Má plata? Guðfríður Lilja Grétarsdóttir skrifar 11. janúar 2013 06:00 „Farðu bara í vinnuna,“ segir tveggja ára dóttir mín með þjósti þegar ég geri eitthvað svo yfirgengilegt á hennar hlut að eiga skilið þyngstu refsingu. Að neita henni um ís er dæmi um framferði móður sem á það eitt skilið að hunskast í vinnuna. Það er snúnara en ég hélt að vera góður uppalandi. Ferlega snúið! Ég ætti að vera svo miklu betri mamma en ég er. Samt er ég virkilega að reyna og sumt tekst ágætlega. Þannig eru börnin mín hjartahlýju dugleg að biðjast fyrirgefningar þegar þau breyta rangt. Þegar stóri bróðir rífur af litlu systur dótið eða litla systir bítur stóra bróður í handlegginn (fast) þá endar senan jafnan með því að þau fallast í faðma og segja „fyrrigerru“. Fyrirgefðu. Það reynist ekki öllum auðvelt að leiðrétta mistök. Í pólitík virðist það jafnvel gamalgróið prinsipp að viðurkenna aldrei mistök og biðjast aldrei afsökunar, sama hvað upp kemur úr kafinu. Fjölmiðlar eiga ekki að vera undir sömu sök seldir. Mistök eru mannleg og eðlileg, illgirni er annars eðlis. Á öðrum degi nýja ársins las ég um sjálfa mig illkvittinn dálk á miðopnu Fréttablaðsins. Slíkt sætir auðvitað ekki tíðindum en hitt er þó verra að þurfa enn að svara fólki úti í bæ fyrir þá lygi Fréttablaðsins að ég hefði sem þingmaður verið í „tveimur störfum samtímis“. Þetta er uppspuni. Ég tók að mér launalaust verkefni sem sneri að því að gera mannréttindamálum hærra undir höfði í Stjórnarráðinu og á Alþingi. Fréttablaðinu tókst að gera úr þessu hið tortryggilegasta mál. Ég verðskulda kannski illgjarna nýárskveðju fyrir það að hafa rangar skoðanir á Fréttablaðsmælikvarða en enginn verðskuldar að upp á hann sé logið opinberlega, ekki einu sinni kona með sjálfstæðar skoðanir. Dóttir mín heldur áfram að segja mér að fara í vinnuna þegar ég verðskulda afplánun – og það geri ég oft. Þegar á reynir er þó heldur lítil innistæða fyrir brottvísun minni því er ég býst til ferðar sér hún eftir öllu saman: „Nei, mamma, ekki! Ekki fara í vinnuna! Fyrrigerru.“ Merkilegt hvað það reynist okkur fullorðna fólkinu oft erfitt þetta litla orð sem þó getur öllu breytt. Gleðilegt nýtt ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Farðu bara í vinnuna,“ segir tveggja ára dóttir mín með þjósti þegar ég geri eitthvað svo yfirgengilegt á hennar hlut að eiga skilið þyngstu refsingu. Að neita henni um ís er dæmi um framferði móður sem á það eitt skilið að hunskast í vinnuna. Það er snúnara en ég hélt að vera góður uppalandi. Ferlega snúið! Ég ætti að vera svo miklu betri mamma en ég er. Samt er ég virkilega að reyna og sumt tekst ágætlega. Þannig eru börnin mín hjartahlýju dugleg að biðjast fyrirgefningar þegar þau breyta rangt. Þegar stóri bróðir rífur af litlu systur dótið eða litla systir bítur stóra bróður í handlegginn (fast) þá endar senan jafnan með því að þau fallast í faðma og segja „fyrrigerru“. Fyrirgefðu. Það reynist ekki öllum auðvelt að leiðrétta mistök. Í pólitík virðist það jafnvel gamalgróið prinsipp að viðurkenna aldrei mistök og biðjast aldrei afsökunar, sama hvað upp kemur úr kafinu. Fjölmiðlar eiga ekki að vera undir sömu sök seldir. Mistök eru mannleg og eðlileg, illgirni er annars eðlis. Á öðrum degi nýja ársins las ég um sjálfa mig illkvittinn dálk á miðopnu Fréttablaðsins. Slíkt sætir auðvitað ekki tíðindum en hitt er þó verra að þurfa enn að svara fólki úti í bæ fyrir þá lygi Fréttablaðsins að ég hefði sem þingmaður verið í „tveimur störfum samtímis“. Þetta er uppspuni. Ég tók að mér launalaust verkefni sem sneri að því að gera mannréttindamálum hærra undir höfði í Stjórnarráðinu og á Alþingi. Fréttablaðinu tókst að gera úr þessu hið tortryggilegasta mál. Ég verðskulda kannski illgjarna nýárskveðju fyrir það að hafa rangar skoðanir á Fréttablaðsmælikvarða en enginn verðskuldar að upp á hann sé logið opinberlega, ekki einu sinni kona með sjálfstæðar skoðanir. Dóttir mín heldur áfram að segja mér að fara í vinnuna þegar ég verðskulda afplánun – og það geri ég oft. Þegar á reynir er þó heldur lítil innistæða fyrir brottvísun minni því er ég býst til ferðar sér hún eftir öllu saman: „Nei, mamma, ekki! Ekki fara í vinnuna! Fyrrigerru.“ Merkilegt hvað það reynist okkur fullorðna fólkinu oft erfitt þetta litla orð sem þó getur öllu breytt. Gleðilegt nýtt ár.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun