
Fátækt og mannréttindi – opið bréf
Við hjónin skrifum þér vegna þess að þú hefur látið þig varða um mannréttindi. Þú hefur gerst málsvari hópa sem eiga sér ýmist marga eða fáa málsvara og viljað beita áhrifum þínum til þess að láta gott af þér leiða. Við viljum vekja athygli þína á brýnu mannréttindamáli og kalla eftir liðsinni þínu. Við vitum að um þig getur munað.
Haft er eftir Kofi Annan, fyrrum framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að „hvarvetna sem við forðum einni sál frá lífi í fátækt verjum við mannréttindi. Hvenær sem okkur mistekst þetta bregðumst við mannréttindum". Sameinuðu þjóðirnar hafa vakið athygli á því að fátækt er einn alvarlegasti mannréttindavandi samtímans. Áhrif fátæktar á konur eru sérstakt umhugsunarefni, eins og biskup Íslands kynntist í ferð sinni til Afríku á dögunum.
Við höfum séð það hér á Íslandi, fyrir og eftir hrun, hvernig bilið milli ríkra og fátækra eykst. Hvernig völdum er beitt þannig að þau sem eiga lítið eignast minna og þau sem eiga mikið eignast meira. Þetta gengur ekki lengur. Átaks er þörf og það þarf að leiða til hugarfarsbreytingar.
Við viljum hvetja til samvinnu stofnana sem hafa látið sig varða þessi mál. Þar nefnum við sérstaklega trúfélögin. Þjóðkirkjan sýnir von í verki í þjónustu Hjálparstarfs kirkjunnar og presta um allt land. Hjálparstarfið hefur verið lykilstofnun í neyðarhjálp og uppbyggingu eftir hrun.
Samhjálp og Hjálpræðisherinn sinna líka fólki í neyð og gera það vel.
Nýlega lýsti svo nýkjörni páfinn Frans því yfir að hann vildi gera rómversk-kaþólsku kirkjuna að fátækri kirkju sem starfar fyrir fátæka. Þar með hefur sett hann baráttuna gegn fátækt í heiminum á dagskrá.
Við þurfum að taka höndum saman til að vinna bug á aðkallandi vanda. Við skulum byrja heima og þar geta borgin okkar og trúfélögin gegnt lykilhlutverki. Ertu með?
Skoðun

Mikilvægi lyfjameðferðar við ADHD
Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar

Breytum um kúrs
Sigmar Guðmundsson skrifar

Ferðarisi að laumupúkast undir fölsku nafni
Jón Ármann Steinsson skrifar

Hálfleikur
Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar

Kvóti á kyrrð öræfanna
Haukur Arnþórsson skrifar

Burt með sjálftöku og spillingu
Sigurjón Þórðarson skrifar

Ríkislögreglustjóri hótar héraðsdómi
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar

Sjúkraliðar – ný viðbót í geðheilbrigðisþjónustu
Sandra B. Franks skrifar

Tekur landsstjórnin ekkert mark á lögum um almannatryggingar?
Finnur Birgisson skrifar

Götóttar kvíar og enn lekara regluverk
Tómas Guðbjartsson skrifar

Svar við grein Samuel Rostøl
Jón Vigfús Guðjónsson skrifar

Forvarnir gegn fávisku
Birgir Dýrfjörð skrifar

Hungurverkfall í 21 dag
Samuel Rostøl skrifar

Bergið headspace er 5 ára
Bjarney Rún Haraldsdóttir skrifar

Neistaflug
Guðmundur Engilbertsson skrifar

Breytum orðum í aðgerðir - hraðari árangur til 2030
Auður Hrefna Guðmundsdóttir,Vala Karen Viðarsdóttir skrifar

Ekki meinlaus heldur hatursfull orðræða
Anna Lilja Björnsdóttir,Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar

Hugum að heyrn
Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Bílrúðuviðgerð er ókeypis og umhverfisvæn
Ágúst Mogensen skrifar

Stór orð en ekkert fjármagn
Kristrún Frostadóttir skrifar

Lýðheilsulög?
Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar

Hvati til orkuskipta
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Frelsi á útsölu
Indriði Ingi Stefánsson skrifar

Gervigreind og höfundaréttur
Henry Alexander Henrysson skrifar

Aðstandendur heilabilunarsjúklinga
Magnús Karl Magnússon skrifar

Hvers vegna má ekki ræða hagræðingu?
Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Kosningar í Póllandi
Jacek Godek skrifar

Velferð við upphaf þingvetrar
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Orkulaus orkuskipti?
Jón Trausti Ólafsson skrifar

Er samtalið búið?
Guðlaugur Bragason skrifar