Af hverju selur fólk Ólympíu-verðlaunin sín? 17. október 2013 15:15 Það hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið hver af Silfurdrengjunum okkar hafi reynt að selja medalíuna sína frá Ólympíuleikunum í Peking. Þetta er svo sannarlega ekki í fyrsta skiptið sem verðlaunahafi frá Ólympíuleikum selur medalíuna sína. Það er misjafnt hvaða ástæður liggja að baki því að íþróttamenn selji jafn dýrmætan hlut. Oftar en ekki er þó ástæðan sú að íþróttamennirnir vilji styrkja gott málefni. Vísir rifjar upp sögu fimm íþróttamanna sem seldu verðlaunin sín.Mark Wells, Bandaríkin. Íshokkýleikmaður. Wells vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum 1980. Hann seldi medalíuna til að standa straum af sjúkrakostnaði en hann var með sjaldgæfan genasjúkdóm. Medalían hans fór á 37,5 milljónir króna árið 2010. "Þetta er gríðarlega erfið ákvörðun enda er medalían sönnun alls sem ég hef lagt á mig. Ég mun sofa með hana síðustu dagana sem hún er í minni vörslu," sagði Wells. Wladimir Klitschko, Úkraína. Hnefaleikakappi.Klitsckhko er hann tryggði sér gullið.Klitschko vann gullverðlaun á ÓL í Atlanta árið 1996. Klitschko vildi hjálpa fátækum börnum í Úkraínu og seldi því medalíuna til að styrkja þau. Medalían fór á rúmar 120 milljónir króna. Þegar kaupandinn frétti ástæðuna fyrir sölunni ákvað hann að skila medalíunni. Hún er enn í vörslu Klitschko en börnin fengu sinn pening. Anthony Ervin, Bandaríkin. Sundmaður.Ervin var jafn Gary Hall Jr. og fengu þeir báðir gull.Ervin vann gull í 50 metra skriðsundi í Sydney árið 2000. Hann lagði skýluna á hilluna aðeins þrem árum síðar en þá var hann 23 ára. Hann setti medalíuna sína í sölu á eBay og fékk fyrir hana rúmar 2 milljónir króna. Sá peningur fór í góðgerðarmál. Otylia Jedrzejczak, Pólland. Sundkona.Fyrir ÓL í Aþenu árið 2004 lýsti Jedrzejczak því yfir að ef hún myndi vinna gull yrði það selt til styrktar þeim sem minna mega sín. Hún stóð við stóru orðin og fékk tæpar 10 milljónir króna fyrir gullið sem hún vann í 200 metra flugsundi. Veik pólsk börn nutu góðs af þessum peningum. "Ég þarf ekki að eiga medalíuna til að muna eftir þessu. Ég veit að ég er Ólympíumeistari. Það verður aldrei tekið af mér," sagði Jedrzejczak. Tommie Smith, Bandaríkin. Hlaupari.Smith á efsta palli.Smith vann gullverðlaun á eftirminnilegum leikum árið 1968. Þau komu í 200 metra hlaupi. Hann setti medalíuna á sölu árið 2010 og vill fá rúmar 30 milljónir króna fyrir medalíuna. Enginn hefur enn verið til í að greiða þann pening og medalían er því enn til sölu. Sumir segja að Smith vanti pening en ævisöguhöfundur hans heldur því fram að peningarnir eigi að fara í gott málefni. Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Það hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið hver af Silfurdrengjunum okkar hafi reynt að selja medalíuna sína frá Ólympíuleikunum í Peking. Þetta er svo sannarlega ekki í fyrsta skiptið sem verðlaunahafi frá Ólympíuleikum selur medalíuna sína. Það er misjafnt hvaða ástæður liggja að baki því að íþróttamenn selji jafn dýrmætan hlut. Oftar en ekki er þó ástæðan sú að íþróttamennirnir vilji styrkja gott málefni. Vísir rifjar upp sögu fimm íþróttamanna sem seldu verðlaunin sín.Mark Wells, Bandaríkin. Íshokkýleikmaður. Wells vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum 1980. Hann seldi medalíuna til að standa straum af sjúkrakostnaði en hann var með sjaldgæfan genasjúkdóm. Medalían hans fór á 37,5 milljónir króna árið 2010. "Þetta er gríðarlega erfið ákvörðun enda er medalían sönnun alls sem ég hef lagt á mig. Ég mun sofa með hana síðustu dagana sem hún er í minni vörslu," sagði Wells. Wladimir Klitschko, Úkraína. Hnefaleikakappi.Klitsckhko er hann tryggði sér gullið.Klitschko vann gullverðlaun á ÓL í Atlanta árið 1996. Klitschko vildi hjálpa fátækum börnum í Úkraínu og seldi því medalíuna til að styrkja þau. Medalían fór á rúmar 120 milljónir króna. Þegar kaupandinn frétti ástæðuna fyrir sölunni ákvað hann að skila medalíunni. Hún er enn í vörslu Klitschko en börnin fengu sinn pening. Anthony Ervin, Bandaríkin. Sundmaður.Ervin var jafn Gary Hall Jr. og fengu þeir báðir gull.Ervin vann gull í 50 metra skriðsundi í Sydney árið 2000. Hann lagði skýluna á hilluna aðeins þrem árum síðar en þá var hann 23 ára. Hann setti medalíuna sína í sölu á eBay og fékk fyrir hana rúmar 2 milljónir króna. Sá peningur fór í góðgerðarmál. Otylia Jedrzejczak, Pólland. Sundkona.Fyrir ÓL í Aþenu árið 2004 lýsti Jedrzejczak því yfir að ef hún myndi vinna gull yrði það selt til styrktar þeim sem minna mega sín. Hún stóð við stóru orðin og fékk tæpar 10 milljónir króna fyrir gullið sem hún vann í 200 metra flugsundi. Veik pólsk börn nutu góðs af þessum peningum. "Ég þarf ekki að eiga medalíuna til að muna eftir þessu. Ég veit að ég er Ólympíumeistari. Það verður aldrei tekið af mér," sagði Jedrzejczak. Tommie Smith, Bandaríkin. Hlaupari.Smith á efsta palli.Smith vann gullverðlaun á eftirminnilegum leikum árið 1968. Þau komu í 200 metra hlaupi. Hann setti medalíuna á sölu árið 2010 og vill fá rúmar 30 milljónir króna fyrir medalíuna. Enginn hefur enn verið til í að greiða þann pening og medalían er því enn til sölu. Sumir segja að Smith vanti pening en ævisöguhöfundur hans heldur því fram að peningarnir eigi að fara í gott málefni.
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira