Þrískipt valdníðsla Einar Guðmundsson skrifar 6. júní 2013 08:51 Þrískipting valdsins, ríkisstjórn, Alþingi og Hæstiréttur, byggist á gömlum erlendum hugmyndum um að valddreifing dragi úr, eða jafnvel hindri valdníðslu hins opinbera gagnvart almenningi. Þessar hugmyndir vaxa fram í samfélögum, sem þó bjuggu við eins konar þrískiptingu valdsins, þ.e. konungur, aðall og kirkjan. Þessar þrjár stofnanir þeirra tíma stunduðu víða þvílíka valdníðslu, samkrull og spillingu að almenningur þurfti að rísa upp með byltingu og minna á, að allt vald er almennings og að öll opinber embætti eru almenningi til þjónustu. Áréttað var að almenningur er ekki þjónar yfirstéttar og embættismanna, heldur öfugt. Þrískipting valds í Lýðveldinu Ísland hefur því miður ekki getað varið almenning nægjanlega fyrir valdníðslu, samkrulli og spillingu valdsins þrátt fyrir góðan ásetning. Á síðustu árum hefur hið þrískipta vald á Íslandi stundað valdníðslu með eftirminnilegum hætti og eru dæmin því miður fleiri en hér verða tekin. Má þar fyrst nefna valdníðslu framkvæmdarvalds þegar tveir ráðherrar upp á sitt eindæmi brutu eina af helgustu siðareglum þessarar þjóðar, sem er; að Ísland fari aldrei með hernaði á hendur annarri þjóð. Hér er auðvitað átt við stuðning við Íraksstríðið. Í öðru lagi má nefna valdníðslu löggjafarvaldsins, sem í fornum anda aðalsmanna skenkir sér yfirstéttareftirlaun, algerlega úr samhengi við eftirlaun almúgans. Nýlega varð svo þjóðin átakanlega vör við valdníðslu dómsvaldsins, þegar Hæstiréttur felldi úr gildi skýran vilja þjóðarinnar, sem komið hafði fram í kosningum til stjórnlagaráðs. Þar velur Hæstiréttur að hengja sig í minniháttar tæknilega ágalla kosninganna, sem enginn hefur þó fært haldbær rök fyrir að hafi haft einhver áhrif á lokaniðurstöðuna. Þannig hunsar Hæstiréttur þjóðarviljann.Féll á prófinu Það er ekki oft, sem Hæstarétti er falið að fjalla um mál, sem þjóðin hefur tjáð sig um, og ekki er hægt að segja annað en að Hæstiréttur hafi fallið illa á prófinu. Aldrei fyrr hafa kenningar um að Hæstiréttur geti ekki verið hlutlaus vegna tengsla dómaranna við einn og sama stjórnmálaflokk fengið slíkan meðbyr. Engin af ofannefndum dæmum hafa orðið almenningi til góðs, nema síður sé. Hvernig gat þessi valdníðsla átt sér stað? Við vitum að bak við valdníðslu býr venjulega valdhroki, eða í besta falli heimska. Það, að ekki hefur verið tekið á ofannefndu, bendir til óeðlilegs samkrulls hins þrískipta valds. Langlundargeð íslensku þjóðarinnar er mikið. Auðvitað verður að lokum tekið á spillingu og valdníðslu í íslenskum stjórnmálum, en varla í fyrirsjáanlegri framtíð, kannski ekki á þessari öld. Margir óttast hins vegar að aðild að ESB gæti takmarkað svigrúm hinna spilltu. Þeir munu hafna aðild óháð niðurstöðu samninga og tryggja sér þannig óbreytt ástand enn um sinn. Innst inni held ég þó að við séum öll sammála um að spillingu og valdníðslu eigi ekki að líða, en það er mismunandi djúpt á því hjá okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Þrískipting valdsins, ríkisstjórn, Alþingi og Hæstiréttur, byggist á gömlum erlendum hugmyndum um að valddreifing dragi úr, eða jafnvel hindri valdníðslu hins opinbera gagnvart almenningi. Þessar hugmyndir vaxa fram í samfélögum, sem þó bjuggu við eins konar þrískiptingu valdsins, þ.e. konungur, aðall og kirkjan. Þessar þrjár stofnanir þeirra tíma stunduðu víða þvílíka valdníðslu, samkrull og spillingu að almenningur þurfti að rísa upp með byltingu og minna á, að allt vald er almennings og að öll opinber embætti eru almenningi til þjónustu. Áréttað var að almenningur er ekki þjónar yfirstéttar og embættismanna, heldur öfugt. Þrískipting valds í Lýðveldinu Ísland hefur því miður ekki getað varið almenning nægjanlega fyrir valdníðslu, samkrulli og spillingu valdsins þrátt fyrir góðan ásetning. Á síðustu árum hefur hið þrískipta vald á Íslandi stundað valdníðslu með eftirminnilegum hætti og eru dæmin því miður fleiri en hér verða tekin. Má þar fyrst nefna valdníðslu framkvæmdarvalds þegar tveir ráðherrar upp á sitt eindæmi brutu eina af helgustu siðareglum þessarar þjóðar, sem er; að Ísland fari aldrei með hernaði á hendur annarri þjóð. Hér er auðvitað átt við stuðning við Íraksstríðið. Í öðru lagi má nefna valdníðslu löggjafarvaldsins, sem í fornum anda aðalsmanna skenkir sér yfirstéttareftirlaun, algerlega úr samhengi við eftirlaun almúgans. Nýlega varð svo þjóðin átakanlega vör við valdníðslu dómsvaldsins, þegar Hæstiréttur felldi úr gildi skýran vilja þjóðarinnar, sem komið hafði fram í kosningum til stjórnlagaráðs. Þar velur Hæstiréttur að hengja sig í minniháttar tæknilega ágalla kosninganna, sem enginn hefur þó fært haldbær rök fyrir að hafi haft einhver áhrif á lokaniðurstöðuna. Þannig hunsar Hæstiréttur þjóðarviljann.Féll á prófinu Það er ekki oft, sem Hæstarétti er falið að fjalla um mál, sem þjóðin hefur tjáð sig um, og ekki er hægt að segja annað en að Hæstiréttur hafi fallið illa á prófinu. Aldrei fyrr hafa kenningar um að Hæstiréttur geti ekki verið hlutlaus vegna tengsla dómaranna við einn og sama stjórnmálaflokk fengið slíkan meðbyr. Engin af ofannefndum dæmum hafa orðið almenningi til góðs, nema síður sé. Hvernig gat þessi valdníðsla átt sér stað? Við vitum að bak við valdníðslu býr venjulega valdhroki, eða í besta falli heimska. Það, að ekki hefur verið tekið á ofannefndu, bendir til óeðlilegs samkrulls hins þrískipta valds. Langlundargeð íslensku þjóðarinnar er mikið. Auðvitað verður að lokum tekið á spillingu og valdníðslu í íslenskum stjórnmálum, en varla í fyrirsjáanlegri framtíð, kannski ekki á þessari öld. Margir óttast hins vegar að aðild að ESB gæti takmarkað svigrúm hinna spilltu. Þeir munu hafna aðild óháð niðurstöðu samninga og tryggja sér þannig óbreytt ástand enn um sinn. Innst inni held ég þó að við séum öll sammála um að spillingu og valdníðslu eigi ekki að líða, en það er mismunandi djúpt á því hjá okkur.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun