„Hver hefur sinn karfa að slægja“ Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 28. mars 2013 06:00 Leikstjórinn Guðmundur Þór segist hafa valið listræn sjónarmið fram fyrir raunsæið í Eurovision-myndbandinu. Mynd/Valgeir Magnússon „Þetta skrifast alfarið á latte-lepjandi leikstjórann úr 101. Ég tek fulla ábyrgð á þessu og bið sjómenn og sjávarútveginn allan afsökunar,“ segir Guðmundur Þór Kárason, leikstjóri Eurovision-myndbandsins. Í gær birtist í Fréttablaðinu viðtal við stýrimanninn Aríel Pétursson þar sem hann talaði um fáránleika þess að Eyþór Ingi skyldi slægja karfa í tónlistarmyndbandinu við lagið Ég á líf, enda sé karfi aldrei slægður. Í kjölfar fréttarinnar hefur Fréttablaðið fengið allnokkrar ábendingar frá aðilum innan sjávarútvegsins sem annaðhvort taka undir orð Aríels eða segja karfa stundum slægðan. „Ég píndi Eyþór eiginlega út í þetta. Hann benti mér á vitleysuna í þessu en við vorum mjög tæpir með fisk svo ég lét listræn sjónarmið alfarið ráða yfir raunsæinu. Ég bjóst ekki við að þetta myndi draga dilk á eftir sér en annað hefur þó komið á daginn því það hefur dunið á manni eftir að myndbandið kom út,“ segir Guðmundur. „Ég vil því hér með hreinsa mannorð og æru Eyþórs og vona að hann geti látið sjá sig á Dalvík aftur eftir þetta,“ bætir hann við og hlær, en Eyþór Ingi kemur frá sjávarplássinu Dalvík, er af sjómönnum kominn og hefur sjálfur sótt sjó margoft í gegnum árin. Hann ætti því að vera sjómannshnútunum vel kunnur. Allt þetta uppþot hefur þó einnig leitt gott af sér því nýr málsháttur hefur orðið til: „Hver hefur sinn karfa að slægja.“ Segir Guðmundur hann mikið notaðan í kringum sig þessa dagana. Nú er bara spennandi að sjá hvort málshátturinn hafi orðið til í tæka tíð til að ná inn í einhver páskaeggjana í ár. Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
„Þetta skrifast alfarið á latte-lepjandi leikstjórann úr 101. Ég tek fulla ábyrgð á þessu og bið sjómenn og sjávarútveginn allan afsökunar,“ segir Guðmundur Þór Kárason, leikstjóri Eurovision-myndbandsins. Í gær birtist í Fréttablaðinu viðtal við stýrimanninn Aríel Pétursson þar sem hann talaði um fáránleika þess að Eyþór Ingi skyldi slægja karfa í tónlistarmyndbandinu við lagið Ég á líf, enda sé karfi aldrei slægður. Í kjölfar fréttarinnar hefur Fréttablaðið fengið allnokkrar ábendingar frá aðilum innan sjávarútvegsins sem annaðhvort taka undir orð Aríels eða segja karfa stundum slægðan. „Ég píndi Eyþór eiginlega út í þetta. Hann benti mér á vitleysuna í þessu en við vorum mjög tæpir með fisk svo ég lét listræn sjónarmið alfarið ráða yfir raunsæinu. Ég bjóst ekki við að þetta myndi draga dilk á eftir sér en annað hefur þó komið á daginn því það hefur dunið á manni eftir að myndbandið kom út,“ segir Guðmundur. „Ég vil því hér með hreinsa mannorð og æru Eyþórs og vona að hann geti látið sjá sig á Dalvík aftur eftir þetta,“ bætir hann við og hlær, en Eyþór Ingi kemur frá sjávarplássinu Dalvík, er af sjómönnum kominn og hefur sjálfur sótt sjó margoft í gegnum árin. Hann ætti því að vera sjómannshnútunum vel kunnur. Allt þetta uppþot hefur þó einnig leitt gott af sér því nýr málsháttur hefur orðið til: „Hver hefur sinn karfa að slægja.“ Segir Guðmundur hann mikið notaðan í kringum sig þessa dagana. Nú er bara spennandi að sjá hvort málshátturinn hafi orðið til í tæka tíð til að ná inn í einhver páskaeggjana í ár.
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira