Lífið

Myndbandið burt

Mindy McCready naut töluverðra vinsælda í Bandaríkjunum.
Mindy McCready naut töluverðra vinsælda í Bandaríkjunum.
Kynlífsmyndbandi með kántrísöngkonunni Mindy McCready hefur verið kippt úr dreifingu í kjölfar þess að hún framdi sjálfsvíg fyrir tveimur vikum.

Myndbandið var gefið út árið 2010 og sýnir McCready og þáverandi unnusta hennar í ástaratlotum. Í myndbandinu, sem kallast „Baseball mistress“ eða „Hafnaboltahjákonan“, ræðir söngkonan einnig um meint ástarsamband sitt við hafnaboltaleikmanninn Roger Clemens sem var giftur á þeim tíma.

McCready hélt því ávallt fram að hún hefði aldrei gefið leyfi fyrir útgáfu myndbandsins en samkvæmt talsmanni fyrirtækisins sem gaf myndbandið út stendur ekki til að framleiða fleiri eintök af því. Talsmaðurinn segir þó erfiðara að stjórna dreifingu myndbandsins á netinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.