Almannavæðing Benjamin Julian skrifar 17. október 2013 06:00 Ríkisrekstur er prýðilegt dæmi um sjálfheldu. Þegar hið opinbera hefur tekið að sér rekstur stofnunar á borð við banka eða fjölmiðil eru fáir tilbúnir að færa reksturinn aftur frá ríkinu, þrátt fyrir þá spillingu og vanhæfni sem fylgir ríkisrekstri. Almenningur vantreystir einkavæðingu af sömu ástæðu og tilefni væri til hennar: vegna spillingar. Þar sem uggur gagnvart einokun einkaaðila er meiri en gagnvart einokun ríkisins – við erum svo vön henni – er meiri ótti við spillta einkavæðingu en spillingu í opinberri stofnun. Eftir sitjum við með ríki sem enginn vill að láti af völdum sem við vitum þó að það misnotar. Við erum þó ekki milli steins og sleggju. Í stað einkavæðingar mætti almannavæða ríkisstofnanir. Það er hægt að gera á tvo vegu. Önnur leiðin væri að breyta þeim í félög þar sem félagsgjöldin eru reiknuð á sama hátt og skattgreiðslur nú. Allir meðlimir hefðu jafnan kosningarétt um málefni félagsins og gætu sagt eða selt sig úr því ef þeir vilja. Þessi leið myndi henta fyrir ríkisstofnanir sem nú skila tapi, til dæmis Ríkisútvarpið. Hin leiðin væri að breyta þeim í eins konar hlutafélag. Arður yrði greiddur út eftir reglum félagsins, sem kjósa mætti um á fyrsta aðalfundi. Hver hluthafi – hver borgari, til að byrja með – fengi jafnan atkvæðisrétt, óháð hlutstærð. Þessi leið myndi henta fyrir banka. Í leiðinni yrði dreifð eign og stjórn á bönkunum tryggð. Með þessu fyrirkomulagi væru stofnanirnar enn undir sama hatti lýðræðis og þær eru núna, þar sem atkvæðisréttur fer ekki eftir auðlegð, með þeirri viðbót að hægt væri að segja eða selja sig úr félaginu. Ítök almennings í opinberum stofnunum yrðu þá mikið sterkari, enda eru þau núna engin. Venjulegu mótbárunni um að beinna lýðræði leggi óþarfa vinnu á hendur almennings er auðsvarað. Enginn þarf að mæta á aðalfundinn. Enn fremur hafa allir Íslendingar aðgang að tölvum og netinu. Við kjósum enn til Alþingis með aðferðum ekki alls ólíkum þeim í borgríkjum Grikklands hins forna. Rafrænar kosningar bjóða mikið svigrúm til bóta. Með auknum ítökum almennings í stofnunum landsins væri einhver von til að nýta það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Ríkisrekstur er prýðilegt dæmi um sjálfheldu. Þegar hið opinbera hefur tekið að sér rekstur stofnunar á borð við banka eða fjölmiðil eru fáir tilbúnir að færa reksturinn aftur frá ríkinu, þrátt fyrir þá spillingu og vanhæfni sem fylgir ríkisrekstri. Almenningur vantreystir einkavæðingu af sömu ástæðu og tilefni væri til hennar: vegna spillingar. Þar sem uggur gagnvart einokun einkaaðila er meiri en gagnvart einokun ríkisins – við erum svo vön henni – er meiri ótti við spillta einkavæðingu en spillingu í opinberri stofnun. Eftir sitjum við með ríki sem enginn vill að láti af völdum sem við vitum þó að það misnotar. Við erum þó ekki milli steins og sleggju. Í stað einkavæðingar mætti almannavæða ríkisstofnanir. Það er hægt að gera á tvo vegu. Önnur leiðin væri að breyta þeim í félög þar sem félagsgjöldin eru reiknuð á sama hátt og skattgreiðslur nú. Allir meðlimir hefðu jafnan kosningarétt um málefni félagsins og gætu sagt eða selt sig úr því ef þeir vilja. Þessi leið myndi henta fyrir ríkisstofnanir sem nú skila tapi, til dæmis Ríkisútvarpið. Hin leiðin væri að breyta þeim í eins konar hlutafélag. Arður yrði greiddur út eftir reglum félagsins, sem kjósa mætti um á fyrsta aðalfundi. Hver hluthafi – hver borgari, til að byrja með – fengi jafnan atkvæðisrétt, óháð hlutstærð. Þessi leið myndi henta fyrir banka. Í leiðinni yrði dreifð eign og stjórn á bönkunum tryggð. Með þessu fyrirkomulagi væru stofnanirnar enn undir sama hatti lýðræðis og þær eru núna, þar sem atkvæðisréttur fer ekki eftir auðlegð, með þeirri viðbót að hægt væri að segja eða selja sig úr félaginu. Ítök almennings í opinberum stofnunum yrðu þá mikið sterkari, enda eru þau núna engin. Venjulegu mótbárunni um að beinna lýðræði leggi óþarfa vinnu á hendur almennings er auðsvarað. Enginn þarf að mæta á aðalfundinn. Enn fremur hafa allir Íslendingar aðgang að tölvum og netinu. Við kjósum enn til Alþingis með aðferðum ekki alls ólíkum þeim í borgríkjum Grikklands hins forna. Rafrænar kosningar bjóða mikið svigrúm til bóta. Með auknum ítökum almennings í stofnunum landsins væri einhver von til að nýta það.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun