokkurinn standi við loforð sín að lækka skatta á almenning ef hann kemst í ríkisstjórn? Af reynslunni að dæma er líklegast að hinir allra ríkustu muni njóta skattalækkana á meðan skattbyrðarnar hjá öðrum muni aukast, mest hjá hinum fátækustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Sjá meira
„Lækkun tekjuskatts á að vera forgangsatriði á nýju kjörtímabili,“ segir í bæklingi sem Sjálfstæðisflokkurinn sendi inn á heimili landsmanna nýlega. En er einhver alvara í loforðum flokksins um að lækka tekjuskatt komist hann í ríkisstjórn eftir kosningar? Hvað segir reynslan okkur? Sjálfstæðisflokkurinn var við völd frá 1991 til 2008 og var þá mikið rætt um þörfina á því að draga úr umsvifum ríkisvaldsins og lækka skatta. Raunveruleikinn var hins vegar sá að skattar á almenning hækkuðu á þessu tímabili en um það má lesa í ítarlegri skýrslu um skattamál sem kom út í september 2008 (skýrslan heitir Íslenska skattkerfið: Samkeppnishæfni og skilvirkni og má t.d. finna á vef Fjármálaráðuneytisins). Sáralítið hefur verið fjallað um efni þessarar skýrslu í fjölmiðlum þótt ýmislegt mjög athyglisvert komi fram í henni, sérstaklega í ljósi þess hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað um skattamál síðustu áratugi og ekki síst í yfirstandandi kosningabaráttu. Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að tekjuskattar hækkuðu mikið í síðustu stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins! Tekjuskattar (sem hlutfall af heildarlaunum einstaklinga) hækkuðu úr 17,2% árið 1993 í 21,6% árið 2007. Tekjuskattar voru sem sagt 25% hærri 2007 en þeir voru árið 1993! (Tafla 7.1 Tekjuskattar sem hlutfall af heildartekjum einstaklinga álagningarárin 1993-2007). Ástæðan fyrir þessari hækkun var, samkvæmt skýrslunni: „…fyrst og fremst lækkun persónuafsláttar miðað við launavísitölu og hins vegar mikil tekjuaukning“, einnig „…endurspegla hlutfallstölurnar það að barnabætur og vaxtabætur hafa ekki haldið í við breytingar á tekjum“. En skyldi auknum skattbyrðum hafa verið dreift jafnt yfir landsmenn? Ónei, hinir tekjulægstu tóku á sig mestu byrðarnar! Hjá þeim 25 prósentum sem höfðu lægstar tekjur (miðað við heildartekjur hjá hjónum og öðru sambúðarfólki, 1993-2005) jókst skattbyrðin um 10,0% til 13,6% en eftir því sem tekjurnar voru hærri jókst hún stöðugt minna. Tekjuhæstu 10 prósentin skáru sig úr að því leyti að skattbyrðin jókst ekki hjá þeim heldur minnkaði og það um heil 15% hjá þeim 5 prósentum sem höfðu hæstu tekjurnar! (Tafla 7.2 Meðalskatthlutföll eftir tekjubilum hjá hjónum og öðru sambúðarfólki tekjuárin 1993 og 2005). Um þessa þróun segir skýrslan meðal annars: „…skattbyrði hefur aukist mest í lægri tekjuhópunum og er ástæðan sú að lækkun álagningarhlutfallsins hefur ekki dugað til að vega upp á móti hlutfallslegri lækkun persónuafsláttar“ og „…afnám hátekjuskattsins virkar efst í tekjuskalanum.“ Það er líka mjög athyglisvert að skoða þróun skattheimtu á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Í skýrslunni er súlurit sem sýnir breytinguna í ríkjum OECD frá 1985-2006 (Sjálfstæðisflokkurinn var við völd stóran hluta þessa tímabils). Skatttekjur opinberra aðila lækkuðu í sex af þessum ríkjum en hækkuðu í 19. Hækkunin var næstmest á Íslandi eða 10,7%! (Mynd 3.2 Breytingar á hlutfalli skatttekna opinberra aðila af VLF í OECD-löndum 1985-2006) Eigum við að treysta því núna að Sjálfstæðisflokkurinn standi við loforð sín að lækka skatta á almenning ef hann kemst í ríkisstjórn? Af reynslunni að dæma er líklegast að hinir allra ríkustu muni njóta skattalækkana á meðan skattbyrðarnar hjá öðrum muni aukast, mest hjá hinum fátækustu.
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar