Kanarífugl í andnauð Sóley Kaldal skrifar 2. maí 2013 09:00 Nýverið lauk í Reykjavík ráðstefnu um málefni norðurslóða þar sem akademískir sérfræðingar og ráðamenn landanna umhverfis norðurheimskautið komu saman til að ræða framtíðarhorfur svæðisins. Niðurstöður ráðstefnunnar voru allt í senn sláandi, spennandi og uggvekjandi. Norðurheimskautið (e. the arctic) er einstakt í hnattrænu samhengi því hingað til hefur það verið svo gott sem óaðgengilegt mönnum og þar af leiðandi er þar að finna ósnortin land- og hafsvæði. Loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa á örfáum árum umturnað landslagi norðurheimskautsins og áhugi þjóða heimsins eykst með hverjum bráðnuðum rúmmetra af ís. Ekkert er dýrmætara á jörðinni en ósnortið land og tækifærin sem í því felast vekja von í brjósti sumra og dollaramerki í augum annarra. Undir vinalegu yfirborði samstöðusamkundunnar í Norðurheimskautsráðinu horfa heimsveldin tortryggnisaugum hvert á annað á meðan hinar minni þjóðir tylla sér á tá og blása út brjóstkassann til að minna á tilvist sína. Stór svæði á norðurheimskautinu eru utan lögsögu og því er til mikils að vinna.Glaðst yfir misnotkun? Þrátt fyrir öll þau áhugaverðu pólitísku álitamál og öryggissjónarmið sem þessar nýtilkomnu aðstæður kalla á, þá kom á óvart að meginþráður ráðstefnunnar var annar. Það sem helstu fræðimenn í málefnum svæðisins vildu fyrst og fremst benda á er að þó vissulega séu mörg tækifæri falin í bráðnun íshellunnar, þá sé mun mikilvægara að skoða orsakir þessara aðstæðna og horfast í augu við ískaldan, eða réttara sagt, hlandvolgan veruleikann og spyrja sig: Er hægt að gleðjast yfir því að áratuga misnotkun manna á auðlindum jarðarinnar hafi nú leyst úr læðingi enn fleiri svæði til að herja á? Norðurheimskautinu hefur verið líkt við kanarífugl í kolanámu. Áhrif loftslagsbreytinga eru margfölduð á norðurheimskautinu og afleiðingar þess fyrir heiminn allan eru þegar orðnar miklar og alvarlegar í formi náttúruhamfara, svo sem þurrka, flóða og storma. Það vita það allir að þegar fuglinn drepst er ekki tímabært að opna flösku og skála heldur er það merki um að hafa sig á brott og það hratt.Tækifæri Íslendinga En hvað hefur þetta með Íslendinga að gera? Við erum ein þeirra þjóða sem eiga fast sæti í Norðurheimskautsráðinu og munum eiga hlutdeild í framtíðaráformum um svæðið. Okkur hafa einnig opnast möguleikar til nýtinga náttúruauðlinda þess á komandi árum. Mörgum finnst eflaust að nú sé okkar tími kominn til að fá sneið af kökunni og ósanngjarnt að hamla aðkomu okkar vegna umhverfisspjalla annarra. Það er þó mikilvægt að gera sér grein fyrir því að allar athafnir á norðurheimskautinu eru margfalt flóknari en á öðrum stöðum í heiminum og að tæknin til að tryggja öryggi manna og umhverfis er ekki til staðar á Íslandi í dag. Við erum vel menntuð og vel upplýst þjóð og okkur ber skylda til að nálgast málefni norðurheimskautsins af yfirvegun og virðingu. Við megum ekki gleyma okkur í dagdraumum um olíufursta norðursins og við megum ekki láta stjórnmálamenn tæla okkur til lags við vafasamar aðgerðir með loforðum um skjótan gróða. Tækifæri Íslendinga til hamingju og hagsældar eru óteljandi og síst háð nýtingu náttúruauðlinda, því líkt og einn fræðimaðurinn benti á þá er hagsæld þjóða yfirleitt í öfugu hlutfalli við gnægð náttúruauðlinda þeirra. Þótt það virðist öfugsnúið, þá skýrist það með því að það er töluvert erfiðara að misnota mannvitið en náttúruna. Nú þegar höfum við Íslendingar upplifað hringrás hinnar brostnu blöðru (e. boom-bust cycle) með óafturkræfum afleiðingum fyrir náttúruna og án sýnilegs ávinnings. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru einhver mesta ógn sem steðjar að mannkyninu fyrr og síðar og um það efast ekki nokkur virtur vísindamaður lengur. Þjóðir heims verða að bregðast við með ábyrgum hætti áður en það verður of seint – við getum ekki bara sest niður og spilað á fiðlu á meðan jörðin brennur. Það er nú einu sinni þannig að við þurfum á jörðinni að halda, en hún þarf hins vegar ekki á okkur að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Nýverið lauk í Reykjavík ráðstefnu um málefni norðurslóða þar sem akademískir sérfræðingar og ráðamenn landanna umhverfis norðurheimskautið komu saman til að ræða framtíðarhorfur svæðisins. Niðurstöður ráðstefnunnar voru allt í senn sláandi, spennandi og uggvekjandi. Norðurheimskautið (e. the arctic) er einstakt í hnattrænu samhengi því hingað til hefur það verið svo gott sem óaðgengilegt mönnum og þar af leiðandi er þar að finna ósnortin land- og hafsvæði. Loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa á örfáum árum umturnað landslagi norðurheimskautsins og áhugi þjóða heimsins eykst með hverjum bráðnuðum rúmmetra af ís. Ekkert er dýrmætara á jörðinni en ósnortið land og tækifærin sem í því felast vekja von í brjósti sumra og dollaramerki í augum annarra. Undir vinalegu yfirborði samstöðusamkundunnar í Norðurheimskautsráðinu horfa heimsveldin tortryggnisaugum hvert á annað á meðan hinar minni þjóðir tylla sér á tá og blása út brjóstkassann til að minna á tilvist sína. Stór svæði á norðurheimskautinu eru utan lögsögu og því er til mikils að vinna.Glaðst yfir misnotkun? Þrátt fyrir öll þau áhugaverðu pólitísku álitamál og öryggissjónarmið sem þessar nýtilkomnu aðstæður kalla á, þá kom á óvart að meginþráður ráðstefnunnar var annar. Það sem helstu fræðimenn í málefnum svæðisins vildu fyrst og fremst benda á er að þó vissulega séu mörg tækifæri falin í bráðnun íshellunnar, þá sé mun mikilvægara að skoða orsakir þessara aðstæðna og horfast í augu við ískaldan, eða réttara sagt, hlandvolgan veruleikann og spyrja sig: Er hægt að gleðjast yfir því að áratuga misnotkun manna á auðlindum jarðarinnar hafi nú leyst úr læðingi enn fleiri svæði til að herja á? Norðurheimskautinu hefur verið líkt við kanarífugl í kolanámu. Áhrif loftslagsbreytinga eru margfölduð á norðurheimskautinu og afleiðingar þess fyrir heiminn allan eru þegar orðnar miklar og alvarlegar í formi náttúruhamfara, svo sem þurrka, flóða og storma. Það vita það allir að þegar fuglinn drepst er ekki tímabært að opna flösku og skála heldur er það merki um að hafa sig á brott og það hratt.Tækifæri Íslendinga En hvað hefur þetta með Íslendinga að gera? Við erum ein þeirra þjóða sem eiga fast sæti í Norðurheimskautsráðinu og munum eiga hlutdeild í framtíðaráformum um svæðið. Okkur hafa einnig opnast möguleikar til nýtinga náttúruauðlinda þess á komandi árum. Mörgum finnst eflaust að nú sé okkar tími kominn til að fá sneið af kökunni og ósanngjarnt að hamla aðkomu okkar vegna umhverfisspjalla annarra. Það er þó mikilvægt að gera sér grein fyrir því að allar athafnir á norðurheimskautinu eru margfalt flóknari en á öðrum stöðum í heiminum og að tæknin til að tryggja öryggi manna og umhverfis er ekki til staðar á Íslandi í dag. Við erum vel menntuð og vel upplýst þjóð og okkur ber skylda til að nálgast málefni norðurheimskautsins af yfirvegun og virðingu. Við megum ekki gleyma okkur í dagdraumum um olíufursta norðursins og við megum ekki láta stjórnmálamenn tæla okkur til lags við vafasamar aðgerðir með loforðum um skjótan gróða. Tækifæri Íslendinga til hamingju og hagsældar eru óteljandi og síst háð nýtingu náttúruauðlinda, því líkt og einn fræðimaðurinn benti á þá er hagsæld þjóða yfirleitt í öfugu hlutfalli við gnægð náttúruauðlinda þeirra. Þótt það virðist öfugsnúið, þá skýrist það með því að það er töluvert erfiðara að misnota mannvitið en náttúruna. Nú þegar höfum við Íslendingar upplifað hringrás hinnar brostnu blöðru (e. boom-bust cycle) með óafturkræfum afleiðingum fyrir náttúruna og án sýnilegs ávinnings. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru einhver mesta ógn sem steðjar að mannkyninu fyrr og síðar og um það efast ekki nokkur virtur vísindamaður lengur. Þjóðir heims verða að bregðast við með ábyrgum hætti áður en það verður of seint – við getum ekki bara sest niður og spilað á fiðlu á meðan jörðin brennur. Það er nú einu sinni þannig að við þurfum á jörðinni að halda, en hún þarf hins vegar ekki á okkur að halda.
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun