Viðsnúningur í framleiðslu og mesti hagvöxtur frá hruni Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. desember 2013 19:11 Hagvöxtur á Íslandi á þriðja ársfjórðungi þessa árs mældist 4,9 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Þetta er mjög hátt í alþjóðlegum samanburði og er niðurstaðan langt umfram spár. Ekki hefur mælst meiri hagvöxtur á einum ársfjórðungi frá hruni. Um þetta segir í greiningu Arion banka: „Ekki hefur mælst meiri hagvöxtur á einum ársfjórðungi frá hruni en einnig má benda á að annar og þriðji ársfjórðungur þessa árs mynda bestu samliggjandi fjórðunga frá því fyrir kreppu.“ Þetta er merkilega mikið í alþjóðlegum samanburði. Fréttastofa Stöðvar 2 kynnti sér tölfræði. Þetta eru staðfestar tölur frá Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins: Evrusvæðið (þau 17 ríki sem nota evruna) -0,4% samdráttur ESB (ríkin 28) 0,1% Bandaríkin 1,6% Noregur 1,9% Sviss 1,9% Japan 2,6% Ísland 4,9%. Regína Bjarnadóttir, aðalhagfræðingur Arion banka segir þetta koma ánægjulega á óvart.Hvað þýðir þetta eiginlega, er góðærið komið aftur? „Nei, það tel ég ekki en þetta eru einstaklega góðar tölur. Það sem ég tel jákvæðast við þetta er að hagvöxturinn er á mjög breiðum grundvelli. Við erum að sjá fjárfestingu aukast, útflutninginn og einkaneysluna. Við vorum hrædd um að hagvöxtur seinni hluta ársins yrði aðallega drifinn áfram af einkaneyslu en þetta er á miklu breiðari grunni sem er mjög jákvætt fyrir áframhaldandi vöxt,“ segir Regína.Kemur þetta ekki dálítið á óvart því væntingavísitalan hækkaði í vor en lækkaði síðan mjög hratt í sumar og það voru kannski ekki teikn á lofti um svona tölur? „Jú, vissulega kemur þetta á óvart og þetta kemur held ég öllum greiningaraðilum á óvart. Flestar greiningardeildir voru að gera ráð fyrir hagvexti vel undir 3 prósentum fyrir árið. Við erum þegar komin með 3,1 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins þannig að það er augljóst að þetta er miklu hærra en greiningaraðilar sáu fyrir.“Hvað þýðir þetta fyrir heimilin í landinu?Á fólk að sýna áfram ráðdeild? Hvað á fólk að lesa í þessar tölur? „Já, fólk á að sýna ráðdeild en þetta er kannski jákvætt fyrir hagvöxt næsta árs og tekjustreymi ríkissjóðs. Þannig að þetta styður frekar við fjárlagafrumvarp ríkisins.“ Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Hagvöxtur á Íslandi á þriðja ársfjórðungi þessa árs mældist 4,9 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Þetta er mjög hátt í alþjóðlegum samanburði og er niðurstaðan langt umfram spár. Ekki hefur mælst meiri hagvöxtur á einum ársfjórðungi frá hruni. Um þetta segir í greiningu Arion banka: „Ekki hefur mælst meiri hagvöxtur á einum ársfjórðungi frá hruni en einnig má benda á að annar og þriðji ársfjórðungur þessa árs mynda bestu samliggjandi fjórðunga frá því fyrir kreppu.“ Þetta er merkilega mikið í alþjóðlegum samanburði. Fréttastofa Stöðvar 2 kynnti sér tölfræði. Þetta eru staðfestar tölur frá Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins: Evrusvæðið (þau 17 ríki sem nota evruna) -0,4% samdráttur ESB (ríkin 28) 0,1% Bandaríkin 1,6% Noregur 1,9% Sviss 1,9% Japan 2,6% Ísland 4,9%. Regína Bjarnadóttir, aðalhagfræðingur Arion banka segir þetta koma ánægjulega á óvart.Hvað þýðir þetta eiginlega, er góðærið komið aftur? „Nei, það tel ég ekki en þetta eru einstaklega góðar tölur. Það sem ég tel jákvæðast við þetta er að hagvöxturinn er á mjög breiðum grundvelli. Við erum að sjá fjárfestingu aukast, útflutninginn og einkaneysluna. Við vorum hrædd um að hagvöxtur seinni hluta ársins yrði aðallega drifinn áfram af einkaneyslu en þetta er á miklu breiðari grunni sem er mjög jákvætt fyrir áframhaldandi vöxt,“ segir Regína.Kemur þetta ekki dálítið á óvart því væntingavísitalan hækkaði í vor en lækkaði síðan mjög hratt í sumar og það voru kannski ekki teikn á lofti um svona tölur? „Jú, vissulega kemur þetta á óvart og þetta kemur held ég öllum greiningaraðilum á óvart. Flestar greiningardeildir voru að gera ráð fyrir hagvexti vel undir 3 prósentum fyrir árið. Við erum þegar komin með 3,1 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins þannig að það er augljóst að þetta er miklu hærra en greiningaraðilar sáu fyrir.“Hvað þýðir þetta fyrir heimilin í landinu?Á fólk að sýna áfram ráðdeild? Hvað á fólk að lesa í þessar tölur? „Já, fólk á að sýna ráðdeild en þetta er kannski jákvætt fyrir hagvöxt næsta árs og tekjustreymi ríkissjóðs. Þannig að þetta styður frekar við fjárlagafrumvarp ríkisins.“
Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent