Ekki lesa þessa grein, ef… Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon skrifar 11. apríl 2013 07:00 …þú hefur engan áhuga á því að lækka matarverð hér á landi – engan áhuga á að lækka verð á nauðsynjavörum heimilanna. En þar sem þú ert enn að lesa má ætla að þú viljir skoða hvað um er að ræða – að þú sért jafnvel í hópi þeirra þúsunda sem eiga of fáar krónur afgangs um hver mánaðamót þegar búið er að greiða af lánum eða húsaleigunni og kaupa í matinn. Það þekkir enginn betur en verslunin hvaða tækifærum við Íslendingar stöndum frammi fyrir þegar kemur að lækkun vöruverðs. Það erum jú við sem daglega kaupum inn vörur af erlendum og innlendum birgjum og þekkjum því best hvernig verðmyndunin er – hvaða álögur og gjöld eru lagðar á venjulegar neysluvörur hér á landi. Dæmin um verðlækkun sem hér yrði ef innflutningshöftum yrði aflétt eru sláandi og tækifæri til kaupmáttaraukningar 130.000 heimila stórkostleg þar sem landbúnaðarafurðir vega um 40% í matarkörfu Íslendinga.Gríðarleg tækifæri Það er vitað að mörg heimili standa illa þegar kemur að skuldamálum. En það er jafnframt vitað að mörg heimili skulda ekkert – einkum eldra fólk sem búið er að borga upp sín húsnæðislán, svo ekki sé minnst á allar þær þúsundir fjölskyldna sem búa í leiguhúsnæði. Niðurfelling húsnæðislána kemur þessum risavaxna hópi lítt til aðstoðar og það er í raun umhugsunarefni hvað lítið er rætt um þau gríðarlegu tækifæri til kaupmáttaraukningar sem eru til staðar fyrir alla – já, alla – Íslendinga með lækkun vöruverðs.Andrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞÁratugum saman hafa 63 alþingismenn úr öllum flokkum slegið skjaldborg um núverandi hafta- og einokunarstefnu í landbúnaði. Kannski af skiljanlegum ástæðum því þegar kastljósið beinist að þessum málaflokki rís upp öflugur varnarmúr sérhagsmuna, sem gerir allt til að tryggja óbreytt kerfi og svífst einskis til að gera málflutning þeirra sem vilja breytingar ótrúverðugan. Er þá jafnvel hjólað í manninn en ekki boltann og því ekki að undra að einstakir stjórnmálamenn hafi talið auðveldara að taka aðra slagi. Þetta er gömul saga og ný fyrir okkur Íslendinga að sérhagsmunaaðilar vilja halda dauðahaldi í óbreytt kerfi – vandamálið er hins vegar að það er yfirleitt á kostnað okkar hinna – á kostnað heildarhagsmuna.Ein mesta kjarabótin Við Íslendingar gerum margt vel en við verðum jafnframt að forðast að detta í þá gryfju að við séum best í öllu. Atvinnulífið og heimilin í landinu eru einmitt í dag fórnarlömb þess að okkur var talin trú að við ættum bestu bankamenn í heimi. Íslenskar landbúnaðarafurðir eru góðar – en það eru ótalmargir erlendir bændur sem kunna jafn vel og við að framleiða t.d. kjúklinga og svínakjöt – og hugsanlega einhverjir betur. Afnám innflutningshafta snýst einfaldlega um að gefa íslenskum neytendum val – sumir munu án vafa halda áfram að kaupa eingöngu íslenskt – aðrir munu kaupa það ódýrasta – aðrir lífrænt ræktað og þannig á það að vera. Neytandinn á að hafa val – val sem hann hefur ekki í dag. Samtök verslunar og þjónustu hafa bent á að eins og hagvaxtarhorfur eru fyrir næstu ár verður ekki innistæða fyrir miklum launahækkunum. Kjarabæturnar verða að koma annars staðar frá. Til að ná fram auknum kaupmætti verður m.a. að horfa til þess að lækka vöruverð. Verslunin lifir á kaupmætti – öflugur kaupmáttur er sameiginlegt hagsmunamál heimila og verslunar og þjónustu. Það er sammerkt öllum þeim athugunum sem varða verð á matvælum og birtar hafa verið undanfarin ár að sú stefna stjórnvalda að vernda innlendan landbúnað sé ein helsta ástæða þess hve matvælaverð er hátt hér á landi. Segir þar jafnframt að án vafa sé engin ein aðgerð jafn árangursrík til að lækka matvöruverð hér á landi og aflétting innflutningsverndar. Ábatinn yrði ein mesta kjarabót sem heimilum hér á landi gæti áskotnast. Sú spurning sem við stöndum frammi fyrir er einfaldlega þessi: Ætla stjórnmálamenn þessa lands að halda áfram að taka sérhagsmuni fárra fram yfir hagsmuni heildarinnar – standa í vegi fyrir einni mestu kjarabót sem hægt er að fá fyrir íslensk heimili? Almenningur á heimtingu á að þeirri spurningu verði svarað í kosningabaráttunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Kosningar 2013 Skoðun Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
…þú hefur engan áhuga á því að lækka matarverð hér á landi – engan áhuga á að lækka verð á nauðsynjavörum heimilanna. En þar sem þú ert enn að lesa má ætla að þú viljir skoða hvað um er að ræða – að þú sért jafnvel í hópi þeirra þúsunda sem eiga of fáar krónur afgangs um hver mánaðamót þegar búið er að greiða af lánum eða húsaleigunni og kaupa í matinn. Það þekkir enginn betur en verslunin hvaða tækifærum við Íslendingar stöndum frammi fyrir þegar kemur að lækkun vöruverðs. Það erum jú við sem daglega kaupum inn vörur af erlendum og innlendum birgjum og þekkjum því best hvernig verðmyndunin er – hvaða álögur og gjöld eru lagðar á venjulegar neysluvörur hér á landi. Dæmin um verðlækkun sem hér yrði ef innflutningshöftum yrði aflétt eru sláandi og tækifæri til kaupmáttaraukningar 130.000 heimila stórkostleg þar sem landbúnaðarafurðir vega um 40% í matarkörfu Íslendinga.Gríðarleg tækifæri Það er vitað að mörg heimili standa illa þegar kemur að skuldamálum. En það er jafnframt vitað að mörg heimili skulda ekkert – einkum eldra fólk sem búið er að borga upp sín húsnæðislán, svo ekki sé minnst á allar þær þúsundir fjölskyldna sem búa í leiguhúsnæði. Niðurfelling húsnæðislána kemur þessum risavaxna hópi lítt til aðstoðar og það er í raun umhugsunarefni hvað lítið er rætt um þau gríðarlegu tækifæri til kaupmáttaraukningar sem eru til staðar fyrir alla – já, alla – Íslendinga með lækkun vöruverðs.Andrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞÁratugum saman hafa 63 alþingismenn úr öllum flokkum slegið skjaldborg um núverandi hafta- og einokunarstefnu í landbúnaði. Kannski af skiljanlegum ástæðum því þegar kastljósið beinist að þessum málaflokki rís upp öflugur varnarmúr sérhagsmuna, sem gerir allt til að tryggja óbreytt kerfi og svífst einskis til að gera málflutning þeirra sem vilja breytingar ótrúverðugan. Er þá jafnvel hjólað í manninn en ekki boltann og því ekki að undra að einstakir stjórnmálamenn hafi talið auðveldara að taka aðra slagi. Þetta er gömul saga og ný fyrir okkur Íslendinga að sérhagsmunaaðilar vilja halda dauðahaldi í óbreytt kerfi – vandamálið er hins vegar að það er yfirleitt á kostnað okkar hinna – á kostnað heildarhagsmuna.Ein mesta kjarabótin Við Íslendingar gerum margt vel en við verðum jafnframt að forðast að detta í þá gryfju að við séum best í öllu. Atvinnulífið og heimilin í landinu eru einmitt í dag fórnarlömb þess að okkur var talin trú að við ættum bestu bankamenn í heimi. Íslenskar landbúnaðarafurðir eru góðar – en það eru ótalmargir erlendir bændur sem kunna jafn vel og við að framleiða t.d. kjúklinga og svínakjöt – og hugsanlega einhverjir betur. Afnám innflutningshafta snýst einfaldlega um að gefa íslenskum neytendum val – sumir munu án vafa halda áfram að kaupa eingöngu íslenskt – aðrir munu kaupa það ódýrasta – aðrir lífrænt ræktað og þannig á það að vera. Neytandinn á að hafa val – val sem hann hefur ekki í dag. Samtök verslunar og þjónustu hafa bent á að eins og hagvaxtarhorfur eru fyrir næstu ár verður ekki innistæða fyrir miklum launahækkunum. Kjarabæturnar verða að koma annars staðar frá. Til að ná fram auknum kaupmætti verður m.a. að horfa til þess að lækka vöruverð. Verslunin lifir á kaupmætti – öflugur kaupmáttur er sameiginlegt hagsmunamál heimila og verslunar og þjónustu. Það er sammerkt öllum þeim athugunum sem varða verð á matvælum og birtar hafa verið undanfarin ár að sú stefna stjórnvalda að vernda innlendan landbúnað sé ein helsta ástæða þess hve matvælaverð er hátt hér á landi. Segir þar jafnframt að án vafa sé engin ein aðgerð jafn árangursrík til að lækka matvöruverð hér á landi og aflétting innflutningsverndar. Ábatinn yrði ein mesta kjarabót sem heimilum hér á landi gæti áskotnast. Sú spurning sem við stöndum frammi fyrir er einfaldlega þessi: Ætla stjórnmálamenn þessa lands að halda áfram að taka sérhagsmuni fárra fram yfir hagsmuni heildarinnar – standa í vegi fyrir einni mestu kjarabót sem hægt er að fá fyrir íslensk heimili? Almenningur á heimtingu á að þeirri spurningu verði svarað í kosningabaráttunni.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun