Viðskipti innlent

Tíu ára gullæði við það að ljúka

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Gullstangir
Gullstangir
Verð á gulli hækkaði lítillega í gær eftir mikið fall síðustu daga og vikur. Skörp lækkun á mánudag er sú mesta síðan 1980, að því er fram kemur í umfjöllun IFS-greiningar.

„Aðilar á markaði hafa nú áhyggjur af því að tíu ára löngu gullæðistímabili sé nú lokið,“ segir í umfjöllun IFS. Lækkunin á mánudag nam yfir hundrað dölum, eða tæpum níu prósentum. Í viðskiptum fyrri partinn í gær hækkaði verðið svo aftur um 35 dali á únsuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×