Viðsnúningur í framleiðslu og mesti hagvöxtur frá hruni Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. desember 2013 19:11 Hagvöxtur á Íslandi á þriðja ársfjórðungi þessa árs mældist 4,9 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Þetta er mjög hátt í alþjóðlegum samanburði og er niðurstaðan langt umfram spár. Ekki hefur mælst meiri hagvöxtur á einum ársfjórðungi frá hruni. Um þetta segir í greiningu Arion banka: „Ekki hefur mælst meiri hagvöxtur á einum ársfjórðungi frá hruni en einnig má benda á að annar og þriðji ársfjórðungur þessa árs mynda bestu samliggjandi fjórðunga frá því fyrir kreppu.“ Þetta er merkilega mikið í alþjóðlegum samanburði. Fréttastofa Stöðvar 2 kynnti sér tölfræði. Þetta eru staðfestar tölur frá Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins: Evrusvæðið (þau 17 ríki sem nota evruna) -0,4% samdráttur ESB (ríkin 28) 0,1% Bandaríkin 1,6% Noregur 1,9% Sviss 1,9% Japan 2,6% Ísland 4,9%. Regína Bjarnadóttir, aðalhagfræðingur Arion banka segir þetta koma ánægjulega á óvart.Hvað þýðir þetta eiginlega, er góðærið komið aftur? „Nei, það tel ég ekki en þetta eru einstaklega góðar tölur. Það sem ég tel jákvæðast við þetta er að hagvöxturinn er á mjög breiðum grundvelli. Við erum að sjá fjárfestingu aukast, útflutninginn og einkaneysluna. Við vorum hrædd um að hagvöxtur seinni hluta ársins yrði aðallega drifinn áfram af einkaneyslu en þetta er á miklu breiðari grunni sem er mjög jákvætt fyrir áframhaldandi vöxt,“ segir Regína.Kemur þetta ekki dálítið á óvart því væntingavísitalan hækkaði í vor en lækkaði síðan mjög hratt í sumar og það voru kannski ekki teikn á lofti um svona tölur? „Jú, vissulega kemur þetta á óvart og þetta kemur held ég öllum greiningaraðilum á óvart. Flestar greiningardeildir voru að gera ráð fyrir hagvexti vel undir 3 prósentum fyrir árið. Við erum þegar komin með 3,1 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins þannig að það er augljóst að þetta er miklu hærra en greiningaraðilar sáu fyrir.“Hvað þýðir þetta fyrir heimilin í landinu?Á fólk að sýna áfram ráðdeild? Hvað á fólk að lesa í þessar tölur? „Já, fólk á að sýna ráðdeild en þetta er kannski jákvætt fyrir hagvöxt næsta árs og tekjustreymi ríkissjóðs. Þannig að þetta styður frekar við fjárlagafrumvarp ríkisins.“ Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Hagvöxtur á Íslandi á þriðja ársfjórðungi þessa árs mældist 4,9 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Þetta er mjög hátt í alþjóðlegum samanburði og er niðurstaðan langt umfram spár. Ekki hefur mælst meiri hagvöxtur á einum ársfjórðungi frá hruni. Um þetta segir í greiningu Arion banka: „Ekki hefur mælst meiri hagvöxtur á einum ársfjórðungi frá hruni en einnig má benda á að annar og þriðji ársfjórðungur þessa árs mynda bestu samliggjandi fjórðunga frá því fyrir kreppu.“ Þetta er merkilega mikið í alþjóðlegum samanburði. Fréttastofa Stöðvar 2 kynnti sér tölfræði. Þetta eru staðfestar tölur frá Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins: Evrusvæðið (þau 17 ríki sem nota evruna) -0,4% samdráttur ESB (ríkin 28) 0,1% Bandaríkin 1,6% Noregur 1,9% Sviss 1,9% Japan 2,6% Ísland 4,9%. Regína Bjarnadóttir, aðalhagfræðingur Arion banka segir þetta koma ánægjulega á óvart.Hvað þýðir þetta eiginlega, er góðærið komið aftur? „Nei, það tel ég ekki en þetta eru einstaklega góðar tölur. Það sem ég tel jákvæðast við þetta er að hagvöxturinn er á mjög breiðum grundvelli. Við erum að sjá fjárfestingu aukast, útflutninginn og einkaneysluna. Við vorum hrædd um að hagvöxtur seinni hluta ársins yrði aðallega drifinn áfram af einkaneyslu en þetta er á miklu breiðari grunni sem er mjög jákvætt fyrir áframhaldandi vöxt,“ segir Regína.Kemur þetta ekki dálítið á óvart því væntingavísitalan hækkaði í vor en lækkaði síðan mjög hratt í sumar og það voru kannski ekki teikn á lofti um svona tölur? „Jú, vissulega kemur þetta á óvart og þetta kemur held ég öllum greiningaraðilum á óvart. Flestar greiningardeildir voru að gera ráð fyrir hagvexti vel undir 3 prósentum fyrir árið. Við erum þegar komin með 3,1 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins þannig að það er augljóst að þetta er miklu hærra en greiningaraðilar sáu fyrir.“Hvað þýðir þetta fyrir heimilin í landinu?Á fólk að sýna áfram ráðdeild? Hvað á fólk að lesa í þessar tölur? „Já, fólk á að sýna ráðdeild en þetta er kannski jákvætt fyrir hagvöxt næsta árs og tekjustreymi ríkissjóðs. Þannig að þetta styður frekar við fjárlagafrumvarp ríkisins.“
Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira