Almannavæðing Benjamin Julian skrifar 17. október 2013 06:00 Ríkisrekstur er prýðilegt dæmi um sjálfheldu. Þegar hið opinbera hefur tekið að sér rekstur stofnunar á borð við banka eða fjölmiðil eru fáir tilbúnir að færa reksturinn aftur frá ríkinu, þrátt fyrir þá spillingu og vanhæfni sem fylgir ríkisrekstri. Almenningur vantreystir einkavæðingu af sömu ástæðu og tilefni væri til hennar: vegna spillingar. Þar sem uggur gagnvart einokun einkaaðila er meiri en gagnvart einokun ríkisins – við erum svo vön henni – er meiri ótti við spillta einkavæðingu en spillingu í opinberri stofnun. Eftir sitjum við með ríki sem enginn vill að láti af völdum sem við vitum þó að það misnotar. Við erum þó ekki milli steins og sleggju. Í stað einkavæðingar mætti almannavæða ríkisstofnanir. Það er hægt að gera á tvo vegu. Önnur leiðin væri að breyta þeim í félög þar sem félagsgjöldin eru reiknuð á sama hátt og skattgreiðslur nú. Allir meðlimir hefðu jafnan kosningarétt um málefni félagsins og gætu sagt eða selt sig úr því ef þeir vilja. Þessi leið myndi henta fyrir ríkisstofnanir sem nú skila tapi, til dæmis Ríkisútvarpið. Hin leiðin væri að breyta þeim í eins konar hlutafélag. Arður yrði greiddur út eftir reglum félagsins, sem kjósa mætti um á fyrsta aðalfundi. Hver hluthafi – hver borgari, til að byrja með – fengi jafnan atkvæðisrétt, óháð hlutstærð. Þessi leið myndi henta fyrir banka. Í leiðinni yrði dreifð eign og stjórn á bönkunum tryggð. Með þessu fyrirkomulagi væru stofnanirnar enn undir sama hatti lýðræðis og þær eru núna, þar sem atkvæðisréttur fer ekki eftir auðlegð, með þeirri viðbót að hægt væri að segja eða selja sig úr félaginu. Ítök almennings í opinberum stofnunum yrðu þá mikið sterkari, enda eru þau núna engin. Venjulegu mótbárunni um að beinna lýðræði leggi óþarfa vinnu á hendur almennings er auðsvarað. Enginn þarf að mæta á aðalfundinn. Enn fremur hafa allir Íslendingar aðgang að tölvum og netinu. Við kjósum enn til Alþingis með aðferðum ekki alls ólíkum þeim í borgríkjum Grikklands hins forna. Rafrænar kosningar bjóða mikið svigrúm til bóta. Með auknum ítökum almennings í stofnunum landsins væri einhver von til að nýta það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Ríkisrekstur er prýðilegt dæmi um sjálfheldu. Þegar hið opinbera hefur tekið að sér rekstur stofnunar á borð við banka eða fjölmiðil eru fáir tilbúnir að færa reksturinn aftur frá ríkinu, þrátt fyrir þá spillingu og vanhæfni sem fylgir ríkisrekstri. Almenningur vantreystir einkavæðingu af sömu ástæðu og tilefni væri til hennar: vegna spillingar. Þar sem uggur gagnvart einokun einkaaðila er meiri en gagnvart einokun ríkisins – við erum svo vön henni – er meiri ótti við spillta einkavæðingu en spillingu í opinberri stofnun. Eftir sitjum við með ríki sem enginn vill að láti af völdum sem við vitum þó að það misnotar. Við erum þó ekki milli steins og sleggju. Í stað einkavæðingar mætti almannavæða ríkisstofnanir. Það er hægt að gera á tvo vegu. Önnur leiðin væri að breyta þeim í félög þar sem félagsgjöldin eru reiknuð á sama hátt og skattgreiðslur nú. Allir meðlimir hefðu jafnan kosningarétt um málefni félagsins og gætu sagt eða selt sig úr því ef þeir vilja. Þessi leið myndi henta fyrir ríkisstofnanir sem nú skila tapi, til dæmis Ríkisútvarpið. Hin leiðin væri að breyta þeim í eins konar hlutafélag. Arður yrði greiddur út eftir reglum félagsins, sem kjósa mætti um á fyrsta aðalfundi. Hver hluthafi – hver borgari, til að byrja með – fengi jafnan atkvæðisrétt, óháð hlutstærð. Þessi leið myndi henta fyrir banka. Í leiðinni yrði dreifð eign og stjórn á bönkunum tryggð. Með þessu fyrirkomulagi væru stofnanirnar enn undir sama hatti lýðræðis og þær eru núna, þar sem atkvæðisréttur fer ekki eftir auðlegð, með þeirri viðbót að hægt væri að segja eða selja sig úr félaginu. Ítök almennings í opinberum stofnunum yrðu þá mikið sterkari, enda eru þau núna engin. Venjulegu mótbárunni um að beinna lýðræði leggi óþarfa vinnu á hendur almennings er auðsvarað. Enginn þarf að mæta á aðalfundinn. Enn fremur hafa allir Íslendingar aðgang að tölvum og netinu. Við kjósum enn til Alþingis með aðferðum ekki alls ólíkum þeim í borgríkjum Grikklands hins forna. Rafrænar kosningar bjóða mikið svigrúm til bóta. Með auknum ítökum almennings í stofnunum landsins væri einhver von til að nýta það.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun