Innlent

Tæplega 47 milljónir söfnuðust

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Páll Matthíasson, forstjóri Landsspítalans, veitti fjármununum viðtöku í dag.
Páll Matthíasson, forstjóri Landsspítalans, veitti fjármununum viðtöku í dag. fréttablaðið/Valli
Tæplega 47 milljónir söfnuðust í átakinu Á allra vörum en því lauk í dag. Að þessu sinni var safnað fyrir nýrri geðgjörgæsludeild Landspítalans með sölu á glossi og frjálsum framlögum og veitti Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, fjármununum viðtöku á sjálfan geðheilbrigðisdaginn.

„Við erum bara í skýjunum. Við gerðum okkur vonir um að ná að safna 40 milljónum því það var það sem bráðvantaði. Þetta fer því fram úr okkar væntingum og erum við virkilega þakklátar,“ segir Elísabet Sveinsdóttir, ein þeirra sem stóðu að átakinu. 

Dorrit Moussaieff veitti tíuþúsundasta glossinu viðtöku en forsetafrúin hefur stutt dyggilega við átakið frá upphafi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×