Við hvað erum við hrædd? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 12. apríl 2013 07:00 Ég skil fullkomlega að fólki fallist hendur um þessar mundir að kynna sér stefnumál allra þessara flokka sem eru að bjóða fram til Alþingis. Margir þeirra virðast einnig vera að segja það sama og þá verður maður enn þá ruglaðri í ríminu. Allir segjast vilja berjast fyrir hagsmunum almennings þó að mismunandi leiðir séu tilgreindar. En hvað gerum við þá? Eigum við að treysta flokkum sem margoft hafa lofað sömu hlutum áður en margsvikið þá jafnharðan og látið sérhagsmuni og hagsmuni flokksins stjórna ákvörðunum? Erum við svo hrædd að við viljum ekki gefa nýju fólki tækifæri til að sanna sig? Er betra að kjósa yfir sig sömu spillinguna aftur? Hvað er það versta sem gerist? Ég hef ákveðið að treysta hópi fólks sem hefur, eða margir í hópnum, unnið með Hagsmunasamtökum heimilanna, og sérfræðingum, að því að útfæra raunhæfar og sanngjarnar lausnir í efnahagsmálum fyrir almenning síðastliðin 4 ár. Þetta fólk kemur úr mismunandi áttum og starfstéttum og hefur ekki aðra hagsmuni en að vilja betra kerfi fyrir íbúa landsins. Þetta á jafnt við um húseigendur og leigjendur, fólk og fyrirtæki. Sú fullyrðing var höfð eftir forsvarsmönnum ASÍ í fréttum á dögunum að enginn flokkur væri með stefnu í málum fátækra. Þessi fullyrðing er röng. Við í Dögun teljum það algjört forgangsatriði að lögfesta lágmarksframfærslu í þessu landi og hækka skattleysismörkin verulega. Þetta mun að sjálfsögðu helst gagnast þeim tekjulægstu sem búa við ómannsæmandi lífsskilyrði í þessu ríka landi. Eðlilegt er að spyrja hvaðan peningarnir eigi að koma til að koma þessu í framkvæmd. Dögun hefur bent á að mikilvægt sé að endursemja um skuldir ríkisins, setja mjög háa skatta á gróða fjármálafyrirtækja og peninga sem reynt er að flytja úr landi. Því því fer fjarri að þessir peningar séu ekki til á landinu, þeim þarf bara að dreifa réttlátar. Er eðlilegt að ríkið, og þar með almenningur, hlaupi undir bagga með bönkum þegar þeir hafa farið offari í fjárfestingum og útlánum, þegar sömu stofnanir raka inn gróðanum örfáum mánuðum seinna? Að sjálfsögðu mun hagur ríkis og almennings vænkast verulega þegar byrjað verður að innheimta arð af auðlindum landsins. Dögun setur það sem eitt af forgangsmálum sínum að fiskur, orka og aðrar auðlindir séu í þjóðareigu. Dögun er grænn flokkur sem styður sjálfbærni, jafnrétti og mannúð á öllum sviðum. Auk ítarlegrar stefnu um efnahagsmál höfum við útfært stefnu í jafnréttismálum, í vímuefnamálum, málefnum flóttafólks, á sviði landbúnaðar, í umhverfismálum, sjávarútvegs-, atvinnu- og byggðamálum, velferðarmálum, alþjóðamálum og lýðræðisumbótum svo fátt eitt sé nefnt. Drög að stefnu í menntamálum og menningarmálum liggja einnig fyrir. Dögun vinnur í samræmi við svokallað flatt skipulag. Við erum ekki með formann og allir eru jafnréttháir. Öllum er frjálst að koma með tillögur sem lagðar eru fyrir opna félagsfundi. Látum ekki hræðslu við nýtt fólk koma í veg fyrir að við getum saman endurreist Ísland úr valdi spillingar. Við krefjumst siðferðilegrar jafnt sem efnahagslegrar endurreisnar! Endilega kynnið ykkur stefnumálin á xT.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Ég skil fullkomlega að fólki fallist hendur um þessar mundir að kynna sér stefnumál allra þessara flokka sem eru að bjóða fram til Alþingis. Margir þeirra virðast einnig vera að segja það sama og þá verður maður enn þá ruglaðri í ríminu. Allir segjast vilja berjast fyrir hagsmunum almennings þó að mismunandi leiðir séu tilgreindar. En hvað gerum við þá? Eigum við að treysta flokkum sem margoft hafa lofað sömu hlutum áður en margsvikið þá jafnharðan og látið sérhagsmuni og hagsmuni flokksins stjórna ákvörðunum? Erum við svo hrædd að við viljum ekki gefa nýju fólki tækifæri til að sanna sig? Er betra að kjósa yfir sig sömu spillinguna aftur? Hvað er það versta sem gerist? Ég hef ákveðið að treysta hópi fólks sem hefur, eða margir í hópnum, unnið með Hagsmunasamtökum heimilanna, og sérfræðingum, að því að útfæra raunhæfar og sanngjarnar lausnir í efnahagsmálum fyrir almenning síðastliðin 4 ár. Þetta fólk kemur úr mismunandi áttum og starfstéttum og hefur ekki aðra hagsmuni en að vilja betra kerfi fyrir íbúa landsins. Þetta á jafnt við um húseigendur og leigjendur, fólk og fyrirtæki. Sú fullyrðing var höfð eftir forsvarsmönnum ASÍ í fréttum á dögunum að enginn flokkur væri með stefnu í málum fátækra. Þessi fullyrðing er röng. Við í Dögun teljum það algjört forgangsatriði að lögfesta lágmarksframfærslu í þessu landi og hækka skattleysismörkin verulega. Þetta mun að sjálfsögðu helst gagnast þeim tekjulægstu sem búa við ómannsæmandi lífsskilyrði í þessu ríka landi. Eðlilegt er að spyrja hvaðan peningarnir eigi að koma til að koma þessu í framkvæmd. Dögun hefur bent á að mikilvægt sé að endursemja um skuldir ríkisins, setja mjög háa skatta á gróða fjármálafyrirtækja og peninga sem reynt er að flytja úr landi. Því því fer fjarri að þessir peningar séu ekki til á landinu, þeim þarf bara að dreifa réttlátar. Er eðlilegt að ríkið, og þar með almenningur, hlaupi undir bagga með bönkum þegar þeir hafa farið offari í fjárfestingum og útlánum, þegar sömu stofnanir raka inn gróðanum örfáum mánuðum seinna? Að sjálfsögðu mun hagur ríkis og almennings vænkast verulega þegar byrjað verður að innheimta arð af auðlindum landsins. Dögun setur það sem eitt af forgangsmálum sínum að fiskur, orka og aðrar auðlindir séu í þjóðareigu. Dögun er grænn flokkur sem styður sjálfbærni, jafnrétti og mannúð á öllum sviðum. Auk ítarlegrar stefnu um efnahagsmál höfum við útfært stefnu í jafnréttismálum, í vímuefnamálum, málefnum flóttafólks, á sviði landbúnaðar, í umhverfismálum, sjávarútvegs-, atvinnu- og byggðamálum, velferðarmálum, alþjóðamálum og lýðræðisumbótum svo fátt eitt sé nefnt. Drög að stefnu í menntamálum og menningarmálum liggja einnig fyrir. Dögun vinnur í samræmi við svokallað flatt skipulag. Við erum ekki með formann og allir eru jafnréttháir. Öllum er frjálst að koma með tillögur sem lagðar eru fyrir opna félagsfundi. Látum ekki hræðslu við nýtt fólk koma í veg fyrir að við getum saman endurreist Ísland úr valdi spillingar. Við krefjumst siðferðilegrar jafnt sem efnahagslegrar endurreisnar! Endilega kynnið ykkur stefnumálin á xT.is
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar