Sársauki – ekkert til að tala um Silja Ástþórsdóttir skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Löng tímabil í lífi mínu hef ég verið kvalin öllum stundum sólarhringsins, alla daga mánaðarins svo mánuðum skiptir. Það hefur liðið yfir mig af kvölum oftar en ég hef tölu á. Ég hef grátið af kvölum. Verið sljó af verkjalyfjum en samt grátið af kvölum. Misst svefn vegna verkja. Verið send á bráðamóttökuna með sjúkrabíl. Í mínu tilviki er þetta birtingarmynd þess að vera með fjórða stigs endómetríósu (legslímuflakk).Fjölskyldusjúkdómur Endómetríósa getur verið mjög kvalafullur sjúkdómur og þar að auki getur gríðarleg andleg þreyta fylgt því að glíma við krónískan sjúkdóm. Endómetríósa hefur ekki bara áhrif á líf konunnar sem um ræðir heldur alla fjölskylduna. Því fylgir annars konar sársauki að fylgja konu sinni vanmáttugur í gegnum hvert verkjakastið á fætur öðru eða í gegnum enn eina misheppnaða glasafrjóvgunina. Því fylgir sársauki að horfa upp á dóttur sína, sem strangt til tekið er í blóma lífsins, kveljast, draga sig í hlé frá lífinu, missa af tækifærum. Börnin sem lána mömmu besta bangsa þegar henni er aftur „illt í mallanum“ skynja líka þennan sársauka og læra að lifa með honum.Ófrjósemi Um 40% kvenna með endómetríósu glíma við van- eða ófrjósemi. Flestar þeirra ná sem betur fer að eignast börn með hjálp lyfja og/eða tæknifrjóvgana. Ófrjósemi snertir einnig alla fjölskylduna, foreldrana sem aldrei verða afar og ömmur eða systkin sem fá samviskubit er þau gleðjast yfir eigin barnaláni.Skilningsleysi Það sem gerir endómetríósu jafn erfiða viðfangs og raun ber vitni er að sjúkdómurinn er krónískur, við honum er engin lækning og greiningartími er langur. Þar að auki mætir konum með endómetríósu gjarnan skilningsleysi því hvernig á fólk að skilja að kona geti kvalist svona gríðarlega á blæðingum sem eru, þegar upp er staðið, einn eðlilegasti hlutur í heiminum? Í samfélagi þar sem gjarnan er talið „eðlilegt“ að konur fái slæma tíðaverki getur verið erfitt að gera sig trúanlegan og margar konur velja því að ræða ekki einkenni sín og kveljast heldur í hljóði.Trúið okkur Þeir eru margir sem þurfa að glíma við sjúkdóma einhvern tímann á lífsleiðinni eða lifa í sársauka en við sem samfélag erum lítið fyrir það að ræða slíkt. Skiljanlega, það gerir engum gott að velta sér upp úr erfiðleikunum og það vill heldur enginn vera fýlupúkinn sem dregur alla niður. En stundum getur verið fín lína á milli kröfu samfélagsins um jákvæðni yfir í fordóma og neikvæðni í garð hins veika. Kona sem finnur sig knúna til að ræða jafn persónulegt mál og blæðingar er orðin mjög þjáð. Tölum því saman opnum huga, hlustið og trúið okkur!Greining mikilvæg Talið er að 5-10% kvenna hafi endómetríósu og áætlaður fjöldi kvenna með sjúkdóminn í heiminum er 176 milljónir. Sjúkdómnum er skipt í fjögur stig eftir alvarleika. Í vægum tilfellum finna konur engin einkenni sjúkdómsins en aðrar búa við krónískar kvalir með mikilli skerðingu lífsgæða. Meðalgreiningartími endómetríósu á Íslandi er talinn vera 6-10 ár. Helstu meðferðarleiðir eru skurðaðgerðir og hormónagjöf og gefa þær sem betur fer yfirleitt góða raun. Mikilvægt er að greina sjúkdóminn fljótt til að bæta lífsgæði og fyrirbyggja skemmdir á líffærum. Á morgun hefst Vika endómetríósu á Íslandi og stendur hún yfir 1.-7. mars. Guli dagurinn, dagur endómetríósu, er einnig haldinn hátíðlegur á morgun víða um heim og er fólk hvatt til að sýna konum með endómetríósu stuðning og klæðast einhverju gulu. Á facebook.com/endometriosa og endo.is má finna upplýsingar um sjúkdóminn og starf samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Löng tímabil í lífi mínu hef ég verið kvalin öllum stundum sólarhringsins, alla daga mánaðarins svo mánuðum skiptir. Það hefur liðið yfir mig af kvölum oftar en ég hef tölu á. Ég hef grátið af kvölum. Verið sljó af verkjalyfjum en samt grátið af kvölum. Misst svefn vegna verkja. Verið send á bráðamóttökuna með sjúkrabíl. Í mínu tilviki er þetta birtingarmynd þess að vera með fjórða stigs endómetríósu (legslímuflakk).Fjölskyldusjúkdómur Endómetríósa getur verið mjög kvalafullur sjúkdómur og þar að auki getur gríðarleg andleg þreyta fylgt því að glíma við krónískan sjúkdóm. Endómetríósa hefur ekki bara áhrif á líf konunnar sem um ræðir heldur alla fjölskylduna. Því fylgir annars konar sársauki að fylgja konu sinni vanmáttugur í gegnum hvert verkjakastið á fætur öðru eða í gegnum enn eina misheppnaða glasafrjóvgunina. Því fylgir sársauki að horfa upp á dóttur sína, sem strangt til tekið er í blóma lífsins, kveljast, draga sig í hlé frá lífinu, missa af tækifærum. Börnin sem lána mömmu besta bangsa þegar henni er aftur „illt í mallanum“ skynja líka þennan sársauka og læra að lifa með honum.Ófrjósemi Um 40% kvenna með endómetríósu glíma við van- eða ófrjósemi. Flestar þeirra ná sem betur fer að eignast börn með hjálp lyfja og/eða tæknifrjóvgana. Ófrjósemi snertir einnig alla fjölskylduna, foreldrana sem aldrei verða afar og ömmur eða systkin sem fá samviskubit er þau gleðjast yfir eigin barnaláni.Skilningsleysi Það sem gerir endómetríósu jafn erfiða viðfangs og raun ber vitni er að sjúkdómurinn er krónískur, við honum er engin lækning og greiningartími er langur. Þar að auki mætir konum með endómetríósu gjarnan skilningsleysi því hvernig á fólk að skilja að kona geti kvalist svona gríðarlega á blæðingum sem eru, þegar upp er staðið, einn eðlilegasti hlutur í heiminum? Í samfélagi þar sem gjarnan er talið „eðlilegt“ að konur fái slæma tíðaverki getur verið erfitt að gera sig trúanlegan og margar konur velja því að ræða ekki einkenni sín og kveljast heldur í hljóði.Trúið okkur Þeir eru margir sem þurfa að glíma við sjúkdóma einhvern tímann á lífsleiðinni eða lifa í sársauka en við sem samfélag erum lítið fyrir það að ræða slíkt. Skiljanlega, það gerir engum gott að velta sér upp úr erfiðleikunum og það vill heldur enginn vera fýlupúkinn sem dregur alla niður. En stundum getur verið fín lína á milli kröfu samfélagsins um jákvæðni yfir í fordóma og neikvæðni í garð hins veika. Kona sem finnur sig knúna til að ræða jafn persónulegt mál og blæðingar er orðin mjög þjáð. Tölum því saman opnum huga, hlustið og trúið okkur!Greining mikilvæg Talið er að 5-10% kvenna hafi endómetríósu og áætlaður fjöldi kvenna með sjúkdóminn í heiminum er 176 milljónir. Sjúkdómnum er skipt í fjögur stig eftir alvarleika. Í vægum tilfellum finna konur engin einkenni sjúkdómsins en aðrar búa við krónískar kvalir með mikilli skerðingu lífsgæða. Meðalgreiningartími endómetríósu á Íslandi er talinn vera 6-10 ár. Helstu meðferðarleiðir eru skurðaðgerðir og hormónagjöf og gefa þær sem betur fer yfirleitt góða raun. Mikilvægt er að greina sjúkdóminn fljótt til að bæta lífsgæði og fyrirbyggja skemmdir á líffærum. Á morgun hefst Vika endómetríósu á Íslandi og stendur hún yfir 1.-7. mars. Guli dagurinn, dagur endómetríósu, er einnig haldinn hátíðlegur á morgun víða um heim og er fólk hvatt til að sýna konum með endómetríósu stuðning og klæðast einhverju gulu. Á facebook.com/endometriosa og endo.is má finna upplýsingar um sjúkdóminn og starf samtakanna.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun