Umhyggja í umferðinni Auður Hreiðarsdóttir skrifar 25. júlí 2013 07:00 „Passaðu þig á bílunum, elskan.“ Þessi sakleysislega setning er merki um umhyggju í garð einhvers sem ætlar að hætta sér út í umferðarkerfi borgarinnar án þess að vera í bíl. Götur eru álitnar hættulegar öllum þeim sem ekki eru akandi og má segja að þær séu það í raun á meðan sá hugsunarháttur er ríkjandi. Gangandi og hjólandi vegfarendum er gert að passa sig á bílunum en ekki er eins mikið brýnt fyrir ökumönnum að vera á varðbergi. Ökumaður getur keyrt beint yfir á grænu ljósi án þess að hafa miklar áhyggjur af lífi sínu. Hjólreiðamaður getur því miður ekki leyft sér þann munað eins og staðan er í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Við virðumst oft gleyma að akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur eru sama fólkið. Mörg okkar nota hjól, bíl og aðra ferðamáta til skiptis. Ef það á ekki við er líklegt að við eigum systkini, börn, foreldra eða vini sem ferðast á annan hátt. Við erum öll í sama liði í umferðinni, ekki í keppni. Flest höfum við það að markmiði að komast á milli staða. Í umferðinni tilheyrum við ekki mismunandi hagsmunahópum eða andstæðum pólitískum öflum. Fólk leyfir sér að hallmæla „hinum“ ferðamátunum og er algengt að hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur verði nokkuð illa úti í slíkum umræðum: Hjólreiðafólk fer óvarlega og birtist eins og þruma úr heiðskíru lofti. Gangandi vegfarendur gæta ekki varúðar er þeir fara yfir götu.Meðvitundarlitlir ökumenn Það er aldrei gangandi eða hjólandi vegfaranda að kenna sé keyrt á hann á gangbraut þar sem hann er í rétti. Það skiptir ekki máli hvort viðkomandi er á hraðferð, án endurskins, lengi að komast yfir götuna eða lágur í loftinu. „Þú varst á mikilli ferð, ég sá þig ekki,“ voru orð bílstjóra sem keyrði næstum á mig á gangbraut fyrir stuttu með þeim afleiðingum að ég lenti á kyrrstæðum bíl og kastaðist af hjólinu. Sem hjólandi vegfarandi í Reykjavík síðasta mánuðinn hef ég oft orðið vör við meðvitundarlitla ökumenn. Það er að mörgu að hyggja þegar verið er að stjórna ökutæki, en það er þó engin afsökun fyrir því að líta ekki í kringum sig eða fylgja ekki umferðarreglum. Vissulega er ekki hægt að varpa ábyrgðinni alfarið yfir á ökumenn því hver og einn ber ábyrgð á að stjórna sínu ökutæki, hvort sem það er hjól eða bíll. Ferðavenjur eru að breytast á höfuðborgarsvæðinu. Sífellt fleiri fara sinna daglegu ferða á hjóli og unnið er að því að bæta aðstæður hjólareiðafólks. Þessi þróun er jákvæð fyrir umhverfið, samfélagið og mannlífið í borginni en ekki má gleyma því að hún er á byrjunarstigi. Hjólreiðafólk er að leita að réttu leiðinni í götóttu hjólakerfi og bílstjórar eru að venjast því að koma auga á fyrirferðarlitlu og hljóðlátu hjólin. Umferðarkerfið stendur enn ekki undir þessum breyttu ferðavenjum en unnið er markvisst að umbótum fyrir fjölbreyttari ferðamáta. Á meðan þær umbætur standa yfir verðum við öll að vera á varðbergi, þar er enginn einstaklingur undanskilinn. Kæra samferðafólk, við erum enn að venjast hvert öðru. Verum með meðvitund í umferðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
„Passaðu þig á bílunum, elskan.“ Þessi sakleysislega setning er merki um umhyggju í garð einhvers sem ætlar að hætta sér út í umferðarkerfi borgarinnar án þess að vera í bíl. Götur eru álitnar hættulegar öllum þeim sem ekki eru akandi og má segja að þær séu það í raun á meðan sá hugsunarháttur er ríkjandi. Gangandi og hjólandi vegfarendum er gert að passa sig á bílunum en ekki er eins mikið brýnt fyrir ökumönnum að vera á varðbergi. Ökumaður getur keyrt beint yfir á grænu ljósi án þess að hafa miklar áhyggjur af lífi sínu. Hjólreiðamaður getur því miður ekki leyft sér þann munað eins og staðan er í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Við virðumst oft gleyma að akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur eru sama fólkið. Mörg okkar nota hjól, bíl og aðra ferðamáta til skiptis. Ef það á ekki við er líklegt að við eigum systkini, börn, foreldra eða vini sem ferðast á annan hátt. Við erum öll í sama liði í umferðinni, ekki í keppni. Flest höfum við það að markmiði að komast á milli staða. Í umferðinni tilheyrum við ekki mismunandi hagsmunahópum eða andstæðum pólitískum öflum. Fólk leyfir sér að hallmæla „hinum“ ferðamátunum og er algengt að hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur verði nokkuð illa úti í slíkum umræðum: Hjólreiðafólk fer óvarlega og birtist eins og þruma úr heiðskíru lofti. Gangandi vegfarendur gæta ekki varúðar er þeir fara yfir götu.Meðvitundarlitlir ökumenn Það er aldrei gangandi eða hjólandi vegfaranda að kenna sé keyrt á hann á gangbraut þar sem hann er í rétti. Það skiptir ekki máli hvort viðkomandi er á hraðferð, án endurskins, lengi að komast yfir götuna eða lágur í loftinu. „Þú varst á mikilli ferð, ég sá þig ekki,“ voru orð bílstjóra sem keyrði næstum á mig á gangbraut fyrir stuttu með þeim afleiðingum að ég lenti á kyrrstæðum bíl og kastaðist af hjólinu. Sem hjólandi vegfarandi í Reykjavík síðasta mánuðinn hef ég oft orðið vör við meðvitundarlitla ökumenn. Það er að mörgu að hyggja þegar verið er að stjórna ökutæki, en það er þó engin afsökun fyrir því að líta ekki í kringum sig eða fylgja ekki umferðarreglum. Vissulega er ekki hægt að varpa ábyrgðinni alfarið yfir á ökumenn því hver og einn ber ábyrgð á að stjórna sínu ökutæki, hvort sem það er hjól eða bíll. Ferðavenjur eru að breytast á höfuðborgarsvæðinu. Sífellt fleiri fara sinna daglegu ferða á hjóli og unnið er að því að bæta aðstæður hjólareiðafólks. Þessi þróun er jákvæð fyrir umhverfið, samfélagið og mannlífið í borginni en ekki má gleyma því að hún er á byrjunarstigi. Hjólreiðafólk er að leita að réttu leiðinni í götóttu hjólakerfi og bílstjórar eru að venjast því að koma auga á fyrirferðarlitlu og hljóðlátu hjólin. Umferðarkerfið stendur enn ekki undir þessum breyttu ferðavenjum en unnið er markvisst að umbótum fyrir fjölbreyttari ferðamáta. Á meðan þær umbætur standa yfir verðum við öll að vera á varðbergi, þar er enginn einstaklingur undanskilinn. Kæra samferðafólk, við erum enn að venjast hvert öðru. Verum með meðvitund í umferðinni.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun