Á tímamótum Einar Benediktsson skrifar 6. júní 2013 08:51 Í efnahagslegu tilliti er öryggi Íslands háð því að stjórnvöld standi vörð um þau markaðs- og efnahagstengsl sem tryggja lífsafkomu þjóðarinnar. Við erum háðari útflutningi en nágrannaþjóðirnar sem eru markaðslönd okkar. Um 87% alls útflutningsins mæta eftirspurn hátekjumarkaða EES-landa og Bandaríkjanna. Í vestræna heimshlutanum eigum við sameiginleg grunngildi frjálsra þjóðfélaga en hluti athafnafrelsis er frjáls viðskipti. Nú er fram undan mótun fríverslunarsvæðis Bandaríkjanna og Evrópusambandsins með Atlantshafssáttmálanum um viðskipti og fjárfestingar (The Transatlantic Trade and Investment Pact–TTIP). Á því svæði er helmingur heimsframleiðslunnar og þriðjungur allra utanríkisviðskipta. Þátttaka í þessu samstarfi er höfuðnauðsyn fyrir Ísland. Auk arðbærari viðskipta skiptir þetta miklu varðandi fjárfestingar þegar rofa tekur til varðandi skuldastöðuna og afnám greiðsluhafta. Þá þegar njóta Íslendingar sem umsækjendur aðildar að ESB þeirrar velvildar framkvæmdastjórnar þess að geta fylgst náið með þessum samningum. Takist samningar og ef við ætlum okkur ekki að verða utangarðs í þessu mikla átaki vestrænnar samvinnu, bíður ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Fyrir liggur ítarleg skýrsla um umsókn Íslands um aðild að ESB. Kjarni málsins er að EES-samningurinn hefur runnið sitt skeið og aðildarsamningarnir eru svo langt komnir að eftir eru aðallega landbúnaður og sjávarútvegur. Þá felur aðild í sér upptöku evru og við þurfum sterkari gjaldmiðil. Sú er staðan þegar nýr utanríkisráðherra rýnir fram á við í Evrópumálum, væntanlega í samráði við vinaþjóðir. Þingumfjöllunar verður beðið með eftirvæntingu. Vonandi verður farið að óskum fjölmargra, þeirra á meðal SA og ASÍ, að samningum verði lokið og þjóðaratkvæði ráði varðandi niðurstöður. Höfundur þessara lína hafði Evrópusamvinnuna lengi að starfi sem embættismaður. Hér er tilefni til að rifja það upp, að fljótt gleymdust deilumálin og almenn sátt varð um þau.Hörð barátta Hörð pólitísk barátta var um aðildina að EFTA sem Viðreisnarstjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks kom í höfn undir forystu þess mæta manns Gylfa Þ. Gíslasonar. Einn andstæðinga aðildarinnar var Lúðvík Jósepsson, sem tók við sem viðskiptaráðherra af Gylfa 1971. Aðalframkvæmdastjóri þessa gamla EFTA, Sir John Coulson, hafði orðað nokkrar áhyggjur af því við mig sem sendiherra að erfiðlega gæti gengið með þennan nýja liðsmann. Strax kom í ljós að ekki var Ísland síðri samstarfsaðili í ráðherratíð Lúðvíks. Ég minnist mjög góðs samstarfs við hann og Ólaf Jóhannesson, sem kom síðar og hafði setið hjá í afgreiðslu Alþingis um EFTA-aðildina. Þegar EES-samningarnir fóru af stað voru Sjálfstæðismenn andvígir í því máli í stjórnarandstöðu. Með Viðeyjarstjórn Davíðs Oddssonar 1991 var blaðinu snúið við og utanríkisráðherrann, Jón Baldvin Hannibalsson, sem hafði byrjað samningana, fékk nú Sjálfstæðisflokkinn til liðs um að ljúka því máli. Eins og verið hafði um EFTA, varð mikil orrahríð um EES-samninginn. Um þau mikilvægu skref, bæði EFTA og EES, hefur síðan verið sátt í þjóðfélaginu. Leiðtogarnir Sigmundur Davíð og Bjarni boða breitt samstarf um mál sem leiða þarf til lykta. Það á ekki hvað síst við um tímamótaákvörðun um aðild að ESB og Atlantshafsbandalagi fríverslunar. Þeirra er nú hið sögulega tækifæri að leiða þau mál til lykta, þjóðinni til góðs og þeim til frama. Í grein okkar Thomas R. Pickering, fyrrv. varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, í mars sl. sem birtist í Fréttablaðinu, New York Times og International Herald Tribune var hvatt til að endurvekja samvinnu Íslands og Bandaríkjanna. Bent var á vaxandi áhuga Kína vegna strategískrar lykilstöðu landsins. Kínverjar bjóða Íslendingum fyrstum Evrópuþjóða fríverslunarsamning, skref til frekari tengsla. En það er ekki þörf á kínverskum fjárfestingum í landakaupum, mannvirkjagerð eða stóriðju á Íslandi eins og þeir stunda á sína vísu í Afríku. Það sætir stundum furðu annarra hve margvísleg útflutningsstarfsemi er hjá okkar fámennu þjóð. Frekari þróun verður með nánari tengslum í samningum sem nú gefast. Tíminn bíður ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í efnahagslegu tilliti er öryggi Íslands háð því að stjórnvöld standi vörð um þau markaðs- og efnahagstengsl sem tryggja lífsafkomu þjóðarinnar. Við erum háðari útflutningi en nágrannaþjóðirnar sem eru markaðslönd okkar. Um 87% alls útflutningsins mæta eftirspurn hátekjumarkaða EES-landa og Bandaríkjanna. Í vestræna heimshlutanum eigum við sameiginleg grunngildi frjálsra þjóðfélaga en hluti athafnafrelsis er frjáls viðskipti. Nú er fram undan mótun fríverslunarsvæðis Bandaríkjanna og Evrópusambandsins með Atlantshafssáttmálanum um viðskipti og fjárfestingar (The Transatlantic Trade and Investment Pact–TTIP). Á því svæði er helmingur heimsframleiðslunnar og þriðjungur allra utanríkisviðskipta. Þátttaka í þessu samstarfi er höfuðnauðsyn fyrir Ísland. Auk arðbærari viðskipta skiptir þetta miklu varðandi fjárfestingar þegar rofa tekur til varðandi skuldastöðuna og afnám greiðsluhafta. Þá þegar njóta Íslendingar sem umsækjendur aðildar að ESB þeirrar velvildar framkvæmdastjórnar þess að geta fylgst náið með þessum samningum. Takist samningar og ef við ætlum okkur ekki að verða utangarðs í þessu mikla átaki vestrænnar samvinnu, bíður ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Fyrir liggur ítarleg skýrsla um umsókn Íslands um aðild að ESB. Kjarni málsins er að EES-samningurinn hefur runnið sitt skeið og aðildarsamningarnir eru svo langt komnir að eftir eru aðallega landbúnaður og sjávarútvegur. Þá felur aðild í sér upptöku evru og við þurfum sterkari gjaldmiðil. Sú er staðan þegar nýr utanríkisráðherra rýnir fram á við í Evrópumálum, væntanlega í samráði við vinaþjóðir. Þingumfjöllunar verður beðið með eftirvæntingu. Vonandi verður farið að óskum fjölmargra, þeirra á meðal SA og ASÍ, að samningum verði lokið og þjóðaratkvæði ráði varðandi niðurstöður. Höfundur þessara lína hafði Evrópusamvinnuna lengi að starfi sem embættismaður. Hér er tilefni til að rifja það upp, að fljótt gleymdust deilumálin og almenn sátt varð um þau.Hörð barátta Hörð pólitísk barátta var um aðildina að EFTA sem Viðreisnarstjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks kom í höfn undir forystu þess mæta manns Gylfa Þ. Gíslasonar. Einn andstæðinga aðildarinnar var Lúðvík Jósepsson, sem tók við sem viðskiptaráðherra af Gylfa 1971. Aðalframkvæmdastjóri þessa gamla EFTA, Sir John Coulson, hafði orðað nokkrar áhyggjur af því við mig sem sendiherra að erfiðlega gæti gengið með þennan nýja liðsmann. Strax kom í ljós að ekki var Ísland síðri samstarfsaðili í ráðherratíð Lúðvíks. Ég minnist mjög góðs samstarfs við hann og Ólaf Jóhannesson, sem kom síðar og hafði setið hjá í afgreiðslu Alþingis um EFTA-aðildina. Þegar EES-samningarnir fóru af stað voru Sjálfstæðismenn andvígir í því máli í stjórnarandstöðu. Með Viðeyjarstjórn Davíðs Oddssonar 1991 var blaðinu snúið við og utanríkisráðherrann, Jón Baldvin Hannibalsson, sem hafði byrjað samningana, fékk nú Sjálfstæðisflokkinn til liðs um að ljúka því máli. Eins og verið hafði um EFTA, varð mikil orrahríð um EES-samninginn. Um þau mikilvægu skref, bæði EFTA og EES, hefur síðan verið sátt í þjóðfélaginu. Leiðtogarnir Sigmundur Davíð og Bjarni boða breitt samstarf um mál sem leiða þarf til lykta. Það á ekki hvað síst við um tímamótaákvörðun um aðild að ESB og Atlantshafsbandalagi fríverslunar. Þeirra er nú hið sögulega tækifæri að leiða þau mál til lykta, þjóðinni til góðs og þeim til frama. Í grein okkar Thomas R. Pickering, fyrrv. varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, í mars sl. sem birtist í Fréttablaðinu, New York Times og International Herald Tribune var hvatt til að endurvekja samvinnu Íslands og Bandaríkjanna. Bent var á vaxandi áhuga Kína vegna strategískrar lykilstöðu landsins. Kínverjar bjóða Íslendingum fyrstum Evrópuþjóða fríverslunarsamning, skref til frekari tengsla. En það er ekki þörf á kínverskum fjárfestingum í landakaupum, mannvirkjagerð eða stóriðju á Íslandi eins og þeir stunda á sína vísu í Afríku. Það sætir stundum furðu annarra hve margvísleg útflutningsstarfsemi er hjá okkar fámennu þjóð. Frekari þróun verður með nánari tengslum í samningum sem nú gefast. Tíminn bíður ekki.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar