Lífið

Anna Svava í fjórðu Sveppamyndinni

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Sveppi hyggst hefja tökur á fjórðu myndinni um þá Góa og Villa í sumar. Anna Svava Knútsdóttir slæst í hópinn.
Sveppi hyggst hefja tökur á fjórðu myndinni um þá Góa og Villa í sumar. Anna Svava Knútsdóttir slæst í hópinn. Fréttablaðið/Valli
„Við stefnum á tökur í lok maí og það verður heljarinnar fjör,“ segir Sverrir Þór Sverrisson. Hann er að skipuleggja tökur á fjórðu bíómyndinni um Sveppa, Algjör Sveppi og Gói bjarga málunum, og sem fyrr eru þeir félagar Sveppi, Gói og Villi í aðalhlutverkum.

„Titillinn er setning sem Gói sagði í fyrstu myndinni og við ákváðum að það væri tilvalið að láta fjórðu myndina heita þetta. Núna er vondi karlinn í mynd númer eitt að snúa aftur og að undirbúa hræðilega hluti,“ segir Sveppi og segir glögga örugglega geta séð ákveðnar skírskotanir í James Bond í myndinni. „Við erum svo miklir kvikmyndanördar að við reynum að vitna í aðrar bíómyndir.

Vondi karlinn í þessari mynd er búinn að koma sér upp aðstöðu inni í fjalli þar sem hann getur búið til bæði eldgos og jarðskjálfta.“

Frumsýning er áætluð í september. Í fyrsta sinn ætlar leikkonan Anna Svava Knútsdóttir að slást í hópinn. „Við viljum bara vinna með skemmtilegu fólki því við höfum trú á að þá verði afraksturinn betri.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.