Ísland og erlendir kröfuhafar Steingrímur J. Sigfússon skrifar 13. apríl 2013 07:00 Þó svo að mörg þúsund milljarðar króna afskrifist vegna hruns stóru viðskiptabankanna í október 2008 standa umtalsverðar upphæðir eftir í þrotabúum þeirra. Ísland á gríðarlega mikið undir því að uppgjör þessara eigna og brotthvarf þeirra úr hagkerfinu stefni stöðugleika og hagsmunum samfélagsins ekki í voða samhliða því að okkur takist að afnema fjármagnshöft. Mestu hagsmunir þeirra erlendu aðila sem eiga kröfur í bú gömlu bankanna liggja í því að fá aðgang að eignum í erlendri mynt. Þær eignir nema 1.500-1.700 milljörðum króna. Útgreiðsla þessara eigna til kröfuhafa eftir því sem þær breytast í reiðufé í erlendri mynt hefur í sjálfu sér ekki bein áhrif á gjaldeyrisjöfnuð landsins enda lendir það utan okkar hagkerfis. Engu að síður þurfa erlendu kröfuhafarnir undanþágur frá fjármagnshöftunum. Þær er erfitt að veita fyrr en séð er fyrir endann á lausn málsins í heild og þá einkum hvernig eignarhlutur búanna í krónum verður meðhöndlaður. Þessi eignarhluti búanna í krónum samanstendur af ríflega tvisvar sinnum 200 milljörðum. Annars vegar er um að ræða eignarhlut þeirra í Íslandsbanka og Arion og hins vegar ýmsum öðrum krónueignum. Gamla snjóhengjan upp á um 400 milljarða er svo þar fyrir utan. Þannig að í heild er umfang málsins um 2.200-2.400 milljarðar króna.Samningar eða skattlagning? Hvað er nú til ráða í þessari stöðu? Augljósasti kosturinn er að láta reyna á tilboð á viðskiptalegum grundvelli eða þá einhvers konar samninga. Ómögulegt er að slá mati á niðurstöðu slíkra viðskipta eða samninga fyrirfram. Það er þó ljóst að eignarhlutir í evrópskum bönkum, hvað þá íslenskum, seljast langt undir bókfærðu nafnverði í dag. Kröfuhafar þyrftu því að sitja lengi fastir inni í íslensku hagkerfi ef þeir sættu sig ekki við verulegan afslátt. Með hinar hreinu krónueignir búanna hefði væntanlega hvort eð er alltaf farið eins og með krónur í snjóhengjunni, þ.e. að þeim yrði seint skipt á fullu álandsgengi. Annar kostur í stöðunni væri að beita útgönguskatti sem er vel þekktur þegar fjármagns- eða gjaldeyrishöft eru afnumin og hefur verið hluti af áætlun stjórnvalda um afnám hafta.Lögin frá mars 2012 lykillinn Það er því fátt nýtt í umræðunni um að gera megi ráð fyrir verulegri verðfellingu þessara krónueigna í eigu útlendinga eins og annarra krónueigna þeirra, að baki fjármagnshöftum, þegar að því kemur að skipta þeim í gjaldeyri. Vissulega kunna óþolinmóðir erlendir kröfuhafar að sætta sig við afslátt á eignum sínum gegn því að koma fjármunum sínum úr landi. En hvernig varð sú staða til? Jú, sú staða hefur orðið til vegna þess að Seðlabanki, ríkisstjórn og stjórnarmeirihlutinn hafa á þessu kjörtímabili gert allt rétt til að tryggja hagsmuni landsins í þessu sambandi. Munar þar mest um samþykkt frumvarps meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar sem undirbúið var af Seðlabanka Íslands og efnahags- og viðskiptaráðuneytinu undir forustu undirritaðs í marsmánuði 2012. Þar voru eignir búanna færðar bak við fjármagnshöftin. Ef ég man rétt greiddi Sjálfstæðisflokkurinn atkvæði gegn því frumvarpi og viðstaddir Framsóknarmenn sátu hjá. Já, Framsókn sat hjá í þessu mikilvæga máli en þykist nú hafa fundið málið upp og eiga einkarétt á því að útdeila á grundvelli þess mögulegum óorðnum ávinningi.Stórvarasöm loforð Aðalatriðið er að vandað sé til þessarar vinnu og að gullgrafaraæði grípi ekki um sig þannig að við fórnum sterkri samningsstöðu sem við höfum byggt upp með hárréttum aðgerðum. Kosningaloforð sem ganga út á að ákveða fyrirfram niðurstöðu sem eigi að skila svo og svo miklum ávinningi og setja á okkur tímapressu til að hægt verði að efna loforðin eru stórvarasöm, óábyrg og ekkert annað en ódýrt lýðskrum. Fari eitthvað úrskeiðis í aðgerðum til að vinda ofan af fjármagnshöftunum gæti hagkerfið orðið fyrir miklu höggi. Krónan myndi veikjast sem þýddi verðbólguskot með tilheyrandi afleiðingum fyrir fyrirtæki og heimili. Því er mikilvægt að stíga engin skref fyrr en vissa er fyrir því að heildarlausn á vandanum sé fundin. Þetta er hægt með samstilltu átaki og þolinmæði að vopni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Þó svo að mörg þúsund milljarðar króna afskrifist vegna hruns stóru viðskiptabankanna í október 2008 standa umtalsverðar upphæðir eftir í þrotabúum þeirra. Ísland á gríðarlega mikið undir því að uppgjör þessara eigna og brotthvarf þeirra úr hagkerfinu stefni stöðugleika og hagsmunum samfélagsins ekki í voða samhliða því að okkur takist að afnema fjármagnshöft. Mestu hagsmunir þeirra erlendu aðila sem eiga kröfur í bú gömlu bankanna liggja í því að fá aðgang að eignum í erlendri mynt. Þær eignir nema 1.500-1.700 milljörðum króna. Útgreiðsla þessara eigna til kröfuhafa eftir því sem þær breytast í reiðufé í erlendri mynt hefur í sjálfu sér ekki bein áhrif á gjaldeyrisjöfnuð landsins enda lendir það utan okkar hagkerfis. Engu að síður þurfa erlendu kröfuhafarnir undanþágur frá fjármagnshöftunum. Þær er erfitt að veita fyrr en séð er fyrir endann á lausn málsins í heild og þá einkum hvernig eignarhlutur búanna í krónum verður meðhöndlaður. Þessi eignarhluti búanna í krónum samanstendur af ríflega tvisvar sinnum 200 milljörðum. Annars vegar er um að ræða eignarhlut þeirra í Íslandsbanka og Arion og hins vegar ýmsum öðrum krónueignum. Gamla snjóhengjan upp á um 400 milljarða er svo þar fyrir utan. Þannig að í heild er umfang málsins um 2.200-2.400 milljarðar króna.Samningar eða skattlagning? Hvað er nú til ráða í þessari stöðu? Augljósasti kosturinn er að láta reyna á tilboð á viðskiptalegum grundvelli eða þá einhvers konar samninga. Ómögulegt er að slá mati á niðurstöðu slíkra viðskipta eða samninga fyrirfram. Það er þó ljóst að eignarhlutir í evrópskum bönkum, hvað þá íslenskum, seljast langt undir bókfærðu nafnverði í dag. Kröfuhafar þyrftu því að sitja lengi fastir inni í íslensku hagkerfi ef þeir sættu sig ekki við verulegan afslátt. Með hinar hreinu krónueignir búanna hefði væntanlega hvort eð er alltaf farið eins og með krónur í snjóhengjunni, þ.e. að þeim yrði seint skipt á fullu álandsgengi. Annar kostur í stöðunni væri að beita útgönguskatti sem er vel þekktur þegar fjármagns- eða gjaldeyrishöft eru afnumin og hefur verið hluti af áætlun stjórnvalda um afnám hafta.Lögin frá mars 2012 lykillinn Það er því fátt nýtt í umræðunni um að gera megi ráð fyrir verulegri verðfellingu þessara krónueigna í eigu útlendinga eins og annarra krónueigna þeirra, að baki fjármagnshöftum, þegar að því kemur að skipta þeim í gjaldeyri. Vissulega kunna óþolinmóðir erlendir kröfuhafar að sætta sig við afslátt á eignum sínum gegn því að koma fjármunum sínum úr landi. En hvernig varð sú staða til? Jú, sú staða hefur orðið til vegna þess að Seðlabanki, ríkisstjórn og stjórnarmeirihlutinn hafa á þessu kjörtímabili gert allt rétt til að tryggja hagsmuni landsins í þessu sambandi. Munar þar mest um samþykkt frumvarps meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar sem undirbúið var af Seðlabanka Íslands og efnahags- og viðskiptaráðuneytinu undir forustu undirritaðs í marsmánuði 2012. Þar voru eignir búanna færðar bak við fjármagnshöftin. Ef ég man rétt greiddi Sjálfstæðisflokkurinn atkvæði gegn því frumvarpi og viðstaddir Framsóknarmenn sátu hjá. Já, Framsókn sat hjá í þessu mikilvæga máli en þykist nú hafa fundið málið upp og eiga einkarétt á því að útdeila á grundvelli þess mögulegum óorðnum ávinningi.Stórvarasöm loforð Aðalatriðið er að vandað sé til þessarar vinnu og að gullgrafaraæði grípi ekki um sig þannig að við fórnum sterkri samningsstöðu sem við höfum byggt upp með hárréttum aðgerðum. Kosningaloforð sem ganga út á að ákveða fyrirfram niðurstöðu sem eigi að skila svo og svo miklum ávinningi og setja á okkur tímapressu til að hægt verði að efna loforðin eru stórvarasöm, óábyrg og ekkert annað en ódýrt lýðskrum. Fari eitthvað úrskeiðis í aðgerðum til að vinda ofan af fjármagnshöftunum gæti hagkerfið orðið fyrir miklu höggi. Krónan myndi veikjast sem þýddi verðbólguskot með tilheyrandi afleiðingum fyrir fyrirtæki og heimili. Því er mikilvægt að stíga engin skref fyrr en vissa er fyrir því að heildarlausn á vandanum sé fundin. Þetta er hægt með samstilltu átaki og þolinmæði að vopni.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar