Staðreyndir og staðleysur Páll Magnússon skrifar 12. júlí 2013 06:00 Síðast þegar ég átti orðastað við ritstjóra Morgunblaðsins í hans eigin blaði birtist svar hans við grein minni á undan greininni sjálfri. Það er sérkennileg ritstjórnarstefna og því bið ég Fréttablaðið fyrir þetta greinarkorn. Um síðustu mánaðamót hafði ritstjóri Morgunblaðsins setið á stóli sínum í 197 vikur. Á þeim tíma hafði hann skrifað 224 sinnum um Ríkisútvarpið í forystugreinum blaðsins. Það gerir að jafnaði einu sinni í viku og 27 sinnum í viðbót. Án þess að hafa talið það hef ég grun um að það hafi bara verið tvö fyrirbæri í veröldinni sem hafa verið ritstjóranum kærari umfjöllunarefni en RÚV: nýlega brotthorfin ríkisstjórn og svo hann sjálfur. Ég hygg reyndar að varnar- og lofgreinar hans um sjálfan sig undir nafnleynd í þriðju persónu séu nýmæli í vestrænni blaðamennsku – jafnvel mætti kalla þetta sköpunarverk nýja bókmenntagrein.Rangar staðhæfingar Þetta var þó ekki erindið. Í gegnum fúkyrði og fimmaurabrandara ritstjórans í garð Ríkisútvarpsins, sem ástæðulítið er að svara, má einstaka sinnum grilla í rangar efnislegar staðhæfingar, sem verður eiginlega að svara. Þannig sagði nýlega í Reykjavíkurbréfi „…Ríkisútvarpið er orðið eftirbátur annarra í framleiðslu á innlendu efni, svo furðulegt sem það er“. Þetta er rangt. Síðustu opinberu tölur frá Hagstofunni um þetta efni eru frá 2010. Þar kemur fram að innlent efni á RÚV hafi verið samtals 2.031 klukkustund eða 52% af heildarútsendingartíma. Stöð 2 var með 1.085 klukkustundir sem var 14% af heildarútsendingartíma og Skjár 1 með 340 klukkustundir, sem var 15% af heildarútsendingartíma. Þessi hlutföll eru lítt breytt í dag. (Til að gæta sanngirni verður að taka fram að ÍNN og N4 eru auðvitað bara með íslenskt efni). Í leiðinni er svo rétt að leiðrétta þá bábilju sem ritstjórinn hefur tekið undir og gert að sinni, að RÚV hafi fjallað miklu meira um nýlega undirskriftasöfnun gegn lækkun veiðigjalds en undirskriftasöfnun gegn Icesave á sínum tíma. Þetta er rangt. Á 10 daga tímabili (10.02.2011-20.02.2011) fjallaði RÚV 21 sinni um undirskriftasöfnun gegn Icesave í aðalfréttatímum útvarps og sjónvarps. Á 13 daga tímabili (17.06.2013-01.07.2013) fjallaði RÚV 16 sinnum um undirskriftasöfnun gegn lækkun veiðileyfagjalds í aðalfréttatímum útvarps og sjónvarps. Kosturinn/gallinn við efnislegar staðhæfingar er nefnilega að þær er yfirleitt hægt að sannreyna eða hrekja. Sú er ekki raunin með fúkyrði og fimmaurabrandara. Guð blessi Morgunblaðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Magnússon Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Síðast þegar ég átti orðastað við ritstjóra Morgunblaðsins í hans eigin blaði birtist svar hans við grein minni á undan greininni sjálfri. Það er sérkennileg ritstjórnarstefna og því bið ég Fréttablaðið fyrir þetta greinarkorn. Um síðustu mánaðamót hafði ritstjóri Morgunblaðsins setið á stóli sínum í 197 vikur. Á þeim tíma hafði hann skrifað 224 sinnum um Ríkisútvarpið í forystugreinum blaðsins. Það gerir að jafnaði einu sinni í viku og 27 sinnum í viðbót. Án þess að hafa talið það hef ég grun um að það hafi bara verið tvö fyrirbæri í veröldinni sem hafa verið ritstjóranum kærari umfjöllunarefni en RÚV: nýlega brotthorfin ríkisstjórn og svo hann sjálfur. Ég hygg reyndar að varnar- og lofgreinar hans um sjálfan sig undir nafnleynd í þriðju persónu séu nýmæli í vestrænni blaðamennsku – jafnvel mætti kalla þetta sköpunarverk nýja bókmenntagrein.Rangar staðhæfingar Þetta var þó ekki erindið. Í gegnum fúkyrði og fimmaurabrandara ritstjórans í garð Ríkisútvarpsins, sem ástæðulítið er að svara, má einstaka sinnum grilla í rangar efnislegar staðhæfingar, sem verður eiginlega að svara. Þannig sagði nýlega í Reykjavíkurbréfi „…Ríkisútvarpið er orðið eftirbátur annarra í framleiðslu á innlendu efni, svo furðulegt sem það er“. Þetta er rangt. Síðustu opinberu tölur frá Hagstofunni um þetta efni eru frá 2010. Þar kemur fram að innlent efni á RÚV hafi verið samtals 2.031 klukkustund eða 52% af heildarútsendingartíma. Stöð 2 var með 1.085 klukkustundir sem var 14% af heildarútsendingartíma og Skjár 1 með 340 klukkustundir, sem var 15% af heildarútsendingartíma. Þessi hlutföll eru lítt breytt í dag. (Til að gæta sanngirni verður að taka fram að ÍNN og N4 eru auðvitað bara með íslenskt efni). Í leiðinni er svo rétt að leiðrétta þá bábilju sem ritstjórinn hefur tekið undir og gert að sinni, að RÚV hafi fjallað miklu meira um nýlega undirskriftasöfnun gegn lækkun veiðigjalds en undirskriftasöfnun gegn Icesave á sínum tíma. Þetta er rangt. Á 10 daga tímabili (10.02.2011-20.02.2011) fjallaði RÚV 21 sinni um undirskriftasöfnun gegn Icesave í aðalfréttatímum útvarps og sjónvarps. Á 13 daga tímabili (17.06.2013-01.07.2013) fjallaði RÚV 16 sinnum um undirskriftasöfnun gegn lækkun veiðileyfagjalds í aðalfréttatímum útvarps og sjónvarps. Kosturinn/gallinn við efnislegar staðhæfingar er nefnilega að þær er yfirleitt hægt að sannreyna eða hrekja. Sú er ekki raunin með fúkyrði og fimmaurabrandara. Guð blessi Morgunblaðið.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun