Lífið

Snið sem aldrei fer úr tísku

Cristóbal Balenciaga þótti sérlega framsækinn hönnuður og fór sínar eigin leiðir í sniðagerð. Í upphafi sjötta áratugarins hannaði hann kjól sem kallaður var „The tunic dress“ og var hann með breiðum öxlum og víður í mittið, en slíkt snið var hvergi sjáanlegt á þeim tíma. Kjóllinn veitt öðrum hönnuðum innblástur og úr varð hið vinsæla „Baby-doll“-snið. Stuttu síðar hannaði Balenciaga blöðrupilsið og „Cocoon“-kápuna, sem hlaut nafngiftina vegna þess að yfirhöfnin var þægileg og alltumlykjandi líkt og lirfuhýði. „Cocoon“-kápan hefur nú gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og hafa hönnunarhús á borð við Isabel Marant, Marc Jacobs og Haider Ackermann meðal annars sótt innblástur sinn til hennar undanfarin ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.