Gervinögl Lady Gaga seldist á $12,000 dali á dögunum, sem svarar til um einni og hálfri milljón íslenskra króna.
Söngkonan týndi gervinögl á tónleikum sínum í Dublin í september á síðasta ári en sviðsmaður tónleikanna fann nöglina að þeim loknum.
„Ég tók eftir einhverju á sviðsgólfinu sem ég hélt að væri gítarnögl. Ég tók svo eftir því að þetta var stór gervinögl,“ sagði sviðsmaðurinn, sem græddi sannarlega á sölunni.
Gervinögl Gaga seld á 1,5 milljónir
