Opinber stuðningur við vísindi og fræði Davíð Ólafsson skrifar 31. janúar 2013 06:00 Hinn 10. janúar sl. stofnaði Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Starfslaunasjóð sjálfstætt starfandi fræðimanna. Sjóðurinn byggir á Launasjóði fræðirithöfunda sem var lagður niður en tekur jafnframt mið af starfslaunasjóðum þeim sem heyra undir stjórn listamannalauna. Jafnhliða nafna- og skipulagsbreytingum hefur sjóðurinn verið efldur talsvert og starfsvið hans víkkað. (http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/7321). ReykjavíkurAkademían mun samkvæmt reglum sjóðsins tilnefna einn af þremur mönnum í stjórn sjóðsins ásamt fulltrúa Hagþenkis og formanni sem skipaður er af ráðherra án tilnefningar og hefur þannig aðkomu að þróun og mótun hans við þessar breytingar. Jafnframt því að þessum breytingum er fagnað vilja stjórnir RA ítreka þá kröfu að efling og nafnabreyting á Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna verði í engu til að draga úr aðgengi vísinda- og fræðifólks sem starfar utan háskóla og rannsóknarstofnana á þeirra vegum til að sækja um styrki í samkeppnissjóði Rannsóknasjóðs. Aðrar jákvæðar fréttir af sviði opinberrar fjármögnunar vísinda og fræða eru stóraukið framlag ríkisins til Rannsóknasjóðs í fjárlögum ársins 2013. Þar með hækkar framlag úr ríkissjóði um rúmlega 500 m.kr. frá fjárlögum síðastliðins árs. Það er sérstakt fagnaðarefni að ríkisvaldið skuli leggja ríka áherslu á rannsóknir og vísindastörf í Fjárfestingaáætlun sinni fyrir Ísland (2013–2015) sem hefur það að markmiði að styðja við hagvöxt og fjölbreytni í atvinnulífi í nýrri sókn fram á veginn eftir hrunið. Myndarleg efling sjóðsins er löngu tímabær í ljósi gífurlegrar fjölgunar langskólagengins fólks á Íslandi og eflingar háskólastigsins á síðustu árum. Mikilvægt er að þeir sem sótt hafa sér framhaldsmenntun í ólíkum fræðigreinum innan lands og utan fái tækifæri til að vinna að rannsóknum og vísindastörfum, hvort sem þeir starfa innan háskóla, formlegra rannsóknastofnana, fræðasetra eða á eigin vegum. Viðurkennd og árangursrík leið til þess eru úthlutanir rannsókna- og verkefnastyrkja úr samkeppnissjóðum að undangengnu jafningjamati. Mikilvægt er að halda því til haga að starfslaunasjóðir og rannsóknasjóðir eins og þeir birtast í lögum og reglum eru í öllum grundvallaratriðum ólíkir sjóðir, ekki síst hvað varðar lengd fjármögnunar og upphæð starfslauna. Því leggja stjórnirnar áherslu á að ekki megi blanda hlutverkum þeirra saman. Rannsóknir og rannsóknanám ReykjavíkurAkademían hefur á undanförnum árum haft vaxandi áhyggjur af þeirri þróun úthlutana úr opinberum rannsóknasjóðum að aukinn hluti rannsóknafjár renni til doktorsnema við innlenda háskóla fyrir milligöngu fastráðinna starfsmanna þeirra sem eru verkefnisstjórar. Þessi þróun var m.a. staðfest í athugasemdum með breytingu á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir sem samþykktar voru á Alþingi fyrir áramót en þar segir: „Vert er að geta þess að úthlutanir úr Rannsóknasjóði fara að mestum hluta til að greiða laun og langstærstur hluti þeirra sem þiggja laun úr verkefnum sem styrkt eru af Rannsóknasjóði eru nemendur í rannsóknartengdu framhaldsnámi.“ (Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003 sem lagt fyrir Alþingi á 141. löggjafarþingi 2012–2013. Athugasemdir við lagafrumvarp þetta. III. Meginefni frumvarpsins.) Hins vegar eru umsóknir um rannsóknastyrkina að miklu leyti metnar út frá hæfni, reynslu og aðstöðu verkefnisstjóra (sem oftast er jafnframt leiðbeinandi nemandans) fremur en nemandans sjálfs sem mun sinna rannsókninni. Þetta stangast á við þann tilgang Rannsóknasjóðs að styrkja „skilgreind rannsóknarverkefni einstaklinga, rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja“ og veita styrki „á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna, færni þeirra einstaklinga sem stunda rannsóknirnar og aðstöðu þeirra til að sinna verkefninu.“ (Lög um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003 með breytingum 22. des. 2012, 2. gr. Leturbreyting RA). Þessi skipan skapar þannig mikið misgengi þegar velja skal milli verkefna sem annars vegar eru unnin af sjálfstætt starfandi fræðifólki með doktorspróf og reynslu af vísindarannsóknum og hins vegar af nemum í framhaldsnámi sem njóta atbeina öflugs vísindafólks og allrar þeirra fræðilegu og stofnanalegu umgjörðar sem þeim fylgir. Eitt helsta inntak breytinga sem samþykktar voru á Lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir í lok liðins árs var sameining Rannsóknasjóðs og Rannsóknarnámssjóðs undir nafni Rannsóknasjóðs. Munurinn á þessum tveimur sjóðum var sá að í Rannsóknarnámssjóð sóttu nemendur um í eigin nafni, en í Rannsóknasjóð eru þeir ráðnir af verkefnistjórum til að vinna ákveðin verkefni sem leiða oft til prófgráðu. Með þessum breytingum er stefnt að því fá betri yfirsýn yfir úthlutanir styrkja til nemenda í rannsóknartengdu framhaldsnámi auk þess að efla faglegt mat umsókna til rannsóknartengds framhaldsnáms. Ekki er annað séð en að þessar breytingar séu til góðs og í orðanna hljóðan til þess fallnar að styrkja faglegt ferli úthlutunar á opinberu rannsóknarfé. Hins vegar varar ReykjavíkurAkademían við að sú þróun verði raungerð og lögfest að Rannsóknasjóður fjármagni fyrst og fremst rannsóknastarf innan háskóla og háskólastofnana sem þegar njóta rannsóknafjár úr öðrum áttum á kostnað sjálfstætt starfandi fræðifólks; einstaklinga og rannsóknahópa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hinn 10. janúar sl. stofnaði Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Starfslaunasjóð sjálfstætt starfandi fræðimanna. Sjóðurinn byggir á Launasjóði fræðirithöfunda sem var lagður niður en tekur jafnframt mið af starfslaunasjóðum þeim sem heyra undir stjórn listamannalauna. Jafnhliða nafna- og skipulagsbreytingum hefur sjóðurinn verið efldur talsvert og starfsvið hans víkkað. (http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/7321). ReykjavíkurAkademían mun samkvæmt reglum sjóðsins tilnefna einn af þremur mönnum í stjórn sjóðsins ásamt fulltrúa Hagþenkis og formanni sem skipaður er af ráðherra án tilnefningar og hefur þannig aðkomu að þróun og mótun hans við þessar breytingar. Jafnframt því að þessum breytingum er fagnað vilja stjórnir RA ítreka þá kröfu að efling og nafnabreyting á Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna verði í engu til að draga úr aðgengi vísinda- og fræðifólks sem starfar utan háskóla og rannsóknarstofnana á þeirra vegum til að sækja um styrki í samkeppnissjóði Rannsóknasjóðs. Aðrar jákvæðar fréttir af sviði opinberrar fjármögnunar vísinda og fræða eru stóraukið framlag ríkisins til Rannsóknasjóðs í fjárlögum ársins 2013. Þar með hækkar framlag úr ríkissjóði um rúmlega 500 m.kr. frá fjárlögum síðastliðins árs. Það er sérstakt fagnaðarefni að ríkisvaldið skuli leggja ríka áherslu á rannsóknir og vísindastörf í Fjárfestingaáætlun sinni fyrir Ísland (2013–2015) sem hefur það að markmiði að styðja við hagvöxt og fjölbreytni í atvinnulífi í nýrri sókn fram á veginn eftir hrunið. Myndarleg efling sjóðsins er löngu tímabær í ljósi gífurlegrar fjölgunar langskólagengins fólks á Íslandi og eflingar háskólastigsins á síðustu árum. Mikilvægt er að þeir sem sótt hafa sér framhaldsmenntun í ólíkum fræðigreinum innan lands og utan fái tækifæri til að vinna að rannsóknum og vísindastörfum, hvort sem þeir starfa innan háskóla, formlegra rannsóknastofnana, fræðasetra eða á eigin vegum. Viðurkennd og árangursrík leið til þess eru úthlutanir rannsókna- og verkefnastyrkja úr samkeppnissjóðum að undangengnu jafningjamati. Mikilvægt er að halda því til haga að starfslaunasjóðir og rannsóknasjóðir eins og þeir birtast í lögum og reglum eru í öllum grundvallaratriðum ólíkir sjóðir, ekki síst hvað varðar lengd fjármögnunar og upphæð starfslauna. Því leggja stjórnirnar áherslu á að ekki megi blanda hlutverkum þeirra saman. Rannsóknir og rannsóknanám ReykjavíkurAkademían hefur á undanförnum árum haft vaxandi áhyggjur af þeirri þróun úthlutana úr opinberum rannsóknasjóðum að aukinn hluti rannsóknafjár renni til doktorsnema við innlenda háskóla fyrir milligöngu fastráðinna starfsmanna þeirra sem eru verkefnisstjórar. Þessi þróun var m.a. staðfest í athugasemdum með breytingu á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir sem samþykktar voru á Alþingi fyrir áramót en þar segir: „Vert er að geta þess að úthlutanir úr Rannsóknasjóði fara að mestum hluta til að greiða laun og langstærstur hluti þeirra sem þiggja laun úr verkefnum sem styrkt eru af Rannsóknasjóði eru nemendur í rannsóknartengdu framhaldsnámi.“ (Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003 sem lagt fyrir Alþingi á 141. löggjafarþingi 2012–2013. Athugasemdir við lagafrumvarp þetta. III. Meginefni frumvarpsins.) Hins vegar eru umsóknir um rannsóknastyrkina að miklu leyti metnar út frá hæfni, reynslu og aðstöðu verkefnisstjóra (sem oftast er jafnframt leiðbeinandi nemandans) fremur en nemandans sjálfs sem mun sinna rannsókninni. Þetta stangast á við þann tilgang Rannsóknasjóðs að styrkja „skilgreind rannsóknarverkefni einstaklinga, rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja“ og veita styrki „á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna, færni þeirra einstaklinga sem stunda rannsóknirnar og aðstöðu þeirra til að sinna verkefninu.“ (Lög um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003 með breytingum 22. des. 2012, 2. gr. Leturbreyting RA). Þessi skipan skapar þannig mikið misgengi þegar velja skal milli verkefna sem annars vegar eru unnin af sjálfstætt starfandi fræðifólki með doktorspróf og reynslu af vísindarannsóknum og hins vegar af nemum í framhaldsnámi sem njóta atbeina öflugs vísindafólks og allrar þeirra fræðilegu og stofnanalegu umgjörðar sem þeim fylgir. Eitt helsta inntak breytinga sem samþykktar voru á Lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir í lok liðins árs var sameining Rannsóknasjóðs og Rannsóknarnámssjóðs undir nafni Rannsóknasjóðs. Munurinn á þessum tveimur sjóðum var sá að í Rannsóknarnámssjóð sóttu nemendur um í eigin nafni, en í Rannsóknasjóð eru þeir ráðnir af verkefnistjórum til að vinna ákveðin verkefni sem leiða oft til prófgráðu. Með þessum breytingum er stefnt að því fá betri yfirsýn yfir úthlutanir styrkja til nemenda í rannsóknartengdu framhaldsnámi auk þess að efla faglegt mat umsókna til rannsóknartengds framhaldsnáms. Ekki er annað séð en að þessar breytingar séu til góðs og í orðanna hljóðan til þess fallnar að styrkja faglegt ferli úthlutunar á opinberu rannsóknarfé. Hins vegar varar ReykjavíkurAkademían við að sú þróun verði raungerð og lögfest að Rannsóknasjóður fjármagni fyrst og fremst rannsóknastarf innan háskóla og háskólastofnana sem þegar njóta rannsóknafjár úr öðrum áttum á kostnað sjálfstætt starfandi fræðifólks; einstaklinga og rannsóknahópa.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun