Fjölmenning og faglegt skólastarf Jóhann Björnsson skrifar 6. desember 2013 06:00 Nýverið birtist í dagblaði viðtal við móður nemanda í grunnskóla. Móðirin gerði athugasemd við að barnið hennar hefði ekki fengið þá kennslu sem því bar á meðan meirihluti árgangsins fór í fermingarfræðsluferð á vegum kirkjunnar. Hér er ekki um nýjar fréttir að ræða. Grunnskólar hafa allt of oft fórnað fagmennskunni með þessum hætti. Börn sem ekki tilheyra stærsta trúfélaginu hafa allt of oft þurft að mæta afgangi í grunnskólum landsins, grunnskólum sem lögum samkvæmt eiga að vera fyrir alla. Á síðasta ári fermdust 209 börn borgaralega. Í fermingarfræðslunni barst reglulega í tal hver staða þeirra innan grunnskólans væri. Fyrir utan kæruleysi grunnskólanna þegar kemur að fermingarfræðsluferðunum á skólatíma höfðu mörg barnanna aðra og dapurlegri sögu að segja úr íslensku skólastarfi. Sum þeirra nefndu það sérstaklega að það væru kennarar í skólunum sem af einhverjum ástæðum spyrðu nemendur að því hvort þau ætluðu að fermast. Þegar fermingarbörn Siðmenntar sögðust ætla að fermast borgaralega var þess oft krafist að þau útskýrðu hvað í því fælist. Nokkur barnanna sögðu mér að þau hafi útskýrt það eftir bestu getu en kennararnir sögðu eftir útskýringar þeirra að þeir skildu samt ekki þessa borgaralegu fermingu. Einn drengurinn sagði mér að honum hafi sárnað viðbrögð kennarans vegna þess að hann vissi að kennarinn vildi ekki skilja út á hvað borgaraleg ferming gengur og hvers vegna ætti hann þá að vera að spyrja. Það er ekki gott og því síður gaman að vera 13 ára nemandi í skyldunámi og þurfa að eiga samskipti við jafn ónærgætið og illa faglega statt fólk. Nú stefnir í að um 300 börn fermist borgaralega í vor og ég vona að kennarar í grunnskólum landsins geri sér grein fyrir því að við búum ekki eingöngu í fjölmenningarlegu samfélagi þar sem fólk er misjafnt og má vera það, heldur kemur kennurum og öðrum starfsmönnum grunnskólanna ekki við hvort börn ætli sér að fermast eða ekki. Menntamálaráðuneytið setti fyrr á þesu ári fram reglur um samskipti skóla og trúfélaga á öllum skólastigum. Í þeim reglum segir meðal annars: Eftir fremsta megni skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum. Höfum það í huga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Nýverið birtist í dagblaði viðtal við móður nemanda í grunnskóla. Móðirin gerði athugasemd við að barnið hennar hefði ekki fengið þá kennslu sem því bar á meðan meirihluti árgangsins fór í fermingarfræðsluferð á vegum kirkjunnar. Hér er ekki um nýjar fréttir að ræða. Grunnskólar hafa allt of oft fórnað fagmennskunni með þessum hætti. Börn sem ekki tilheyra stærsta trúfélaginu hafa allt of oft þurft að mæta afgangi í grunnskólum landsins, grunnskólum sem lögum samkvæmt eiga að vera fyrir alla. Á síðasta ári fermdust 209 börn borgaralega. Í fermingarfræðslunni barst reglulega í tal hver staða þeirra innan grunnskólans væri. Fyrir utan kæruleysi grunnskólanna þegar kemur að fermingarfræðsluferðunum á skólatíma höfðu mörg barnanna aðra og dapurlegri sögu að segja úr íslensku skólastarfi. Sum þeirra nefndu það sérstaklega að það væru kennarar í skólunum sem af einhverjum ástæðum spyrðu nemendur að því hvort þau ætluðu að fermast. Þegar fermingarbörn Siðmenntar sögðust ætla að fermast borgaralega var þess oft krafist að þau útskýrðu hvað í því fælist. Nokkur barnanna sögðu mér að þau hafi útskýrt það eftir bestu getu en kennararnir sögðu eftir útskýringar þeirra að þeir skildu samt ekki þessa borgaralegu fermingu. Einn drengurinn sagði mér að honum hafi sárnað viðbrögð kennarans vegna þess að hann vissi að kennarinn vildi ekki skilja út á hvað borgaraleg ferming gengur og hvers vegna ætti hann þá að vera að spyrja. Það er ekki gott og því síður gaman að vera 13 ára nemandi í skyldunámi og þurfa að eiga samskipti við jafn ónærgætið og illa faglega statt fólk. Nú stefnir í að um 300 börn fermist borgaralega í vor og ég vona að kennarar í grunnskólum landsins geri sér grein fyrir því að við búum ekki eingöngu í fjölmenningarlegu samfélagi þar sem fólk er misjafnt og má vera það, heldur kemur kennurum og öðrum starfsmönnum grunnskólanna ekki við hvort börn ætli sér að fermast eða ekki. Menntamálaráðuneytið setti fyrr á þesu ári fram reglur um samskipti skóla og trúfélaga á öllum skólastigum. Í þeim reglum segir meðal annars: Eftir fremsta megni skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum. Höfum það í huga.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar