Af hverju speglun (flipp)? Hjálmar Árnason skrifar 3. apríl 2013 06:00 Spurningunni í ofangreindri fyrirsögn má svara með orðum bandarísks kennara: Hvort viltu vinna með nemendum í tíma eða tala við nemendur í tíma? Hefðbundin kennsla, eins og flestir hafa kynnst, er byggð upp þannig að kennarinn er sá virki í tímunum og stjórnar virkninni. Skipulagið byggir að mestu á einni flík fyrir alla. Nemendur eru þiggjendur. Sumir passa í flíkina, öðrum er hún of stór og enn öðrum of lítil. Þess vegna hefur orðið til sá skólaleiði sem tröllríður menntakerfinu. Eftir tímana eiga nemendur að taka með sér heimaverkefni. Sumir gripu ekki efnið og hafa ekki þær aðstæður heima að fá aðstoð. Þetta er hópurinn sem er líklegur til að detta út úr skóla með tilheyrandi sársauka og kostnaði samfélagsins.Bætir skólastarf! Spegluð kennsla (e. flipped classroom) getur verið svarið við þessu kæfandi ástandi. Reynsla þeirra sem reynt hafa ýtir undir þá skoðun. Árangur á samræmdum prófum hefur stórbatnað, virkni nemenda snaraukist, ánægja nemenda vaxið og foreldrar eru almennt jákvæðari gagnvart námi barna sinna. Fjölmörg dæmi um jákvæðar breytingar í einstökum skólum styðja þessa tölfræði. Skal engan undra því virkur nemandi er auðvitað lykill að árangri. Í skólakerfinu í dag eru allt of margir nemendur lítið virkir. Þess vegna þekkjum við of mikinn námsleiða, of hátt brottfall og allt of þekkt agavandamál. Speglunin (flippið) getur verið ein leið út úr þeim ógöngum.Hvernig virkar flippið? Í raun er spegluð kennsla mjög einföld: Kennari tekur upp "fyrirlestra" sína eða nýtir betri fyrirlestra frá öðrum með eigin tali, glærum, myndböndum og öðru því sem að efni dagsins fellur. Í stað þess að mala í tímum vistar kennarinn efnið á netinu. "Heimaverkefni" nemandans er að horfa á kynninguna heima við – eins oft og nemandinn vill og þegar hann hefur tíma. Þarna liggur grundvallarmunur. Í stað þess að vera skammtaður takmarkaður tími með öllum hinum í kennslustund fær nemandinn þann tíma sem hann þarf fyrir námsefnið. Getur hlustað aftur og aftur á fyrirlesturinn og farið yfir glósur (meira að segja foreldrar geta fylgst með). Í tímana kemur sem sagt nemandinn undirbúinn og fer beint í að sinna verkefnum, tengdum fyrirlestrunum að heiman. Nemendum er skipt í hópa eftir því hvar þeir eru staddir í náminu en kennarinn gengur á milli og aðstoðar við verkefnin. Þannig fá allir nemendur tækifæri og aðstoð til að grípa efnið. Í því er fólgið mikið jafnræði til náms. Hver nemandi fær verkefni miðuð við sínar þarfir í stað "ein flík fyrir alla". Hvað vinnum við? Ávinningurinn er margþættur: -kennslustundir einkennast af virkum nemendum og kennari hefur færi á að aðstoða einstaklinga í námi -nemandinn lærir á eigin hraða – getur spólað til baka ef hann náði ekki í fyrstu atrennu -nemandinn fær kynninguna þó að hann sé fjarverandi frá skóla (vegna veikinda, félagslífs eða annars) -skólatíminn einkennist af virkri samvinnu nemenda um námsmarkmið -foreldrar geta auðveldlega sett sig inn í námsferlið -einkunnir hækka? -minni agavandamál (vegna virkra nemenda) -ýtir undir Mastery learning (nemendur haldi áfram þegar þeir hafa náð einu markmiði í stað þess að allir séu látnir haldast í hendur – hvort sem þeir hafa náð efni eða ekki) -léttara að fylgjast með stöðu nemenda við einstök markmið námsefnis -meira gegnsæi í náminu -kennari kynnist nemendum sínum betur -nemendur ábyrgari fyrir námi sínu Vegna þess að kennari hefur færi á að vinna nánar með nemanda innan kennslustofu verður lærdómsferlið dýpra. Í stað utanbókarlærdóms kemur aukinn skilningur. Nemandinn stýrir að nokkru leyti sjálfur námshraða sínum í stað þess að allir fylgi öllum. Orka nemenda í tímum fer í lærdóm í stað "kjaftagangs" um allt annað en námsefnið.Jafnræði til náms? Líklega geta flestir verið sammála um að nokkur þreyta sé komin í skólakerfið okkar. Veldur þar margt – ekki síst breyttur veruleiki hvað varðar aðgengi að upplýsingum. Bregðist skólar ekki við þeim veruleika munu þeir einfaldlega verða langt á eftir nemendum sínum með tilheyrandi vandamálum. Spegluð kennsla getur verið ein af þeim lausnum. Til að koma henni á þarf fyrst og fremst nýja hugsun um það hvernig skipuleggja eigi námið. Mikilvægi kennarans verður síst minna en í hefðbundinni kennslu en hlutverkið breytist – eðli málsins samkvæmt. Við svo róttækar breytingar þarf að leysa úr alls kyns úrlausnarefnum. Sé hins vegar vilji til staðar er málið létt. Þetta snýst ekki um tækjabúnað (sem er að mestu leyti þegar til staðar í skólunum) heldur nýja hugsun um það hvernig best sé fyrir nemendur okkar að læra námsefni sitt. Spegluð kennsla felur í sér tækifæri til að ýta hressilega undir aukið jafnræði allra til náms, efla virkni og árangur nemenda – m.ö.o. að gera menntakerfið skilvirkara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Spurningunni í ofangreindri fyrirsögn má svara með orðum bandarísks kennara: Hvort viltu vinna með nemendum í tíma eða tala við nemendur í tíma? Hefðbundin kennsla, eins og flestir hafa kynnst, er byggð upp þannig að kennarinn er sá virki í tímunum og stjórnar virkninni. Skipulagið byggir að mestu á einni flík fyrir alla. Nemendur eru þiggjendur. Sumir passa í flíkina, öðrum er hún of stór og enn öðrum of lítil. Þess vegna hefur orðið til sá skólaleiði sem tröllríður menntakerfinu. Eftir tímana eiga nemendur að taka með sér heimaverkefni. Sumir gripu ekki efnið og hafa ekki þær aðstæður heima að fá aðstoð. Þetta er hópurinn sem er líklegur til að detta út úr skóla með tilheyrandi sársauka og kostnaði samfélagsins.Bætir skólastarf! Spegluð kennsla (e. flipped classroom) getur verið svarið við þessu kæfandi ástandi. Reynsla þeirra sem reynt hafa ýtir undir þá skoðun. Árangur á samræmdum prófum hefur stórbatnað, virkni nemenda snaraukist, ánægja nemenda vaxið og foreldrar eru almennt jákvæðari gagnvart námi barna sinna. Fjölmörg dæmi um jákvæðar breytingar í einstökum skólum styðja þessa tölfræði. Skal engan undra því virkur nemandi er auðvitað lykill að árangri. Í skólakerfinu í dag eru allt of margir nemendur lítið virkir. Þess vegna þekkjum við of mikinn námsleiða, of hátt brottfall og allt of þekkt agavandamál. Speglunin (flippið) getur verið ein leið út úr þeim ógöngum.Hvernig virkar flippið? Í raun er spegluð kennsla mjög einföld: Kennari tekur upp "fyrirlestra" sína eða nýtir betri fyrirlestra frá öðrum með eigin tali, glærum, myndböndum og öðru því sem að efni dagsins fellur. Í stað þess að mala í tímum vistar kennarinn efnið á netinu. "Heimaverkefni" nemandans er að horfa á kynninguna heima við – eins oft og nemandinn vill og þegar hann hefur tíma. Þarna liggur grundvallarmunur. Í stað þess að vera skammtaður takmarkaður tími með öllum hinum í kennslustund fær nemandinn þann tíma sem hann þarf fyrir námsefnið. Getur hlustað aftur og aftur á fyrirlesturinn og farið yfir glósur (meira að segja foreldrar geta fylgst með). Í tímana kemur sem sagt nemandinn undirbúinn og fer beint í að sinna verkefnum, tengdum fyrirlestrunum að heiman. Nemendum er skipt í hópa eftir því hvar þeir eru staddir í náminu en kennarinn gengur á milli og aðstoðar við verkefnin. Þannig fá allir nemendur tækifæri og aðstoð til að grípa efnið. Í því er fólgið mikið jafnræði til náms. Hver nemandi fær verkefni miðuð við sínar þarfir í stað "ein flík fyrir alla". Hvað vinnum við? Ávinningurinn er margþættur: -kennslustundir einkennast af virkum nemendum og kennari hefur færi á að aðstoða einstaklinga í námi -nemandinn lærir á eigin hraða – getur spólað til baka ef hann náði ekki í fyrstu atrennu -nemandinn fær kynninguna þó að hann sé fjarverandi frá skóla (vegna veikinda, félagslífs eða annars) -skólatíminn einkennist af virkri samvinnu nemenda um námsmarkmið -foreldrar geta auðveldlega sett sig inn í námsferlið -einkunnir hækka? -minni agavandamál (vegna virkra nemenda) -ýtir undir Mastery learning (nemendur haldi áfram þegar þeir hafa náð einu markmiði í stað þess að allir séu látnir haldast í hendur – hvort sem þeir hafa náð efni eða ekki) -léttara að fylgjast með stöðu nemenda við einstök markmið námsefnis -meira gegnsæi í náminu -kennari kynnist nemendum sínum betur -nemendur ábyrgari fyrir námi sínu Vegna þess að kennari hefur færi á að vinna nánar með nemanda innan kennslustofu verður lærdómsferlið dýpra. Í stað utanbókarlærdóms kemur aukinn skilningur. Nemandinn stýrir að nokkru leyti sjálfur námshraða sínum í stað þess að allir fylgi öllum. Orka nemenda í tímum fer í lærdóm í stað "kjaftagangs" um allt annað en námsefnið.Jafnræði til náms? Líklega geta flestir verið sammála um að nokkur þreyta sé komin í skólakerfið okkar. Veldur þar margt – ekki síst breyttur veruleiki hvað varðar aðgengi að upplýsingum. Bregðist skólar ekki við þeim veruleika munu þeir einfaldlega verða langt á eftir nemendum sínum með tilheyrandi vandamálum. Spegluð kennsla getur verið ein af þeim lausnum. Til að koma henni á þarf fyrst og fremst nýja hugsun um það hvernig skipuleggja eigi námið. Mikilvægi kennarans verður síst minna en í hefðbundinni kennslu en hlutverkið breytist – eðli málsins samkvæmt. Við svo róttækar breytingar þarf að leysa úr alls kyns úrlausnarefnum. Sé hins vegar vilji til staðar er málið létt. Þetta snýst ekki um tækjabúnað (sem er að mestu leyti þegar til staðar í skólunum) heldur nýja hugsun um það hvernig best sé fyrir nemendur okkar að læra námsefni sitt. Spegluð kennsla felur í sér tækifæri til að ýta hressilega undir aukið jafnræði allra til náms, efla virkni og árangur nemenda – m.ö.o. að gera menntakerfið skilvirkara.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar