Allt rétt hjá Ögmundi Einar Karl Haraldsson skrifar 8. janúar 2013 06:00 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur næman skilning á stöðu þjóðkirkjunnar og safnaða landsins. Í svari við fyrirspurn um áhrif niðurskurðar á kirkjustarf, sem alþingismenn gerðu vel að kynna sér, sagði hann m.a. á Alþingi 13. nóvember sl.: „Þjóðkirkjan fær sem kunnugt er framlög á fjárlögum til að standa straum af rekstri sínum en þau fjárframlög eru í höfuðdráttum af tvennum toga. Í fyrsta lagi framlag til Biskupsstofu til að greiða laun tiltekins fjölda kirkjunnar þjóna og starfsmanna Biskupsstofu. Þetta framlag er bundið í lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, sem sett voru árið 1997, en það er jafnframt samningsbundið og byggt á svokölluðu kirkjujarðasamkomulagi frá sama ári. Með því samkomulagi afsalaði þjóðkirkjan til ríkisins eignum og eru greiðslur ríkisins hugsaðar sem arður af þeim eignum. Framlögin hafa að þessu leyti þá sérstöðu að þau eru ekki hugsuð sem framlög af skatttekjum heldur sem arður af þessum eignum. Það er hugsunin að baki greiðslunum. Í öðru lagi á framlag á fjárlögum að standa straum af rekstrarkostnaði sókna þjóðkirkjunnar og kirkjuhúsanna. Þetta framlag er bundið í lög um sóknargjöld o.fl., frá árinu 1987. Samkvæmt eldri lögum um sama efni önnuðust sóknirnar sjálfar álagningu og innheimtu sóknargjaldsins en með gildandi lögum var sóknargjaldið, með samþykki kirkjunnar, umreiknað yfir í tiltekið hlutfall tekjuskatts, innheimt með honum og skilað til sóknanna með mánaðarlegum greiðslum."Misskilningur Og Ögmundur heldur áfram: „Því hefur verið haldið fram að með þeirri breytingu sé nú sá eðlismunur á að ríkið innheimti ekki lengur sóknargjöld og framlagið til sóknanna sé eins og hvert annað framlag úr ríkissjóði, fjármagnað með almennri skattheimtu. Að mínum dómi er þetta misskilningur. Sóknargjaldið var alltaf hugsað sem gjald þeirra sem tilheyra þjóðkirkjunni til hennar fyrir félagsaðild, enda segir beinlínis í lögum um sóknargjöld o.fl., að gjöld sem innheimt eru samkvæmt þeim séu sóknargjöld. Þetta er sá skilningur sem ég hef á þeim málum. Eftir hrun efnahagskerfisins árið 2008 hafa bæði þessi framlög til þjóðkirkjunnar verið skert. Framlögin sem byggja á kirkjujarðasamkomulaginu hafa verið skert með samkomulagi við þjóðkirkjuna og hefur kirkjuþing árlega samþykkt slíka skerðingu, enda sé hún, með leyfi forseta: „til samræmis við almennan niðurskurð á flestum sviðum ríkisins", eins og segir í árlegum viðaukasamningi sem gerður er um niðurskurðinn."Aldrei andmælt Og enn segir Ögmundur: „Kirkjan hefur aldrei andmælt því að hún lúti sömu skerðingum og aðrir aðilar í þjóðfélaginu. Hún hefur aldrei gert ágreining um það. Hún hefur hins vegar viljað láta hið sama ganga yfir sig og aðra. Það sem gerðist með sóknargjöldin var að þau voru skert en síðan ekki verðbætt. Það er nokkuð sem kom fram í skýrslu sem ég lét gera í fyrra, í henni var sýnt fram á að sóknargjöldin höfðu sætt meiri skerðingu en gerðist almennt um stofnanir hins opinbera." Allt er þetta rétt og satt hjá Ögmundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur næman skilning á stöðu þjóðkirkjunnar og safnaða landsins. Í svari við fyrirspurn um áhrif niðurskurðar á kirkjustarf, sem alþingismenn gerðu vel að kynna sér, sagði hann m.a. á Alþingi 13. nóvember sl.: „Þjóðkirkjan fær sem kunnugt er framlög á fjárlögum til að standa straum af rekstri sínum en þau fjárframlög eru í höfuðdráttum af tvennum toga. Í fyrsta lagi framlag til Biskupsstofu til að greiða laun tiltekins fjölda kirkjunnar þjóna og starfsmanna Biskupsstofu. Þetta framlag er bundið í lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, sem sett voru árið 1997, en það er jafnframt samningsbundið og byggt á svokölluðu kirkjujarðasamkomulagi frá sama ári. Með því samkomulagi afsalaði þjóðkirkjan til ríkisins eignum og eru greiðslur ríkisins hugsaðar sem arður af þeim eignum. Framlögin hafa að þessu leyti þá sérstöðu að þau eru ekki hugsuð sem framlög af skatttekjum heldur sem arður af þessum eignum. Það er hugsunin að baki greiðslunum. Í öðru lagi á framlag á fjárlögum að standa straum af rekstrarkostnaði sókna þjóðkirkjunnar og kirkjuhúsanna. Þetta framlag er bundið í lög um sóknargjöld o.fl., frá árinu 1987. Samkvæmt eldri lögum um sama efni önnuðust sóknirnar sjálfar álagningu og innheimtu sóknargjaldsins en með gildandi lögum var sóknargjaldið, með samþykki kirkjunnar, umreiknað yfir í tiltekið hlutfall tekjuskatts, innheimt með honum og skilað til sóknanna með mánaðarlegum greiðslum."Misskilningur Og Ögmundur heldur áfram: „Því hefur verið haldið fram að með þeirri breytingu sé nú sá eðlismunur á að ríkið innheimti ekki lengur sóknargjöld og framlagið til sóknanna sé eins og hvert annað framlag úr ríkissjóði, fjármagnað með almennri skattheimtu. Að mínum dómi er þetta misskilningur. Sóknargjaldið var alltaf hugsað sem gjald þeirra sem tilheyra þjóðkirkjunni til hennar fyrir félagsaðild, enda segir beinlínis í lögum um sóknargjöld o.fl., að gjöld sem innheimt eru samkvæmt þeim séu sóknargjöld. Þetta er sá skilningur sem ég hef á þeim málum. Eftir hrun efnahagskerfisins árið 2008 hafa bæði þessi framlög til þjóðkirkjunnar verið skert. Framlögin sem byggja á kirkjujarðasamkomulaginu hafa verið skert með samkomulagi við þjóðkirkjuna og hefur kirkjuþing árlega samþykkt slíka skerðingu, enda sé hún, með leyfi forseta: „til samræmis við almennan niðurskurð á flestum sviðum ríkisins", eins og segir í árlegum viðaukasamningi sem gerður er um niðurskurðinn."Aldrei andmælt Og enn segir Ögmundur: „Kirkjan hefur aldrei andmælt því að hún lúti sömu skerðingum og aðrir aðilar í þjóðfélaginu. Hún hefur aldrei gert ágreining um það. Hún hefur hins vegar viljað láta hið sama ganga yfir sig og aðra. Það sem gerðist með sóknargjöldin var að þau voru skert en síðan ekki verðbætt. Það er nokkuð sem kom fram í skýrslu sem ég lét gera í fyrra, í henni var sýnt fram á að sóknargjöldin höfðu sætt meiri skerðingu en gerðist almennt um stofnanir hins opinbera." Allt er þetta rétt og satt hjá Ögmundi.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun