Lífið

Argo aftur í bíóhúsin

Ben Affleck fer með aðalhlutverkið í Argo, leikstýrir henni og framleiðir hana.
Ben Affleck fer með aðalhlutverkið í Argo, leikstýrir henni og framleiðir hana.
Stórmyndin Argo hlaut þrenn verðlaun á Óskarsverðlaunahátíðinni síðastliðið sunnudagskvöld, þar á meðal sem besta myndin. Í tilefni af því tóku Sambíóin myndina aftur til sýninga í bíóhúsum sínum síðastliðinn mánudag og verður hægt að sjá hana á hvíta tjaldinu í takmarkaðan tíma.

Myndin, sem var frumsýnd hér á landi 9. nóvember síðastliðinn, er byggð á sannri sögu og segir frá því þegar íranskir uppreisnarmenn hertóku bandaríska sendiráðið í Teheran þann 4. nóvember árið 1979. Það er Ben Affleck sem fer með aðalhlutverkið í myndinni auk þess sem hann leikstýrir henni og framleiðir hana, en athygli vakti að hann hlaut ekki tilnefningu til Óskarsins fyrir leikstjórnina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.