Falleinkunn fyrir stjórnendur Landspítalans Guðl. Gauti Jónsson skrifar 12. febrúar 2013 06:00 Við eigum frábært heilbrigðiskerfi. Sama hvaða mælingar eru notaðar erum við í hópi þeirra þjóða sem koma best út í samanburði. Þetta á líka við eftir árið 2008. En við erum að draga saman og það er erfitt. Leikmanni sýnist að gerð hafi verið mistök. Starfsmannaflóttinn er nokkuð skýr ábending til stjórnenda og stjórnvalda um að svo sé. Íslendingar eru vanir átaksverkefnum og lotuvinnu. Starfsfólk Landspítalans gekk til verka eftir hrun með því hugarfari. Það tók á sig meiri vinnu, skert laun og verri aðbúnað fyrir sig og skjólstæðinga sína. Það gekk af æðruleysi til starfa og sumir, sem töldu sig þurfa aukin laun til að standa við skuldbindingar sínar, sóttu þau með ærinni fyrirhöfn í öðrum störfum og/eða öðrum löndum. Kunnáttan til að að draga saman starfsemina var minni en til að auka við hana. Auk þess er erfitt að segja til um það á líðandi stundu hvenær komið er að þanmörkum og hvenær farið er yfir strikið. Fréttir og frásagnir síðustu mánuði benda til að það síðara hafi verið raunin. Öfugt við það sem oftast gerist í lotuvinnu var ekki um neina umbun eða ánægjuauka að ræða heldur fór ástandið versnandi dag frá degi. Framkoma æðstu stjórnenda spítalans og stjórnvalda við starfsfólkið var og er með eindæmum klaufaleg og ónærgætin, svo ekki sé meira sagt. Frægt er þegar hækka átti laun forstjórans í september sl. um meira en heil mánaðarlaun annarra starfsmanna án þess að þeir fengju neitt. Þótt þessi niðurlægjandi aðgerð hafi verið dregin til baka var skaðinn skeður. Stjórnendur höfðu sýnt starfsfólkinu lítilsvirðingu sem laskaði baráttuþrek þess og langlundargeð til frambúðar. Nú segir starfsfólkið fullum fetum að yfirmenn hafi komið illa fram við það. Í ofanálag er forgangsraðað á móti starfseminni og starfsfólkinu. Á meðan sjúklingar og starfsfólk sæta óhóflegri aðstöðu- og kjaraskerðingu og tæki og húsakostur grotnar niður í kringum það hafa verið settar a.m.k. 1.500 milljónir króna í hönnun nýs spítala (2009-2012 skv. heilbrigðisráðuneyti) en trúlega meira en þreföld sú upphæð í verkefnið í heild. Ef áætlanir um að byggja spítalann á þessum stað ganga eftir mun Landspítalalóðin verða stærsti byggingarstaður Reykjavíkur um langt árabil. Það mun orsaka mikla truflun á starfsemi spítalans, gera auknar kröfur til starfsmanna og valda auknu álagi á þá. Í deiliskipulagi Landspítalalóðarinnar kemur fram að starfsmenn muni þurfa að greiða bílastæðisgjald og að ekki verði bílastæði fyrir alla, sem sé í lagi því þeir geti komið til vinnu á reiðhjóli. Stjórnendur spítalans nefna það sem ástæðu fyrir því að velja spítalalóðina fyrir nýjan Landspítala, að margir af starfsmönnunum búi í nágrenni hans. Þeir munu þá þurfa að búa við aukna loftmengun, aukna hljóðmengun og aukinn gegnumakstur í hverfinu sínu, og lækkandi fasteignaverð. Ég leyfi mér að fullyrða að yfirgnæfandi meirihluti starfsmanna Landspítalans skilur ekki og styður ekki byggingu 50-100 milljarða spítala á meðan ástandið er óbreytt. Þeir tóku fullan þátt í varnarbaráttu fyrir heilbrigðiskerfið en æðstu stjórnendum spítalans og stjórnvöldum tókst með einu pennastriki að breyta þessu síðasta haust. Þessir sömu aðilar halda byggingarmálunum til streitu þvert á vilja mikils meirihluta almennings. Hvernig endar það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Við eigum frábært heilbrigðiskerfi. Sama hvaða mælingar eru notaðar erum við í hópi þeirra þjóða sem koma best út í samanburði. Þetta á líka við eftir árið 2008. En við erum að draga saman og það er erfitt. Leikmanni sýnist að gerð hafi verið mistök. Starfsmannaflóttinn er nokkuð skýr ábending til stjórnenda og stjórnvalda um að svo sé. Íslendingar eru vanir átaksverkefnum og lotuvinnu. Starfsfólk Landspítalans gekk til verka eftir hrun með því hugarfari. Það tók á sig meiri vinnu, skert laun og verri aðbúnað fyrir sig og skjólstæðinga sína. Það gekk af æðruleysi til starfa og sumir, sem töldu sig þurfa aukin laun til að standa við skuldbindingar sínar, sóttu þau með ærinni fyrirhöfn í öðrum störfum og/eða öðrum löndum. Kunnáttan til að að draga saman starfsemina var minni en til að auka við hana. Auk þess er erfitt að segja til um það á líðandi stundu hvenær komið er að þanmörkum og hvenær farið er yfir strikið. Fréttir og frásagnir síðustu mánuði benda til að það síðara hafi verið raunin. Öfugt við það sem oftast gerist í lotuvinnu var ekki um neina umbun eða ánægjuauka að ræða heldur fór ástandið versnandi dag frá degi. Framkoma æðstu stjórnenda spítalans og stjórnvalda við starfsfólkið var og er með eindæmum klaufaleg og ónærgætin, svo ekki sé meira sagt. Frægt er þegar hækka átti laun forstjórans í september sl. um meira en heil mánaðarlaun annarra starfsmanna án þess að þeir fengju neitt. Þótt þessi niðurlægjandi aðgerð hafi verið dregin til baka var skaðinn skeður. Stjórnendur höfðu sýnt starfsfólkinu lítilsvirðingu sem laskaði baráttuþrek þess og langlundargeð til frambúðar. Nú segir starfsfólkið fullum fetum að yfirmenn hafi komið illa fram við það. Í ofanálag er forgangsraðað á móti starfseminni og starfsfólkinu. Á meðan sjúklingar og starfsfólk sæta óhóflegri aðstöðu- og kjaraskerðingu og tæki og húsakostur grotnar niður í kringum það hafa verið settar a.m.k. 1.500 milljónir króna í hönnun nýs spítala (2009-2012 skv. heilbrigðisráðuneyti) en trúlega meira en þreföld sú upphæð í verkefnið í heild. Ef áætlanir um að byggja spítalann á þessum stað ganga eftir mun Landspítalalóðin verða stærsti byggingarstaður Reykjavíkur um langt árabil. Það mun orsaka mikla truflun á starfsemi spítalans, gera auknar kröfur til starfsmanna og valda auknu álagi á þá. Í deiliskipulagi Landspítalalóðarinnar kemur fram að starfsmenn muni þurfa að greiða bílastæðisgjald og að ekki verði bílastæði fyrir alla, sem sé í lagi því þeir geti komið til vinnu á reiðhjóli. Stjórnendur spítalans nefna það sem ástæðu fyrir því að velja spítalalóðina fyrir nýjan Landspítala, að margir af starfsmönnunum búi í nágrenni hans. Þeir munu þá þurfa að búa við aukna loftmengun, aukna hljóðmengun og aukinn gegnumakstur í hverfinu sínu, og lækkandi fasteignaverð. Ég leyfi mér að fullyrða að yfirgnæfandi meirihluti starfsmanna Landspítalans skilur ekki og styður ekki byggingu 50-100 milljarða spítala á meðan ástandið er óbreytt. Þeir tóku fullan þátt í varnarbaráttu fyrir heilbrigðiskerfið en æðstu stjórnendum spítalans og stjórnvöldum tókst með einu pennastriki að breyta þessu síðasta haust. Þessir sömu aðilar halda byggingarmálunum til streitu þvert á vilja mikils meirihluta almennings. Hvernig endar það?
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar