Ertu ekkert hrædd? Sigþrúður Guðmundsdóttir skrifar 6. desember 2013 06:00 Það er ekki alveg það sama; að vita og að skilja. Í sjö ár hef ég unnið í Kvennaathvarfinu og á þeim tíma hef ég lært margt um heimilisofbeldi og áhrif þess á börn. Ég hef setið, kannski ekki hundrað milljón fundi (en mér finnst stundum að það hljóti að vera nærri lagi), fyrirlestra og ráðstefnur, hef lesið ótal skýrslur og greinar um málið, horft á fræðslumyndir og hangið á netinu tímunum saman við að afla mér þekkingar. Ég hef talað við hundruð kvenna sem hafa búið við ofbeldi bæði sem börn og á fullorðinsárum og sem hafa alið upp sín börn á ofbeldisheimilum. Ég hef talað við mörg af þessum börnum. Sumt af þessu hefur skilað mér þekkingu, annað síður og ég geri mér ekki grein fyrir því hvenær ég lærði hvað um áhrif ofbeldis á börn en ég man nákvæmlega hvenær ég skildi. Það var vetur, það var dimmt og það rigndi. Ég var að tygja mig til heimferðar úr athvarfinu. Það var hlýtt og fjörugt inni í húsinu og það var að bresta á pitsuveisla. Einn strákurinn var ósáttur við það að ég væri að fara og var greinilega búinn að gleyma því að ég hafði þurft að skammast aðeins í honum fyrr um daginn. Hann spurði hvort ég ætlaði ekki að borða með þeim og ég sagði honum að ég væri að fara heim. Hann varð undrandi og svolítið skelkaður. „Heim“, sagði hann, „ertu ekkert hrædd?“ Og ég horfði í brúnustu augu í heimi og áttaði mig á því að þau höfðu séð ýmislegt sem væri bannað börnum ef það væri sjónvarpsefni. Þau höfðu séð svo hræðilega hluti að ég gat ekki ímyndað mér þá, gat ekki ímyndað mér angist hans og ótta.Skelfingu lostin Og mig langaði til að útskýra fyrir honum að vissulega væri ég pínulítið skelkuð á hjólinu í myrkrinu, sérstaklega þar sem ég hafði trassað að setja almennileg ljós á það en að heima hjá mér væri ekkert að óttast. Að þannig séu heimili; þar eigi fólk ekki að óttast neitt hversu hræðilegur sem heimurinn er fyrir utan. Mest af öllu langaði mig til að lofa honum að næst þegar hann færi heim, þá þyrfti hann ekki að vera hræddur en það loforð hefði ég ekki getað staðið við. Þetta kvöld skildi ég loksins almennilega að á Íslandi búa börn sem eru hrædd við að fara heim. Þau eru skelfingu lostin í eldhúsinu, í stofunni og undir sænginni sinni. Þau eru hrædd við að koma heim en líka hrædd við að fara að heiman af því að það getur svo hræðilega margt gerst á meðan þau eru í burtu. Kannski gerist einmitt það skelfilegasta af öllu þegar þau eru í örygginu á skólalóðinni, að paufast yfir Kringlumýrarbrautina í síðdegisumferðinni eða alein á heimleið í strætó. Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem lögfestur hefur verið á Íslandi, segir að vernda skuli öll börn gegn hvers kyns ofbeldi, misnotkun, skeytingarleysi og vanrækslu. Það markmið hefur okkur ekki tekist að uppfylla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Það er ekki alveg það sama; að vita og að skilja. Í sjö ár hef ég unnið í Kvennaathvarfinu og á þeim tíma hef ég lært margt um heimilisofbeldi og áhrif þess á börn. Ég hef setið, kannski ekki hundrað milljón fundi (en mér finnst stundum að það hljóti að vera nærri lagi), fyrirlestra og ráðstefnur, hef lesið ótal skýrslur og greinar um málið, horft á fræðslumyndir og hangið á netinu tímunum saman við að afla mér þekkingar. Ég hef talað við hundruð kvenna sem hafa búið við ofbeldi bæði sem börn og á fullorðinsárum og sem hafa alið upp sín börn á ofbeldisheimilum. Ég hef talað við mörg af þessum börnum. Sumt af þessu hefur skilað mér þekkingu, annað síður og ég geri mér ekki grein fyrir því hvenær ég lærði hvað um áhrif ofbeldis á börn en ég man nákvæmlega hvenær ég skildi. Það var vetur, það var dimmt og það rigndi. Ég var að tygja mig til heimferðar úr athvarfinu. Það var hlýtt og fjörugt inni í húsinu og það var að bresta á pitsuveisla. Einn strákurinn var ósáttur við það að ég væri að fara og var greinilega búinn að gleyma því að ég hafði þurft að skammast aðeins í honum fyrr um daginn. Hann spurði hvort ég ætlaði ekki að borða með þeim og ég sagði honum að ég væri að fara heim. Hann varð undrandi og svolítið skelkaður. „Heim“, sagði hann, „ertu ekkert hrædd?“ Og ég horfði í brúnustu augu í heimi og áttaði mig á því að þau höfðu séð ýmislegt sem væri bannað börnum ef það væri sjónvarpsefni. Þau höfðu séð svo hræðilega hluti að ég gat ekki ímyndað mér þá, gat ekki ímyndað mér angist hans og ótta.Skelfingu lostin Og mig langaði til að útskýra fyrir honum að vissulega væri ég pínulítið skelkuð á hjólinu í myrkrinu, sérstaklega þar sem ég hafði trassað að setja almennileg ljós á það en að heima hjá mér væri ekkert að óttast. Að þannig séu heimili; þar eigi fólk ekki að óttast neitt hversu hræðilegur sem heimurinn er fyrir utan. Mest af öllu langaði mig til að lofa honum að næst þegar hann færi heim, þá þyrfti hann ekki að vera hræddur en það loforð hefði ég ekki getað staðið við. Þetta kvöld skildi ég loksins almennilega að á Íslandi búa börn sem eru hrædd við að fara heim. Þau eru skelfingu lostin í eldhúsinu, í stofunni og undir sænginni sinni. Þau eru hrædd við að koma heim en líka hrædd við að fara að heiman af því að það getur svo hræðilega margt gerst á meðan þau eru í burtu. Kannski gerist einmitt það skelfilegasta af öllu þegar þau eru í örygginu á skólalóðinni, að paufast yfir Kringlumýrarbrautina í síðdegisumferðinni eða alein á heimleið í strætó. Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem lögfestur hefur verið á Íslandi, segir að vernda skuli öll börn gegn hvers kyns ofbeldi, misnotkun, skeytingarleysi og vanrækslu. Það markmið hefur okkur ekki tekist að uppfylla.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun