Um jarmandi rollur í Animal Farm Ellert B. Schram skrifar 31. janúar 2013 06:00 Ég hef aldrei farið dult með það, að vera Evrópusinni. Ég er í hópi þeirra sem vilja að Íslendingar ljúki aðildarviðræðum við Evrópusambandið og síðan verði málið lagt fyrir þjóðina í allsherjaratkvæðagreiðslu. Þetta eru mín viðhorf, enda þótt ég hafi auðvitað þann varnagla á, hvort samningar við EBS séu ásættanlegir fyrir land og þjóð, þegar þar að kemur. Þetta held ég að sé almenn afstaða fylgismanna aðildarviðræðna. Þeir vilja sjá hvað er í pakkanum, áður en þeir gera upp sinn hug. Það er ábyrg og meðvituð afstaða að útiloka ekki aðild að Evrópusambandinu fyrir fram, eins og ástandið er hér á landi um þessar mundir. Þetta hefur lítið eða ekkert með mig sjálfan að gera, úr því sem komið er, hálfáttræðan manninn. Ég er að hugsa um framtíðina, börnin mín og komandi kynslóðir. Nú hef ég enga ástæðu til að gera lítið úr skoðunum þeirra, sem eru andsnúnir aðildarviðræðum. Ég efast ekki um að þeir hafi þá sannfæringu að aðild að ESB sé röng stefna. En mér með öllu óskiljanlegt hvers vegna þeir haga málflutningi sínum á þann hátt sem gert er. Sá málflutningur gengur því miður út á það, að röksemdir aðildar séu eingöngu innantóm slagorð. Aðferðin sé sú, segja þeir, að „pikka upp línuna, éta þau upp og jarma, hvert eftir öðru, fáránleg, órökstudd slagorð sem helst minna á rollurnar í Animal Farm“. Hvort sem það er á Evrópuvaktinni, Morgunblaðinu, AMX eða INN, þá er sífellt og stöðugt verið að atyrða það fólk og þau samtök, sem vilja fara samningaleiðina til enda. Fólk er sakað um landráð og undirmál, svik við fullveldið. Eða eitthvað þaðan af verra.Snjóhengja Hvers vegna eru til stjórnmálamenn og kjósendur á Íslandi, sem vilja ljúka aðildarviðræðum? Um þessar mundir, eins og gerst hefur í áratugi, hefur íslenska krónan fallið jafnt og þétt og leitt til rýrnunar kaupmáttar hins almenna launþega. Um þessar mundir eins og svo oft áður hefur verðtrygging krónunnar bitnað á skuldugum fjölskyldum sem engu gátu ráðið um bankahrun og fjármálakreppu. Um þessar mundir standa menn ráðþrota gagnvart snjóhengju, sem vofir yfir vegna inneigna erlendra fjárfesta, sem vilja ná peningunum sínum út úr frosnu fjármálakerfi. Um þessar mundir fækkar þeim erlendu aðilum, sem hafa áhuga á að fjárfesta í okkar litla landi, af því óvissan er svo mikil. Um þessar mundir, eins og reyndar allt mitt líf, erum við með gjaldmiðil sem er hvergi í heiminum gjaldgengur. Þetta er staðan á Íslandi í dag og það eru ómaklegar ásakanir að ein leiðin út úr þessum ógöngum, kannske sú einasta, sé sprottin af auðmýkt gagnvart Evrópu eða þetta sé atlaga að fullveldinu. Á viðreisnarárunum gengu Íslendingar í EFTA, tollabandalag Evrópuríkja. Á síðasta áratug liðinnar aldar gengu Íslendingar í Evrópska efnahagssvæðið. Í framhaldinu ákváðum við að taka upp Schengen-samkomulagið. Allt hefur þetta verið gert án þess að Íslendingar hafi misst forræði á sínum málum. Við höfum kallað þessa samninga yfir okkur og lifað með þeim, án þess að farga fullveldi og sjálfstæði, hvort heldur að mati þjóðar eða þings. Það er lágkúrulegur málstaður að gera öðrum upp svik og landráð eða annarleg óþjóðleg viðhorf, þótt sitt sýnist hverjum. Við erum öll heiðarlegir Íslendingar, sem vilja að Íslandi vegni vel. Það hefur enginn efni á því að uppnefna samlanda sína, með því að líkja þeim við jarmandi rollur í Animal Farm. Hættum þessu ómerkilega orðaskaki og tölum saman af raunsæi og virðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef aldrei farið dult með það, að vera Evrópusinni. Ég er í hópi þeirra sem vilja að Íslendingar ljúki aðildarviðræðum við Evrópusambandið og síðan verði málið lagt fyrir þjóðina í allsherjaratkvæðagreiðslu. Þetta eru mín viðhorf, enda þótt ég hafi auðvitað þann varnagla á, hvort samningar við EBS séu ásættanlegir fyrir land og þjóð, þegar þar að kemur. Þetta held ég að sé almenn afstaða fylgismanna aðildarviðræðna. Þeir vilja sjá hvað er í pakkanum, áður en þeir gera upp sinn hug. Það er ábyrg og meðvituð afstaða að útiloka ekki aðild að Evrópusambandinu fyrir fram, eins og ástandið er hér á landi um þessar mundir. Þetta hefur lítið eða ekkert með mig sjálfan að gera, úr því sem komið er, hálfáttræðan manninn. Ég er að hugsa um framtíðina, börnin mín og komandi kynslóðir. Nú hef ég enga ástæðu til að gera lítið úr skoðunum þeirra, sem eru andsnúnir aðildarviðræðum. Ég efast ekki um að þeir hafi þá sannfæringu að aðild að ESB sé röng stefna. En mér með öllu óskiljanlegt hvers vegna þeir haga málflutningi sínum á þann hátt sem gert er. Sá málflutningur gengur því miður út á það, að röksemdir aðildar séu eingöngu innantóm slagorð. Aðferðin sé sú, segja þeir, að „pikka upp línuna, éta þau upp og jarma, hvert eftir öðru, fáránleg, órökstudd slagorð sem helst minna á rollurnar í Animal Farm“. Hvort sem það er á Evrópuvaktinni, Morgunblaðinu, AMX eða INN, þá er sífellt og stöðugt verið að atyrða það fólk og þau samtök, sem vilja fara samningaleiðina til enda. Fólk er sakað um landráð og undirmál, svik við fullveldið. Eða eitthvað þaðan af verra.Snjóhengja Hvers vegna eru til stjórnmálamenn og kjósendur á Íslandi, sem vilja ljúka aðildarviðræðum? Um þessar mundir, eins og gerst hefur í áratugi, hefur íslenska krónan fallið jafnt og þétt og leitt til rýrnunar kaupmáttar hins almenna launþega. Um þessar mundir eins og svo oft áður hefur verðtrygging krónunnar bitnað á skuldugum fjölskyldum sem engu gátu ráðið um bankahrun og fjármálakreppu. Um þessar mundir standa menn ráðþrota gagnvart snjóhengju, sem vofir yfir vegna inneigna erlendra fjárfesta, sem vilja ná peningunum sínum út úr frosnu fjármálakerfi. Um þessar mundir fækkar þeim erlendu aðilum, sem hafa áhuga á að fjárfesta í okkar litla landi, af því óvissan er svo mikil. Um þessar mundir, eins og reyndar allt mitt líf, erum við með gjaldmiðil sem er hvergi í heiminum gjaldgengur. Þetta er staðan á Íslandi í dag og það eru ómaklegar ásakanir að ein leiðin út úr þessum ógöngum, kannske sú einasta, sé sprottin af auðmýkt gagnvart Evrópu eða þetta sé atlaga að fullveldinu. Á viðreisnarárunum gengu Íslendingar í EFTA, tollabandalag Evrópuríkja. Á síðasta áratug liðinnar aldar gengu Íslendingar í Evrópska efnahagssvæðið. Í framhaldinu ákváðum við að taka upp Schengen-samkomulagið. Allt hefur þetta verið gert án þess að Íslendingar hafi misst forræði á sínum málum. Við höfum kallað þessa samninga yfir okkur og lifað með þeim, án þess að farga fullveldi og sjálfstæði, hvort heldur að mati þjóðar eða þings. Það er lágkúrulegur málstaður að gera öðrum upp svik og landráð eða annarleg óþjóðleg viðhorf, þótt sitt sýnist hverjum. Við erum öll heiðarlegir Íslendingar, sem vilja að Íslandi vegni vel. Það hefur enginn efni á því að uppnefna samlanda sína, með því að líkja þeim við jarmandi rollur í Animal Farm. Hættum þessu ómerkilega orðaskaki og tölum saman af raunsæi og virðingu.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun