ESB í höndum upplýstrar þjóðar Þórður Sveinsson skrifar 11. apríl 2013 07:00 Fólk spyr mig gjarnan hver afstaða pírata sé gagnvart ESB. Það er skoðun mín, og margra annarra pírata, að stjórnmálaflokkar eigi ekki að vera með eiginlega afstöðu með eða á móti ESB. Sumir kunna að halda að þannig séum við að forðast þetta gríðarlega mikilvæga mál, en svo er ekki. Á meðal grunngilda pírata er gagnsæi og beint lýðræði. Gagnsæi snertir málið á þann hátt að allt viðræðuferlið á að vera opið og á almenningur rétt á því að vera vel upplýstur um allt sem því við kemur svo hann geti tekið vel upplýsta ákvörðun. Við viljum veita upplýsingar hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar í garð sambandsins. Ef ég veiti þér eftirfarandi upplýsingar: „það er rigning úti og maður verður blautur í henni“ eða „það er sól úti og það er mjög heitt“ þá er ég ekki að segja þér hvort þú eigir að vera inni eða úti heldur er ég einfaldlega að veita þér upplýsingar til þess að þú getir tekið þína eigin upplýstu ákvörðun. Síðan tekur beina lýðræðið við. Þegar á hólminn er komið, búið að ganga úr skugga um að allar upplýsingar liggi fyrir og almenningi hefur verið gefinn tími til að móta sína skoðun þá er málið sett í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er aftur á móti hlutverk stjórnmálaflokka að vera vel undirbúnir fyrir hvora niðurstöðuna sem er og vita hvað tekur við að þjóðaratkvæðagreiðslu lokinni hvort sem fólkið í landinu segir já eða nei. Þetta mál á fyrst og síðast heima í höndum vel upplýstrar þjóðar og ætla Píratar að sjá til þess að svo verði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Fólk spyr mig gjarnan hver afstaða pírata sé gagnvart ESB. Það er skoðun mín, og margra annarra pírata, að stjórnmálaflokkar eigi ekki að vera með eiginlega afstöðu með eða á móti ESB. Sumir kunna að halda að þannig séum við að forðast þetta gríðarlega mikilvæga mál, en svo er ekki. Á meðal grunngilda pírata er gagnsæi og beint lýðræði. Gagnsæi snertir málið á þann hátt að allt viðræðuferlið á að vera opið og á almenningur rétt á því að vera vel upplýstur um allt sem því við kemur svo hann geti tekið vel upplýsta ákvörðun. Við viljum veita upplýsingar hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar í garð sambandsins. Ef ég veiti þér eftirfarandi upplýsingar: „það er rigning úti og maður verður blautur í henni“ eða „það er sól úti og það er mjög heitt“ þá er ég ekki að segja þér hvort þú eigir að vera inni eða úti heldur er ég einfaldlega að veita þér upplýsingar til þess að þú getir tekið þína eigin upplýstu ákvörðun. Síðan tekur beina lýðræðið við. Þegar á hólminn er komið, búið að ganga úr skugga um að allar upplýsingar liggi fyrir og almenningi hefur verið gefinn tími til að móta sína skoðun þá er málið sett í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er aftur á móti hlutverk stjórnmálaflokka að vera vel undirbúnir fyrir hvora niðurstöðuna sem er og vita hvað tekur við að þjóðaratkvæðagreiðslu lokinni hvort sem fólkið í landinu segir já eða nei. Þetta mál á fyrst og síðast heima í höndum vel upplýstrar þjóðar og ætla Píratar að sjá til þess að svo verði.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar