Píratar á Íslandi Einar Valur Ingimundarson skrifar 25. janúar 2013 06:00 Skrítið. Hafa þeir ekki verið þar í ríflega þúsund ár? Er einhver þörf á nýjum flokki ribbalda á meðal vor, nóg er af þeim fyrir! Stuðningsmenn Pírata í meira en 60 löndum hafa reyndar allt aðrar áherslur en hinir ofvirku forfeður Íslendinga. Píratar hafa sameiginlegar skoðanir og stefnumál sem mótast hafa eftir lýðræðisleg skoðanaskipti og vel upplýsta umræðu á vettvangi netsins heimsálfa á milli. Við trúum því að snúa megi af braut spilltra stjórnmála með frjálsum og óheftum aðgangi fólks með aðstoð tækninnar fyrir opnum tjöldum. Píratar beita sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda. Á Íslandi hefur almenningur orðið fyrir stórfelldum mannréttindabrotum sl. áratug. Þegar mannréttindi ráðast orðið af efnahag er ljóst að okkur hefur borið af réttri leið. Píratar leggja áherslu á friðhelgi einkalífsins, sérstaklega vernd lítilmagnans frá misbeitingu kerfisvaldsins. Umboðsmenn hinna veikari ráða orðið ekkert við verkefni sín. Vanhæfni opinberra embættismanna dregur samfélagið niður. Píratar vilja aukið gegnsæi svo almenningur sé vel upplýstur og þar með hæfari til að taka góðar, lýðræðislegar ákvarðanir. Upplýsingar séu aðgengilegar á netinu og almenningsbókasöfnum. Ábyrgð yfirvalda skal skýrt bundin í landslög. Viðurlög skulu vera skýr við öllum undanbrögðum. Píratar styðja beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt. Draga verður úr miðstýringu valds á öllum sviðum. Lögleiðing nýrrar stjórnarskrár er forgangsmál fyrir íslenska pírata. Píratar virða líf. Þeir styðja friðarhreyfingar. Þeir hafna dauðarefsingu og eyðileggingu umhverfis og náttúru. Við stefnum að sjálfbjarga samfélagi þar sem allir landsmenn eigi sama aðgang að auðlindunum. Píratar viðurkenna ekki einkaleyfi á lífi. Píratar eru félagslyndir og virða mannhelgi. Við viljum koma að því að móta samfélag samstöðu þar sem þeir sterku styðja þá veiku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Skrítið. Hafa þeir ekki verið þar í ríflega þúsund ár? Er einhver þörf á nýjum flokki ribbalda á meðal vor, nóg er af þeim fyrir! Stuðningsmenn Pírata í meira en 60 löndum hafa reyndar allt aðrar áherslur en hinir ofvirku forfeður Íslendinga. Píratar hafa sameiginlegar skoðanir og stefnumál sem mótast hafa eftir lýðræðisleg skoðanaskipti og vel upplýsta umræðu á vettvangi netsins heimsálfa á milli. Við trúum því að snúa megi af braut spilltra stjórnmála með frjálsum og óheftum aðgangi fólks með aðstoð tækninnar fyrir opnum tjöldum. Píratar beita sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda. Á Íslandi hefur almenningur orðið fyrir stórfelldum mannréttindabrotum sl. áratug. Þegar mannréttindi ráðast orðið af efnahag er ljóst að okkur hefur borið af réttri leið. Píratar leggja áherslu á friðhelgi einkalífsins, sérstaklega vernd lítilmagnans frá misbeitingu kerfisvaldsins. Umboðsmenn hinna veikari ráða orðið ekkert við verkefni sín. Vanhæfni opinberra embættismanna dregur samfélagið niður. Píratar vilja aukið gegnsæi svo almenningur sé vel upplýstur og þar með hæfari til að taka góðar, lýðræðislegar ákvarðanir. Upplýsingar séu aðgengilegar á netinu og almenningsbókasöfnum. Ábyrgð yfirvalda skal skýrt bundin í landslög. Viðurlög skulu vera skýr við öllum undanbrögðum. Píratar styðja beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt. Draga verður úr miðstýringu valds á öllum sviðum. Lögleiðing nýrrar stjórnarskrár er forgangsmál fyrir íslenska pírata. Píratar virða líf. Þeir styðja friðarhreyfingar. Þeir hafna dauðarefsingu og eyðileggingu umhverfis og náttúru. Við stefnum að sjálfbjarga samfélagi þar sem allir landsmenn eigi sama aðgang að auðlindunum. Píratar viðurkenna ekki einkaleyfi á lífi. Píratar eru félagslyndir og virða mannhelgi. Við viljum koma að því að móta samfélag samstöðu þar sem þeir sterku styðja þá veiku.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar