
Nýtum allan mannauðinn – líka í fjölmiðlum
Hefur eitthvað breyst?
Fjórum árum síðar fórum við 12 konur af stað með fyrsta sérhæfða samskiptamiðilinn á Íslandi, spyr.is. Við völdum opnunardaginn 6. október 2012, þ.e. hinn margfræga „Guð blessi Ísland“ dag. Á tæpum sex mánuðum höfum við lært að opnun fyrirspurnargáttar fyrir almenning var ekki bara tímabær heldur er að vekja athygli erlendis sem fyrsti samskiptamiðillinn í heimi sem formlega hefur það hlutverk að óska eftir svörum fyrir almenning. Hátt í fjögur hundruð aðilar hafa nú svarað spurningum á spyr.is og voru kynjahlutföll svarenda um síðustu mánaðamót sem hér segir:
48% eru karlmenn, 38% eru konur og 14% eru ókyngreind, þ.e. svör eru birt í nafni fyrirtækis eða stofnunar. Ef ókyngreind svör eru ekki meðtalin væru kynjahlutföllin 56% karlmenn og 44% konur. Á þessum sex mánuðum höfum við hins vegar komist að því að til þess að halda þessum hlutföllum sem jöfnustum þurfum við að leita, finna og velja fréttir með kynjahlutfall svarenda í huga. En ef konur eru sjaldnar viðmælendur í fréttum fjölmiðla, þýðir það þá að konur hafi eitthvað minna að segja en karlmenn?
Konur sem hafa vit!
Svarið við síðustu spurningu er klárlega nei. Ég nefni hér dæmi frá viðskiptavinum spyr.is þar sem stór íslensk fyrirtæki eru með stolti að tefla fram flottum konum og ráðgjöfum: Ásdís B. Jónsdóttir, gæðastjóri hjá N1, hefur verið forsvarsmaður N1 í að miðla þekkingu er varðar gæði og öryggismál stórfyrirtækja. Ekki er hægt að segja annað en að Ásdís starfi í mjög karllægu umhverfi olíu og bifreiða. Annað gott dæmi er ráðgjafar KPMG. Á fyrsta birtingarmánuði KPMG á spyr.is tefldi KPMG fram þremur konum á sínum vegum fyrir upplýsingamiðlun og ráðgjöf en það voru Guðrún B. Bragadóttir, Berglind Guðmundsdóttir og Soffía Björgvinsdóttir. Hjá Landsbankanum hafa tvær konur verið í samskiptum við lesendur, þær Margrét O. Ásgeirsdóttir og Steinunn Pálmadóttir. Spurningum til Símans hefur verið svarað af Gunnhildi Ö. Gunnarsdóttur, fyrrverandi blaðamanni. Og eru þá ekki upp talin samskiptin sem þjálfararnir hjá World Class eða Lukka á Happ eiga vikulega við lesendur um hollustu og hreysti. Já, það vantar ekki konurnar með þekkinguna en það sem meira er: Það eru fyrirtækin sjálf sem tefla þessum konum fram! En hvers vegna sjáum við konurnar þá ekki meira í fjölmiðlunum sjálfum?
Spennandi tækifæri
Hér eins og víða er fréttastofum og ritstjórnum fjölmiðla stjórnað af karlmönnum. Auðvitað hefur þetta áhrif, sama hvað þessir karlmenn halda kannski sjálfir. Að mínu mati yrði hvoru tveggja reyndar til góðs, að fjölga konum á fjölmiðlum og að fjölga konum í fjölmiðlum. Að þessu sinni læt ég það þó nægja að mæla með því að fjölmiðlar finni fleiri konur í fréttir, ekki bara í sparidagskrárþættina. Fyrir vikið fáum við fjölbreyttari fréttir og eflaust málefnalegri umræður líka þar sem mannauðurinn yrði nýttur betur en nú. Ef einhverjir fjölmiðlar líta á þessa grein sem enn eitt kvennarausið, eru kannski sannfærðir um að konur séu tregar við að mæta í viðtöl, að fjölmiðlarnir séu eingöngu að endurspegla ytra umhverfi eða trúa því að karlmenn séu hreinlega hæfastir til að stýra fjölmiðlunum, þá eiga þeir það bara við sig.
Staðreyndin er að konum hefur fjölgað á þingi, jöfn kynjaskipting í ríkisstjórn telst eðlileg krafa, kynjakvótalög hafa verið sett fyrir stjórnir stærri fyrirtækja og nú er hreinlega komið að því að ræða svolítið fjölmiðlana. Þar liggja mörg spennandi tækifæri og upplagt að benda t.d. á fjölmiðlalista FKA þar sem listuð eru upp nöfn kvenna sem eru tilbúnar til að ræða við fjölmiðla. Eins má líka benda á nafnalistann í þjóðskrá en þar eru kynjahlutföllin 50:50.
Skoðun

Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”?
Helen Olafsdóttir skrifar

Byrjað á öfugum enda!
Hjálmar Heiðdal skrifar

Væri ekki hlaupið út aftur
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Hefur ítrekað hótað okkur áður
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín!
Júlíus Valsson skrifar

Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Erum við á leiðinni í hnífavesti?
Davíð Bergmann skrifar

Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð
Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar

Kæfandi klámhögg sveitarstjóra
Jón Trausti Reynisson skrifar

Klár fyrir Verslunarmannahelgina?
Ágúst Mogensen skrifar

Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni
Einar Freyr Elínarson skrifar

Hið tæra illa
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta!
Guðmundur Björnsson skrifar

Hæðarveiki og lyf
Ari Trausti Guðmundsson skrifar

Landsvirkjun hafin yfir lög
Björg Eva Erlendsdóttir skrifar

Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik
Sveinn Ævar Sveinsson skrifar

Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans
Sigurður Kári skrifar

Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir
Erna Guðmundsdóttir skrifar

Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning?
Ómar Torfason skrifar

Trump les tölvupóstinn þinn
Mörður Áslaugarson skrifar

„Já, hvað með bara að skjóta hann!“
Þórhildur Hjaltadóttir skrifar

Heimar sem þurfa nýja umræðu!
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Sársauki annarra og samúðarþreyta
Guðrún Jónsdóttir skrifar

Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim
Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar

Alþjóðalög eða lögleysa?
Urður Hákonardóttir skrifar

Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna
Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar

GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Verri framkoma en hjá Trump
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar