Kettir eiga stóran sess í hjörtum fólks Sara McMahon skrifar 28. febrúar 2013 08:00 Friðrik J. Martell og eiginkona hans, Sólrún Gunnarsdóttir, starfrækja síðuna Kattavaktina á Facebook. Þangað getur fólk leitað hafi það týnt ketti sínum. fréttablaðið/valli Friðrik J. Martell sálfræðinemi og eiginkona hans, Sólrún Gunnarsdóttir fiðluleikari, standa að baki síðunni Kattavaktin sem er á samskiptamiðlinum Facebook. Síðan telur 525 meðlimi og er markmið hennar að deila upplýsingum um týnda ketti. Friðrik og Sólrún eru búsett í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem mikið er um ketti. „Raunin er sú að kettir eiga mjög stóran sess í hjörtum margra og í hverfi eins og Vesturbænum er mikið af fólki sem þekkir nágrannakettina vel. Okkur datt í hug hvort það væri ekki sniðugt að virkja þetta fólk í leitinni að týndum köttum," útskýrir Friðrik þegar hann er inntur eftir því hver hvatinn hafi verið að baki stofnun síðunnar. Hann segir fólk duglegt að fylgjast með færslum inni á síðunni og veit til þess að einn köttur hafi skilað sér heim vegna hennar. „Fólk er mjög duglegt að fylgjast með og nú er til dæmis verið að skipuleggja leit að einum ketti sem hvarf úr hverfinu. Sá hefur verið týndur í um tvær vikur og nýverið bárust fréttir af honum í slæmu ástandi við Eiðistorg. Við hjónin erum ekki bílandi þannig við nýtum gjarnan göngutúrana okkar í að svipast um eftir týndum köttum." Hjónin eiga sjálf tvo ketti; kettlinginn Bilbó og hinn sjö ára gamla Svein. Báðir kettirnir eru innikettir en að sögn Friðriks slapp Sveinn eitt sinn út skömmu eftir að þau höfðu tekið hann að sér. „Við könnumst við áhyggjurnar sem fylgja því að týna ketti. Þeir eru mikilvægir fjölskyldumeðlimir og margir upplifa tilfinningalega krísu þegar kettirnir týnast. Sérstaklega þegar fólk veit ekki hvað varð um dýrin og skilur ekkert í því af hverju þeir birtast ekki á síðu Kattholts eða hjá Lögreglunni þrátt fyrir að vera örmerktir." Áður en Friðrik hóf nám í sálfræði nam hann mannfræði við Háskóla Íslands. Hann viðurkennir að þessi sterku tengsl sem fólk myndar við dýrin sín veki áhuga hans. „Ég er nú ekki kominn nógu langt í sálfræðináminu til að rannsaka þetta efni en þetta tengist áhugasviðinu," segir hann að lokum. Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira
Friðrik J. Martell sálfræðinemi og eiginkona hans, Sólrún Gunnarsdóttir fiðluleikari, standa að baki síðunni Kattavaktin sem er á samskiptamiðlinum Facebook. Síðan telur 525 meðlimi og er markmið hennar að deila upplýsingum um týnda ketti. Friðrik og Sólrún eru búsett í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem mikið er um ketti. „Raunin er sú að kettir eiga mjög stóran sess í hjörtum margra og í hverfi eins og Vesturbænum er mikið af fólki sem þekkir nágrannakettina vel. Okkur datt í hug hvort það væri ekki sniðugt að virkja þetta fólk í leitinni að týndum köttum," útskýrir Friðrik þegar hann er inntur eftir því hver hvatinn hafi verið að baki stofnun síðunnar. Hann segir fólk duglegt að fylgjast með færslum inni á síðunni og veit til þess að einn köttur hafi skilað sér heim vegna hennar. „Fólk er mjög duglegt að fylgjast með og nú er til dæmis verið að skipuleggja leit að einum ketti sem hvarf úr hverfinu. Sá hefur verið týndur í um tvær vikur og nýverið bárust fréttir af honum í slæmu ástandi við Eiðistorg. Við hjónin erum ekki bílandi þannig við nýtum gjarnan göngutúrana okkar í að svipast um eftir týndum köttum." Hjónin eiga sjálf tvo ketti; kettlinginn Bilbó og hinn sjö ára gamla Svein. Báðir kettirnir eru innikettir en að sögn Friðriks slapp Sveinn eitt sinn út skömmu eftir að þau höfðu tekið hann að sér. „Við könnumst við áhyggjurnar sem fylgja því að týna ketti. Þeir eru mikilvægir fjölskyldumeðlimir og margir upplifa tilfinningalega krísu þegar kettirnir týnast. Sérstaklega þegar fólk veit ekki hvað varð um dýrin og skilur ekkert í því af hverju þeir birtast ekki á síðu Kattholts eða hjá Lögreglunni þrátt fyrir að vera örmerktir." Áður en Friðrik hóf nám í sálfræði nam hann mannfræði við Háskóla Íslands. Hann viðurkennir að þessi sterku tengsl sem fólk myndar við dýrin sín veki áhuga hans. „Ég er nú ekki kominn nógu langt í sálfræðináminu til að rannsaka þetta efni en þetta tengist áhugasviðinu," segir hann að lokum.
Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira