Evrópa á dagskrá! Árni Páll Árnason skrifar 9. apríl 2013 00:01 Aðild að Evrópusambandinu er praktísk nauðsyn. Hún er engin hugmyndafræðileg meinloka. Hún er einfaldlega skynsamlegasta leiðin áfram fyrir metnaðarfulla norræna velferðarþjóð sem býr við gjaldeyrishöft og ógjaldgengan gjaldmiðil, en vill opið hagkerfi og njóta sambærilegra lífskjara og nágrannaþjóðirnar. Hugmynd sjálfstæðismanna og framsóknarmanna um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna getur aldrei gengið upp sem leið til að ákveða stöðu okkar í Evrópu. Það er hrein vegleysa ef þessir flokkar, sem ekki telja hagsmunum þjóðarinnar best borgið með aðild, verða í ríkisstjórn og eiga nauðugir að leiða aðildarviðræður sem þeir hafa enga trú á. Bjarni Benediktsson hefur margsagt að ófært sé að VG leiði samninga um einstök efnisatriði aðildarsamninga, því flokkurinn styðji ekki aðild. Sama hlýtur að eiga við um hann sjálfan. Ef Framsókn og Sjálfstæðisflokkur sitja í ríkisstjórn geta þeir ekki leitt aðildarumsókn með þessum rökum. Ef þjóðin kýs að halda áfram aðildarviðræðum fæli sú niðurstaða því í reynd í sér vantraust á ríkisstjórn gömlu flokkanna og þeir þyrftu að veita minnihlutastjórn Samfylkingarinnar, sem leiddi aðildarviðræðurnar, hlutleysi. Eina skynsamlega leiðin er að ljúka samningum eins hratt og kostur er undir forystu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn og gefa þjóðinni kost á að kjósa þá strax um þá efnislegu niðurstöðu. Margir styðja Evrópusambandsaðild en trúa því að það sé hægt að kjósa gömlu loforðaflokkana og halda svo áfram í rólegheitum með aðildarumsóknina. Svo er ekki. Ef Framsókn og Sjálfstæðisflokkur fá umboð til að gera það sem þeir segjast ætla að gera tökum við ekki upp evru í áratugi. Því er Samfylkingin tilbúin að leggja alla áherslu á aðildarumsóknina: Við viljum ljúka samningum svo fljótt sem unnt er. Um leið og þeir liggja fyrir viljum við samþykkja frumvarp til breytinga á stjórnarskrá, til að uppfylla skilyrði aðildar og rjúfa þing og leggja allan pakkann – og okkur sjálf – í dóm þjóðarinnar. Þjóðaratkvæði og þingkosningar í einu. Það hljóta allir flokkar að geta fallist á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Aðild að Evrópusambandinu er praktísk nauðsyn. Hún er engin hugmyndafræðileg meinloka. Hún er einfaldlega skynsamlegasta leiðin áfram fyrir metnaðarfulla norræna velferðarþjóð sem býr við gjaldeyrishöft og ógjaldgengan gjaldmiðil, en vill opið hagkerfi og njóta sambærilegra lífskjara og nágrannaþjóðirnar. Hugmynd sjálfstæðismanna og framsóknarmanna um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna getur aldrei gengið upp sem leið til að ákveða stöðu okkar í Evrópu. Það er hrein vegleysa ef þessir flokkar, sem ekki telja hagsmunum þjóðarinnar best borgið með aðild, verða í ríkisstjórn og eiga nauðugir að leiða aðildarviðræður sem þeir hafa enga trú á. Bjarni Benediktsson hefur margsagt að ófært sé að VG leiði samninga um einstök efnisatriði aðildarsamninga, því flokkurinn styðji ekki aðild. Sama hlýtur að eiga við um hann sjálfan. Ef Framsókn og Sjálfstæðisflokkur sitja í ríkisstjórn geta þeir ekki leitt aðildarumsókn með þessum rökum. Ef þjóðin kýs að halda áfram aðildarviðræðum fæli sú niðurstaða því í reynd í sér vantraust á ríkisstjórn gömlu flokkanna og þeir þyrftu að veita minnihlutastjórn Samfylkingarinnar, sem leiddi aðildarviðræðurnar, hlutleysi. Eina skynsamlega leiðin er að ljúka samningum eins hratt og kostur er undir forystu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn og gefa þjóðinni kost á að kjósa þá strax um þá efnislegu niðurstöðu. Margir styðja Evrópusambandsaðild en trúa því að það sé hægt að kjósa gömlu loforðaflokkana og halda svo áfram í rólegheitum með aðildarumsóknina. Svo er ekki. Ef Framsókn og Sjálfstæðisflokkur fá umboð til að gera það sem þeir segjast ætla að gera tökum við ekki upp evru í áratugi. Því er Samfylkingin tilbúin að leggja alla áherslu á aðildarumsóknina: Við viljum ljúka samningum svo fljótt sem unnt er. Um leið og þeir liggja fyrir viljum við samþykkja frumvarp til breytinga á stjórnarskrá, til að uppfylla skilyrði aðildar og rjúfa þing og leggja allan pakkann – og okkur sjálf – í dóm þjóðarinnar. Þjóðaratkvæði og þingkosningar í einu. Það hljóta allir flokkar að geta fallist á.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun