Hvaða afleiðingar hefur klámvæðing? Glódís Ingólfsdóttir skrifar 29. nóvember 2013 00:00 Á síðustu árum hefur klámvæðing vaxið hratt í samfélaginu okkar og nær alltaf til yngri hópa. Klám er farið að smeygja sér inn í okkar daglega líf án þess að við tökum eftir því. Sá hópur fólks sem verður fyrir mestum áhrifum af klámvæðingu er unglingar. Nánast allt afþreyingarefni sem höfðar til unglinga er klámvætt á einhvern hátt. Má þar nefna tónlistarmyndbönd, sjónvarpsþætti, tölvuleiki o.s.frv. Það er þó óhætt að segja að netið sé þar fremst í flokki. Flestir, ef ekki allir unglingar á Íslandi nota netið á einn eða annan hátt og þó ætlunin sé ekki að skoða klám þá er hreinlega erfitt að komast hjá því þar sem vafasamar auglýsingar er að finna alls staðar á netinu og auðvelt að villast óvart inn á síður sem sýna einhvers konar klám. Skilaboðin sem verið er að senda unglingum eru að klám sé raunverulegt, eðlilegt og í góðu lagi. En hvað er klám? Klám er skilgreint sem efni sem sýnir kynlíf/kynfæri í tengslum við misnotkun eða niðurlægingu á einhvern hátt. Klám inniheldur oft ofbeldi og sendir þau skilaboð að það sé í lagi að beita ofbeldi og að það sé hluti af eðlilegu kynlífi. Einnig vilja margir meina að klám leiði til þess að fólk sem horfir á það fái brenglaðar hugmyndir um kynlíf. Þess vegna er mikilvægt að unglingar fái fræðslu um muninn á klámi og kynlífi svo að þeir átti sig á því hvar mörkin liggja. Ef ætlunin er að berjast fyrir jafnrétti á Íslandi er ekki á sama tíma hægt að samþykkja klám og leyfa klámvæðingunni að halda áfram að aukast. Klám sýnir konur oft á niðurlægjandi hátt þar sem þær eru á valdi karla og fá sjálfar engu að ráða um hvað er gert við þær. Með þessu er verið að samþykkja að konur séu á valdi karla og að niðurlæging á konum, og fólki yfirhöfuð sé í lagi. Auglýsingar sýna oft mjög fáklætt fólk og sum tónlistarmyndbönd eru orðin það gróf að maður gæti alveg eins verið að horfa á atriði úr klámmynd. Er virkilega nauðsynlegt að sýna fáklæddar eða naktar manneskjur til þess að fá fólk til að horfa á tónlistarmyndbönd eða kaupa einhverja ákveðna vöru? Viljum við að börn hafi greiðan aðgang að klámi og að unglingar læri að ofbeldi, valdbeiting og niðurlæging sé hluti af eðlilegu kynlífi? Klámvæðing hefur áhrif á okkur öll. Ef við samþykkjum þá röksemd að umhverfi okkar hafi áhrif á okkur, þá er líklegt að svo sé einnig um klámvæðinguna. Sumir haldi því fram að nauðganir og ofbeldi tengist klámi, þar sem klám sendir þau skilaboð að kynlíf án samþykkis sé í lagi. Til þess að minnka klámvæðinguna þurfa fjölmiðlar, þáttagerðarmenn og auglýsendur að taka sig á. En við þurfum líka að líta í eigin barm. Við þurfum að vera meðvituð um að þetta er vandamál og við þurfum vilja til þess að breyta þessu. Það þarf að auka fræðslu á þessu málefni bæði hjá fullorðnum og unglingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur klámvæðing vaxið hratt í samfélaginu okkar og nær alltaf til yngri hópa. Klám er farið að smeygja sér inn í okkar daglega líf án þess að við tökum eftir því. Sá hópur fólks sem verður fyrir mestum áhrifum af klámvæðingu er unglingar. Nánast allt afþreyingarefni sem höfðar til unglinga er klámvætt á einhvern hátt. Má þar nefna tónlistarmyndbönd, sjónvarpsþætti, tölvuleiki o.s.frv. Það er þó óhætt að segja að netið sé þar fremst í flokki. Flestir, ef ekki allir unglingar á Íslandi nota netið á einn eða annan hátt og þó ætlunin sé ekki að skoða klám þá er hreinlega erfitt að komast hjá því þar sem vafasamar auglýsingar er að finna alls staðar á netinu og auðvelt að villast óvart inn á síður sem sýna einhvers konar klám. Skilaboðin sem verið er að senda unglingum eru að klám sé raunverulegt, eðlilegt og í góðu lagi. En hvað er klám? Klám er skilgreint sem efni sem sýnir kynlíf/kynfæri í tengslum við misnotkun eða niðurlægingu á einhvern hátt. Klám inniheldur oft ofbeldi og sendir þau skilaboð að það sé í lagi að beita ofbeldi og að það sé hluti af eðlilegu kynlífi. Einnig vilja margir meina að klám leiði til þess að fólk sem horfir á það fái brenglaðar hugmyndir um kynlíf. Þess vegna er mikilvægt að unglingar fái fræðslu um muninn á klámi og kynlífi svo að þeir átti sig á því hvar mörkin liggja. Ef ætlunin er að berjast fyrir jafnrétti á Íslandi er ekki á sama tíma hægt að samþykkja klám og leyfa klámvæðingunni að halda áfram að aukast. Klám sýnir konur oft á niðurlægjandi hátt þar sem þær eru á valdi karla og fá sjálfar engu að ráða um hvað er gert við þær. Með þessu er verið að samþykkja að konur séu á valdi karla og að niðurlæging á konum, og fólki yfirhöfuð sé í lagi. Auglýsingar sýna oft mjög fáklætt fólk og sum tónlistarmyndbönd eru orðin það gróf að maður gæti alveg eins verið að horfa á atriði úr klámmynd. Er virkilega nauðsynlegt að sýna fáklæddar eða naktar manneskjur til þess að fá fólk til að horfa á tónlistarmyndbönd eða kaupa einhverja ákveðna vöru? Viljum við að börn hafi greiðan aðgang að klámi og að unglingar læri að ofbeldi, valdbeiting og niðurlæging sé hluti af eðlilegu kynlífi? Klámvæðing hefur áhrif á okkur öll. Ef við samþykkjum þá röksemd að umhverfi okkar hafi áhrif á okkur, þá er líklegt að svo sé einnig um klámvæðinguna. Sumir haldi því fram að nauðganir og ofbeldi tengist klámi, þar sem klám sendir þau skilaboð að kynlíf án samþykkis sé í lagi. Til þess að minnka klámvæðinguna þurfa fjölmiðlar, þáttagerðarmenn og auglýsendur að taka sig á. En við þurfum líka að líta í eigin barm. Við þurfum að vera meðvituð um að þetta er vandamál og við þurfum vilja til þess að breyta þessu. Það þarf að auka fræðslu á þessu málefni bæði hjá fullorðnum og unglingum.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun