Auðveldari mánaðamót Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 11. apríl 2013 07:00 Um hver einustu mánaðamót stendur alltof stór hópur Íslendinga frammi fyrir erfiðleikum og óvissu vegna þess að launin duga einfaldlega ekki fyrir lífsnauðsynjum, ef marka má nýja lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Þessi staða er alvarleg en það þýðir ekki að engin sé vonin. Stærsta einstaka tækifærið til breytinga fæst eftir nokkra daga þegar kosið verður til Alþingis. Niðurstaða þeirra kosninga mun hafa úrslitaáhrif á það hvort við höldum áfram á þessari braut eða komumst á annan og betri stað.Lægri álögur Lykilatriðið er að auka ráðstöfunartekjur alls almennings í landinu. Það geta stjórnmálamenn fyrst og fremst gert með lægri opinberum álögum og gjöldum. Lækkun tekjuskatts skiptir þar miklu en lægri tollar og vörugjöld á nauðsynjar eins og matvöru, barnaföt og bensín munu einnig breyta miklu. Lækkun höfuðstóls húsnæðislána og léttari afborganir, samhliða afnámi stimpilgjalds og tækifæri til að fara frá verðtryggðu láni yfir í óverðtryggt mun einnig skipta miklu. Samhliða slíkum aðgerðum fyrir heimilin verður að huga að hvetjandi leiðum svo fyrirtækin geti vaxið frekar. Með lægri álögum vegna mannaráðninga, aukinni sátt við atvinnulífið og samstöðu um uppbyggingu í stað stöðnunar mun tækifærum fjölga og hagvöxtur aukast. Þannig forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar mun ekki einungis nýtast hverri einustu fjölskyldu, heldur samfélaginu í heild þar sem slík sókn mun skapa traustari grundvöll undir þá velferð sem við öll viljum búa við. Fólkið, fjölskyldurnar og fyrirtækin í landinu eiga því mikla von. Með raunhæfum lausnum, aukinni sátt og trú á framtíðinni getum við tryggt að langflest heimili nái endum saman og kvíði því ekki að ráðstöfunartekjur dugi fyrir útgjöldum hvers mánaðar. Það gerist þegar stjórnmálamenn fara að einblína á það sem virkilega skiptir máli fyrir fólkið í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Sjá meira
Um hver einustu mánaðamót stendur alltof stór hópur Íslendinga frammi fyrir erfiðleikum og óvissu vegna þess að launin duga einfaldlega ekki fyrir lífsnauðsynjum, ef marka má nýja lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Þessi staða er alvarleg en það þýðir ekki að engin sé vonin. Stærsta einstaka tækifærið til breytinga fæst eftir nokkra daga þegar kosið verður til Alþingis. Niðurstaða þeirra kosninga mun hafa úrslitaáhrif á það hvort við höldum áfram á þessari braut eða komumst á annan og betri stað.Lægri álögur Lykilatriðið er að auka ráðstöfunartekjur alls almennings í landinu. Það geta stjórnmálamenn fyrst og fremst gert með lægri opinberum álögum og gjöldum. Lækkun tekjuskatts skiptir þar miklu en lægri tollar og vörugjöld á nauðsynjar eins og matvöru, barnaföt og bensín munu einnig breyta miklu. Lækkun höfuðstóls húsnæðislána og léttari afborganir, samhliða afnámi stimpilgjalds og tækifæri til að fara frá verðtryggðu láni yfir í óverðtryggt mun einnig skipta miklu. Samhliða slíkum aðgerðum fyrir heimilin verður að huga að hvetjandi leiðum svo fyrirtækin geti vaxið frekar. Með lægri álögum vegna mannaráðninga, aukinni sátt við atvinnulífið og samstöðu um uppbyggingu í stað stöðnunar mun tækifærum fjölga og hagvöxtur aukast. Þannig forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar mun ekki einungis nýtast hverri einustu fjölskyldu, heldur samfélaginu í heild þar sem slík sókn mun skapa traustari grundvöll undir þá velferð sem við öll viljum búa við. Fólkið, fjölskyldurnar og fyrirtækin í landinu eiga því mikla von. Með raunhæfum lausnum, aukinni sátt og trú á framtíðinni getum við tryggt að langflest heimili nái endum saman og kvíði því ekki að ráðstöfunartekjur dugi fyrir útgjöldum hvers mánaðar. Það gerist þegar stjórnmálamenn fara að einblína á það sem virkilega skiptir máli fyrir fólkið í landinu.
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar