Nýtir sér skátakunnáttuna Sara McMahon skrifar 16. mars 2013 06:00 Bergdís Inga Brynjarsdóttir, fatahönnunarnemi í Berlín, notar orkeringu og hnúta til að búa til falleg hálsmen og eyrnalokka. Fréttablaðið/valli „Amma hélt að þetta væri eitthvað fyrir mig og fékk vinkonu sína til að kenna mér tökin. Ég hef síðan notað netið og bækur til að auka við þekkinguna mína. Mér fannst orkering strax mjög skemmtileg iðja þó að það hafi tekið mig hálft ár að ná góðum tökum á þessu. Amma hafði því rétt fyrir sér," segir Bergdís Inga Brynjarsdóttir, sem hannar skart undir heitinu Dís by Bergdís. Aðferðin sem Bergdís notar við skartgripagerðina er á mörkum þess að vera orkering og hnútar. Hún hefur þróað aðferðina sjálf síðustu þrjú ár. „Það er ekkert nýtt að búa til skart með orkeringu og þess vegna skipti mig máli að gera þetta að mínu. Ég er gamall skáti og kannski þess vegna fór ég að leika mér með kaðla og hnúta og blanda því saman við orkeringu," útskýrir hún. Bergdís lauk sveinsprófi í kjólasaumi frá Iðnskólanum árið 2007 og nemur nú fatahönnun við Universität der Künste í Berlín. Hún segir Berlín hafa orðið fyrir valinu því hún vildi upplifa eitthvað nýtt og spennandi. „Ég ólst upp í Noregi og vildi því ekki læra á Norðurlöndunum. Ég vildi eitthvað nýtt." Hönnunarnámið fer allt fram á þýsku og viðurkennir Bergdís að það hafi gengið brösuglega til að byrja með. „Ég hef fengið að gera sum verkefnin á ensku ef ég bið sérstaklega um það. Annars er ótrúlegt hvað Þjóðverjar eru þolinmóðir gagnvart útlendingum, þeir eru alltaf tilbúnir til að hlusta á mann og það er mikill kostur." Hún ætlar að dvelja áfram úti í Berlín að námi loknu og þróa skartgripalínuna enn frekar. „Ég ætla að halda áfram að þróa línuna og jafnvel bæta við töskum. Þessa stundina hef ég mestan áhuga á fylgihlutum," segir hún að lokum.Hér má nálgast Facebook-síðiu hennar - sm Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
„Amma hélt að þetta væri eitthvað fyrir mig og fékk vinkonu sína til að kenna mér tökin. Ég hef síðan notað netið og bækur til að auka við þekkinguna mína. Mér fannst orkering strax mjög skemmtileg iðja þó að það hafi tekið mig hálft ár að ná góðum tökum á þessu. Amma hafði því rétt fyrir sér," segir Bergdís Inga Brynjarsdóttir, sem hannar skart undir heitinu Dís by Bergdís. Aðferðin sem Bergdís notar við skartgripagerðina er á mörkum þess að vera orkering og hnútar. Hún hefur þróað aðferðina sjálf síðustu þrjú ár. „Það er ekkert nýtt að búa til skart með orkeringu og þess vegna skipti mig máli að gera þetta að mínu. Ég er gamall skáti og kannski þess vegna fór ég að leika mér með kaðla og hnúta og blanda því saman við orkeringu," útskýrir hún. Bergdís lauk sveinsprófi í kjólasaumi frá Iðnskólanum árið 2007 og nemur nú fatahönnun við Universität der Künste í Berlín. Hún segir Berlín hafa orðið fyrir valinu því hún vildi upplifa eitthvað nýtt og spennandi. „Ég ólst upp í Noregi og vildi því ekki læra á Norðurlöndunum. Ég vildi eitthvað nýtt." Hönnunarnámið fer allt fram á þýsku og viðurkennir Bergdís að það hafi gengið brösuglega til að byrja með. „Ég hef fengið að gera sum verkefnin á ensku ef ég bið sérstaklega um það. Annars er ótrúlegt hvað Þjóðverjar eru þolinmóðir gagnvart útlendingum, þeir eru alltaf tilbúnir til að hlusta á mann og það er mikill kostur." Hún ætlar að dvelja áfram úti í Berlín að námi loknu og þróa skartgripalínuna enn frekar. „Ég ætla að halda áfram að þróa línuna og jafnvel bæta við töskum. Þessa stundina hef ég mestan áhuga á fylgihlutum," segir hún að lokum.Hér má nálgast Facebook-síðiu hennar - sm
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira