Lottó eða lausnir? Rannveig Guðmundsdóttir skrifar 13. apríl 2013 07:00 Ég skil vel að fólk langi í leiðréttingu á lánum sínum. Venjulegt fólk sem rasaði ekki um ráð fram og ber ekki ábyrgð á hruninu vill fá sárabætur. En sársaukafull staðreynd er að hvergi í heiminum hefur verið hægt að borga íbúum í kreppu til baka það sem glataðist. Okkar vandi er verri en annars staðar af því að veikur gjaldmiðillinn féll um helming. Þegar við bætist að Íslendingar borga skuldir í verðtryggðu meðan launin eru það ekki verður ástandið eins og við þekkjum öll. Þess vegna leggur Samfylkingin ofurkapp á aðild að ESB og að taka upp evru. Það er eina tryggingin til að laun, skuldir og útgjöld verði í einum og sama gjaldmiðli. En Samfylkingin ætlar ekki að fara eitt eða neitt með fólk gegn vilja þess. Samfylkingin leggur allt kapp á að ná góðum samningi við ESB og sá samningur verður lagður fyrir þjóðina í allsherjaratkvæðagreiðslu. Þjóðin ræður en stjórnmálamenn vinna verkið í hendur henni. Á þá ESB að lækna allt en ekki fyrr en eftir mörg ár. Hvað með þá sem þurfa bætta stöðu núna? Er hægt að uppfylla drauma? Er sanngjarnt að lækka skuldir allra um tugi prósenta og á að gera það í landi sem enn á í miklum efnahagslegum erfiðleikum? Kosningaloforð Framsóknar um að lækka skuldir almennings um 20% byggja á að ná nokkur hundruð milljörðum frá kröfuhöfum gömlu bankanna og greiða niður höfuðstól lána heimilanna. Þessir peningar eru ekki í hendi og umdeilt ef þeir nást hvort þetta sé rétt leið. Auk þessa trúir fólk að það eigi að afnema verðtryggingu afturvirkt en það á auðvitað ekki að gera heldur hætta að veita ný verðtryggð lán. Miðað við að 40% tekjuhæstu hópanna í landinu eru skráð með hærri veð en tekjur má búast við að svona niðurfelling fari beint út í neyslu og verðbólgan éti ávinning heimilanna. Það er erfitt að hlusta á boðskap um svona töfralausnir þegar verðbólgan sjálf er aðalvandamálið. Hvað ætlar Samfylkingin að gera? Boðar Samfylkingin bara aðild að ESB og upptöku evru en engar aðrar lausnir? Samfylkingin vill bæta hag barnafjölskyldna með sanngjörnum og beinskeyttum ráðstöfunum, sem gagnast mest þeim sem eru í brýnni þörf, og setur markmið sín fram í þremur liðum: 1. Bankarnir fjármagni sanngjarna lækkun skulda þeirra sem keyptu á versta tíma fyrir hrun. Afskriftir fylgi áfram gegnsæjum leikreglum! 2. Viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs og þeir sem eru með lánsveð njóti sömu úrræða og aðrir hafa getað nýtt sér á síðustu árum. 3. Ljúka þarf viðræðum við ESB til að fá stöðugan gjaldmiðil til að lækka vexti og matarverð og verja heimilin fyrir verðbólgu og efnahagsbólum. Ég hvet fólk til að skoða afleiðingar innihaldslítilla kosningaloforða gegnum tíðina og velja flokka og fólk sem boða úrlausnir með yfirvegun og setja þá sem mest þurfa á því að halda í forgang. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Sjá meira
Ég skil vel að fólk langi í leiðréttingu á lánum sínum. Venjulegt fólk sem rasaði ekki um ráð fram og ber ekki ábyrgð á hruninu vill fá sárabætur. En sársaukafull staðreynd er að hvergi í heiminum hefur verið hægt að borga íbúum í kreppu til baka það sem glataðist. Okkar vandi er verri en annars staðar af því að veikur gjaldmiðillinn féll um helming. Þegar við bætist að Íslendingar borga skuldir í verðtryggðu meðan launin eru það ekki verður ástandið eins og við þekkjum öll. Þess vegna leggur Samfylkingin ofurkapp á aðild að ESB og að taka upp evru. Það er eina tryggingin til að laun, skuldir og útgjöld verði í einum og sama gjaldmiðli. En Samfylkingin ætlar ekki að fara eitt eða neitt með fólk gegn vilja þess. Samfylkingin leggur allt kapp á að ná góðum samningi við ESB og sá samningur verður lagður fyrir þjóðina í allsherjaratkvæðagreiðslu. Þjóðin ræður en stjórnmálamenn vinna verkið í hendur henni. Á þá ESB að lækna allt en ekki fyrr en eftir mörg ár. Hvað með þá sem þurfa bætta stöðu núna? Er hægt að uppfylla drauma? Er sanngjarnt að lækka skuldir allra um tugi prósenta og á að gera það í landi sem enn á í miklum efnahagslegum erfiðleikum? Kosningaloforð Framsóknar um að lækka skuldir almennings um 20% byggja á að ná nokkur hundruð milljörðum frá kröfuhöfum gömlu bankanna og greiða niður höfuðstól lána heimilanna. Þessir peningar eru ekki í hendi og umdeilt ef þeir nást hvort þetta sé rétt leið. Auk þessa trúir fólk að það eigi að afnema verðtryggingu afturvirkt en það á auðvitað ekki að gera heldur hætta að veita ný verðtryggð lán. Miðað við að 40% tekjuhæstu hópanna í landinu eru skráð með hærri veð en tekjur má búast við að svona niðurfelling fari beint út í neyslu og verðbólgan éti ávinning heimilanna. Það er erfitt að hlusta á boðskap um svona töfralausnir þegar verðbólgan sjálf er aðalvandamálið. Hvað ætlar Samfylkingin að gera? Boðar Samfylkingin bara aðild að ESB og upptöku evru en engar aðrar lausnir? Samfylkingin vill bæta hag barnafjölskyldna með sanngjörnum og beinskeyttum ráðstöfunum, sem gagnast mest þeim sem eru í brýnni þörf, og setur markmið sín fram í þremur liðum: 1. Bankarnir fjármagni sanngjarna lækkun skulda þeirra sem keyptu á versta tíma fyrir hrun. Afskriftir fylgi áfram gegnsæjum leikreglum! 2. Viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs og þeir sem eru með lánsveð njóti sömu úrræða og aðrir hafa getað nýtt sér á síðustu árum. 3. Ljúka þarf viðræðum við ESB til að fá stöðugan gjaldmiðil til að lækka vexti og matarverð og verja heimilin fyrir verðbólgu og efnahagsbólum. Ég hvet fólk til að skoða afleiðingar innihaldslítilla kosningaloforða gegnum tíðina og velja flokka og fólk sem boða úrlausnir með yfirvegun og setja þá sem mest þurfa á því að halda í forgang.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun