Umhyggja í umferðinni Auður Hreiðarsdóttir skrifar 25. júlí 2013 07:00 „Passaðu þig á bílunum, elskan.“ Þessi sakleysislega setning er merki um umhyggju í garð einhvers sem ætlar að hætta sér út í umferðarkerfi borgarinnar án þess að vera í bíl. Götur eru álitnar hættulegar öllum þeim sem ekki eru akandi og má segja að þær séu það í raun á meðan sá hugsunarháttur er ríkjandi. Gangandi og hjólandi vegfarendum er gert að passa sig á bílunum en ekki er eins mikið brýnt fyrir ökumönnum að vera á varðbergi. Ökumaður getur keyrt beint yfir á grænu ljósi án þess að hafa miklar áhyggjur af lífi sínu. Hjólreiðamaður getur því miður ekki leyft sér þann munað eins og staðan er í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Við virðumst oft gleyma að akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur eru sama fólkið. Mörg okkar nota hjól, bíl og aðra ferðamáta til skiptis. Ef það á ekki við er líklegt að við eigum systkini, börn, foreldra eða vini sem ferðast á annan hátt. Við erum öll í sama liði í umferðinni, ekki í keppni. Flest höfum við það að markmiði að komast á milli staða. Í umferðinni tilheyrum við ekki mismunandi hagsmunahópum eða andstæðum pólitískum öflum. Fólk leyfir sér að hallmæla „hinum“ ferðamátunum og er algengt að hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur verði nokkuð illa úti í slíkum umræðum: Hjólreiðafólk fer óvarlega og birtist eins og þruma úr heiðskíru lofti. Gangandi vegfarendur gæta ekki varúðar er þeir fara yfir götu.Meðvitundarlitlir ökumenn Það er aldrei gangandi eða hjólandi vegfaranda að kenna sé keyrt á hann á gangbraut þar sem hann er í rétti. Það skiptir ekki máli hvort viðkomandi er á hraðferð, án endurskins, lengi að komast yfir götuna eða lágur í loftinu. „Þú varst á mikilli ferð, ég sá þig ekki,“ voru orð bílstjóra sem keyrði næstum á mig á gangbraut fyrir stuttu með þeim afleiðingum að ég lenti á kyrrstæðum bíl og kastaðist af hjólinu. Sem hjólandi vegfarandi í Reykjavík síðasta mánuðinn hef ég oft orðið vör við meðvitundarlitla ökumenn. Það er að mörgu að hyggja þegar verið er að stjórna ökutæki, en það er þó engin afsökun fyrir því að líta ekki í kringum sig eða fylgja ekki umferðarreglum. Vissulega er ekki hægt að varpa ábyrgðinni alfarið yfir á ökumenn því hver og einn ber ábyrgð á að stjórna sínu ökutæki, hvort sem það er hjól eða bíll. Ferðavenjur eru að breytast á höfuðborgarsvæðinu. Sífellt fleiri fara sinna daglegu ferða á hjóli og unnið er að því að bæta aðstæður hjólareiðafólks. Þessi þróun er jákvæð fyrir umhverfið, samfélagið og mannlífið í borginni en ekki má gleyma því að hún er á byrjunarstigi. Hjólreiðafólk er að leita að réttu leiðinni í götóttu hjólakerfi og bílstjórar eru að venjast því að koma auga á fyrirferðarlitlu og hljóðlátu hjólin. Umferðarkerfið stendur enn ekki undir þessum breyttu ferðavenjum en unnið er markvisst að umbótum fyrir fjölbreyttari ferðamáta. Á meðan þær umbætur standa yfir verðum við öll að vera á varðbergi, þar er enginn einstaklingur undanskilinn. Kæra samferðafólk, við erum enn að venjast hvert öðru. Verum með meðvitund í umferðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
„Passaðu þig á bílunum, elskan.“ Þessi sakleysislega setning er merki um umhyggju í garð einhvers sem ætlar að hætta sér út í umferðarkerfi borgarinnar án þess að vera í bíl. Götur eru álitnar hættulegar öllum þeim sem ekki eru akandi og má segja að þær séu það í raun á meðan sá hugsunarháttur er ríkjandi. Gangandi og hjólandi vegfarendum er gert að passa sig á bílunum en ekki er eins mikið brýnt fyrir ökumönnum að vera á varðbergi. Ökumaður getur keyrt beint yfir á grænu ljósi án þess að hafa miklar áhyggjur af lífi sínu. Hjólreiðamaður getur því miður ekki leyft sér þann munað eins og staðan er í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Við virðumst oft gleyma að akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur eru sama fólkið. Mörg okkar nota hjól, bíl og aðra ferðamáta til skiptis. Ef það á ekki við er líklegt að við eigum systkini, börn, foreldra eða vini sem ferðast á annan hátt. Við erum öll í sama liði í umferðinni, ekki í keppni. Flest höfum við það að markmiði að komast á milli staða. Í umferðinni tilheyrum við ekki mismunandi hagsmunahópum eða andstæðum pólitískum öflum. Fólk leyfir sér að hallmæla „hinum“ ferðamátunum og er algengt að hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur verði nokkuð illa úti í slíkum umræðum: Hjólreiðafólk fer óvarlega og birtist eins og þruma úr heiðskíru lofti. Gangandi vegfarendur gæta ekki varúðar er þeir fara yfir götu.Meðvitundarlitlir ökumenn Það er aldrei gangandi eða hjólandi vegfaranda að kenna sé keyrt á hann á gangbraut þar sem hann er í rétti. Það skiptir ekki máli hvort viðkomandi er á hraðferð, án endurskins, lengi að komast yfir götuna eða lágur í loftinu. „Þú varst á mikilli ferð, ég sá þig ekki,“ voru orð bílstjóra sem keyrði næstum á mig á gangbraut fyrir stuttu með þeim afleiðingum að ég lenti á kyrrstæðum bíl og kastaðist af hjólinu. Sem hjólandi vegfarandi í Reykjavík síðasta mánuðinn hef ég oft orðið vör við meðvitundarlitla ökumenn. Það er að mörgu að hyggja þegar verið er að stjórna ökutæki, en það er þó engin afsökun fyrir því að líta ekki í kringum sig eða fylgja ekki umferðarreglum. Vissulega er ekki hægt að varpa ábyrgðinni alfarið yfir á ökumenn því hver og einn ber ábyrgð á að stjórna sínu ökutæki, hvort sem það er hjól eða bíll. Ferðavenjur eru að breytast á höfuðborgarsvæðinu. Sífellt fleiri fara sinna daglegu ferða á hjóli og unnið er að því að bæta aðstæður hjólareiðafólks. Þessi þróun er jákvæð fyrir umhverfið, samfélagið og mannlífið í borginni en ekki má gleyma því að hún er á byrjunarstigi. Hjólreiðafólk er að leita að réttu leiðinni í götóttu hjólakerfi og bílstjórar eru að venjast því að koma auga á fyrirferðarlitlu og hljóðlátu hjólin. Umferðarkerfið stendur enn ekki undir þessum breyttu ferðavenjum en unnið er markvisst að umbótum fyrir fjölbreyttari ferðamáta. Á meðan þær umbætur standa yfir verðum við öll að vera á varðbergi, þar er enginn einstaklingur undanskilinn. Kæra samferðafólk, við erum enn að venjast hvert öðru. Verum með meðvitund í umferðinni.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun