Opið bréf til líkamsræktarstöðva - Er einkaþjálfarinn tryggður?“ Guðrún Ragnarsdóttir skrifar 6. desember 2013 06:00 Það þekkja það allir sem hafa komið inn á líkamsræktarstöð að þar starfa einkaþjálfarar. Menntun þeirra og reynsla getur verið mjög mismunandi en það er allt önnur umræða. Einkaþjálfarar eru annaðhvort starfsmenn líkamsræktarstöðvarinnar eða sjálfstætt starfandi. Ef einkaþjálfari er sjálfstætt starfandi greiðir hann svokallað aðstöðugjald til líkamsræktarstöðvarinnar og greiða þá viðskiptavinirnir honum beint fyrir þjálfunina. Fyrir rúmum tveimur árum síðan slasaðist eiginmaður minn alvarlega þegar hann var hjá sjálfstætt starfandi einkaþjálfara á einni af líkamsræktarstöðvum höfuðborgarsvæðisins. Slys gera ekki boð á undan sér og þannig var það líka í þessu tilfelli. Það kom okkur hins vegar verulega á óvart þegar við fórum að leita réttar eiginmanns míns til bóta vegna þess skaða sem hann hafði orðið fyrir að enginn var rétturinn. Þannig var mál með vexti að líkamsræktarstöðin taldi sig ekki bótaskylda þar sem ekkert tengt aðstöðunni varð til þess að slys hlaust af og einkaþjálfarinn í sinni vinnu var ótryggður gagnvart viðskiptavinum sínum. Eftir okkar eftirgrennslan er frístundatrygging viðskiptavina sú trygging sem bætir slys af þessu tagi og þá er spurning hvort fólk almennt sé með slíka tryggingu eða viti af þessu fyrirkomulagi. Þeir sem hafa nýtt sér einkaþjálfun vita að hún er ekki gefins og því mætti ætla að einkaþjálfarar hefðu ráð á því að kaupa sér ábyrgðartryggingu. Mig grunar hins vegar að svo sé ekki og í stað þess að senda bréf á allar líkamsræktarstöðvar landsins ákvað ég að skrifa opið bréf þar sem ég spyr: „Eru einkaþjálfarar á þinni stöð tryggðir?“ Ef svarið er já þá vil ég hrósa þér sérstaklega fyrir þá fyrirhyggju en ef svarið er nei hvet ég þig eindregið til að gera þá kröfu til þeirra einkaþjálfara sem starfa á þinni stöð að fá sér ábyrgðartryggingu. Í raun finnst mér eðlilegast að það sé gerð krafa um að þeir einkaþjálfarar sem starfa á ákveðinni líkamsræktarstöð staðfesti að þeir séu tryggðir. Eins og fyrr segir gera slys ekki boð á undan sér. Ég trúi því að starfandi einkaþjálfarar leggi sig fram við að tryggja öryggi viðskiptavina sinna en því miður dugar það oft ekki til. Það er því eðlileg krafa að allir sjálfstætt starfandi einkaþjálfarar séu með ábyrgðartryggingu ef svo illa vill til að slys beri að höndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Það þekkja það allir sem hafa komið inn á líkamsræktarstöð að þar starfa einkaþjálfarar. Menntun þeirra og reynsla getur verið mjög mismunandi en það er allt önnur umræða. Einkaþjálfarar eru annaðhvort starfsmenn líkamsræktarstöðvarinnar eða sjálfstætt starfandi. Ef einkaþjálfari er sjálfstætt starfandi greiðir hann svokallað aðstöðugjald til líkamsræktarstöðvarinnar og greiða þá viðskiptavinirnir honum beint fyrir þjálfunina. Fyrir rúmum tveimur árum síðan slasaðist eiginmaður minn alvarlega þegar hann var hjá sjálfstætt starfandi einkaþjálfara á einni af líkamsræktarstöðvum höfuðborgarsvæðisins. Slys gera ekki boð á undan sér og þannig var það líka í þessu tilfelli. Það kom okkur hins vegar verulega á óvart þegar við fórum að leita réttar eiginmanns míns til bóta vegna þess skaða sem hann hafði orðið fyrir að enginn var rétturinn. Þannig var mál með vexti að líkamsræktarstöðin taldi sig ekki bótaskylda þar sem ekkert tengt aðstöðunni varð til þess að slys hlaust af og einkaþjálfarinn í sinni vinnu var ótryggður gagnvart viðskiptavinum sínum. Eftir okkar eftirgrennslan er frístundatrygging viðskiptavina sú trygging sem bætir slys af þessu tagi og þá er spurning hvort fólk almennt sé með slíka tryggingu eða viti af þessu fyrirkomulagi. Þeir sem hafa nýtt sér einkaþjálfun vita að hún er ekki gefins og því mætti ætla að einkaþjálfarar hefðu ráð á því að kaupa sér ábyrgðartryggingu. Mig grunar hins vegar að svo sé ekki og í stað þess að senda bréf á allar líkamsræktarstöðvar landsins ákvað ég að skrifa opið bréf þar sem ég spyr: „Eru einkaþjálfarar á þinni stöð tryggðir?“ Ef svarið er já þá vil ég hrósa þér sérstaklega fyrir þá fyrirhyggju en ef svarið er nei hvet ég þig eindregið til að gera þá kröfu til þeirra einkaþjálfara sem starfa á þinni stöð að fá sér ábyrgðartryggingu. Í raun finnst mér eðlilegast að það sé gerð krafa um að þeir einkaþjálfarar sem starfa á ákveðinni líkamsræktarstöð staðfesti að þeir séu tryggðir. Eins og fyrr segir gera slys ekki boð á undan sér. Ég trúi því að starfandi einkaþjálfarar leggi sig fram við að tryggja öryggi viðskiptavina sinna en því miður dugar það oft ekki til. Það er því eðlileg krafa að allir sjálfstætt starfandi einkaþjálfarar séu með ábyrgðartryggingu ef svo illa vill til að slys beri að höndum.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun