"Þá ætla ég að fara til Japan“ Freyja Haraldsdóttir skrifar 14. ágúst 2013 12:49 Við sátum í hring í litlum sal fyrir tveimur árum síðan. Við vorum mjög ólík; unglingar, fullorðin, konur og karlar. Við áttum það þó sameiginlegt að hafa verið undir stjórn annars fólks nánast allt okkar líf, að vera orðin nokkuð vön því og mögulega finnast það eðlilegt. Við áttum það jafnframt sameiginlegt að vera búin að ákveða það, á einhverjum tímapunkti, að okkar örlög væru þau að lúta lægra valdi, vera upp á aðra komin og líða oft illa. Við áttum það sameiginlegt að vera, í gegnum lífið, búin að finna okkur leiðir, ásamt fjölskyldum okkar og vinum, til að komast af í samfélagi sem gerir illa ráð fyrir tilveru fatlaðs fólks.Að segja stoppEn við áttum ekki bara þetta sameiginlegt. Við vorum þarna saman komin á fyrsta jafningjaráðgjafafundi NPA miðstöðvarinnar vegna þess að við vorum öll búin að fá nóg. Þrátt fyrir að vera búin að innbyrða skilaboð um það hvað það væri flókið, dýrt og mikið vesen að veita okkur viðeigandi aðstoð, svo árum skipti frá kerfinu og menningu okkar, var eitthvað innra með okkur öllum, sem á einhverjum tímapunkti og af alls konar ástæðum, breyttist og gerði það að verkum að við áttuðum okkur á að við yrðum að segja stopp við niðurlægingunni, hatrinu, fordómunum og öllu því sem skipaði okkur í lægri flokk sem borgarar í íslensku samfélagi. Við vorum búin að stofna þessa miðstöð um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) og mætt á þennan jafningjaráðgjafafund vegna þess að við vildum öll sjá breytingar á okkar lífi. Við vildum vera sjálfstæð, frjáls og í réttum hlutverkum í fjölskyldum okkar og vinahópum. Við vildum ekki vera byrði. Við vildum vera við sjálf. Við sem vorum á fundinum vorum á ólíkum stað hvað þessarar breytingar varðaði. Sum okkar voru nýbyrjuð að skoða NPA. Einhverjir voru búnir að hugsa um það lengi en voru nú að taka fyrstu skrefin og aðrir voru búnir að sækja um aðstoð. Enn aðrir, minnsti hópurinn, var komin með einhverja aðstoð af þessu tagi. Ég var ein af þeim. Ein af þessum „heppnu“ sem var búin að finna þá mögnuðu breytingu sem orðið hafði á lífinu með því að öðlast stjórn á því og ráða eigið aðstoðarfólk. NPA miðstöðin er samvinnufélag sem er rekið án fjárhagslegs ágóðasjónarmiðs og er í eigu og undir stjórn okkar; fatlaðs fólks sem þarf aðstoð. Tilgangur félagsins er að styðja fatlað fólk við að útvega og skipuleggja persónulega aðstoð. Starfsemin byggir á hugmyndafræði baráttusamtaka fatlaðs fólks um sjálfstætt líf, er að erlendri fyrirmynd og uppfyllir skilyrði til aðildar að Evrópusamtökum um sjálfstætt líf. Eitt það mikilvægasta í starfi NPA miðstöðvarinnar er jafningjaráðgjöf enda einn af hornsteinum hugmyndafræðinnar sem við störfum eftir. Jafningjaráðgjöf hefur verið notuð um allan heim, af ólíkum hópum, en gengur út á það að fólk í sambærilegri stöðu hittist, veiti hvert öðru stuðning og deili reynslu sinni. Ráðgjöfin fer bæði fram í gegnum einstaklingsviðtöl en jafnframt í gegnum hópafundi. Hópafundir fara fram reglulega og hafa það markmið að skapa aðstæður fyrir okkur, sem erum að sækja um eða erum með NPA, til að miðla og deila reynslu okkar. Fundirnir fara fram með stýrðum umræðum þar sem skilgreint efni er til umfjöllunar hverju sinni og er skilyrði að sá sem veitir ráðgjöf og/eða leiðir fundi sé með skerðingu.Draumaheimur eða grundvallar mannréttindi?Á þessum tiltekna fundi ræddum við um „draumaheiminn“ og töluðum um það hvernig við vildum sjá líf okkar með aðstoð. Sá draumaheimur er í raun ekki neitt sérstaklega framandi flestu ófötluðu fólki, kallast almennt grundvallar mannréttindi, en fyrir okkur mörgum er hann óraunverulegur og fjarlægur. En hann er nauðsynlegt umfjöllunarefni. Hann var fyrsta skrefið fyrir mörg okkar að því að viðurkenna að við værum þess virði að mega sjá fyrir okkur að lífið gæti verið betra og að það væri raunveruleg framtíðarsýn. Afar varfærnislega nefndum við eitthvað atriði, stórt eða smátt, sem við vildum gera þegar við værum komin með NPA og skrifuðum það á hvítt stórt blað. Smám saman fylltist blaðið af markmiðum og draumum; ég vil flytja að heiman, fara í háskóla, í skiptinám erlendis, ferðast meira, fara í sturtu þegar ég vil, gera hluti án fyrirvara, ganga frá eftir mig sjálfan, kaupa mér takeway-kaffi og gera ömmu greiða.JapanVerandi komin á þennan stað sjálf sat ég þarna með gæsahús og hugsaði með mér hvað ég vildi óska þess að allir vissu að orðin á blaðinu gætu orðið að veruleika. Síðasti þátttakandinn til þess að segja sitt hugsaði sig lengi um. Hann er með þroskahömlun sem væri ekki frásögufærandi nema hann á erfitt með að tjá sig með mörgum orðum. Hann hafði sagt fátt allan tíman, og í raun í öll þau skipti sem ég hafði hitt hann í öðrum tilgangi í tengslum við NPA. Ég var hreinlega ekki viss hvort hann væri kominn á þann stað að geta hugsað upp draum eða markmið og ef svo væri hvort hann einfaldlega þyrði að segja hann upphátt. En svo kom það; „Þegar ég fæ aðstoð þá ætla ég að fara til Japan.“ Með þessum orðum áttaði ég mig á hve mikill kraftur er fólgin í þeim hornsteini hugmyndafræðinnar sem jafningjaráðgjöf er. Kraftur sem hlýst af því að hitta aðra í sambærilegum sporum, spegla sig í öðrum, öðlast raunverulegar fyrirmyndir og einbeita sér að lausnum og möguleikum en ekki því sem samfélagið hefur kennt okkur; að við séum fórnarlömb og annars flokks, gölluð og óhæf til þátttöku. Við sem þurfum aðstoð til þess að lifa sjálfstæðu lífi erum best til þess fallin að styðja hvert annað í baráttunni fyrir samfélagsbreytingum sem tryggir okkur slík mannréttindi, með það að leiðarljósi að okkur er engin vorkun, okkur þarf ekki að laga og við höfum fulla burði til þess að taka þátt og hafa áhrif sem fyrsta flokks þjóðfélagsþegnar svo framarlega sem okkur er skapað tækifæri til þess. Einmitt þess vegna er samvinnufélagið okkar, NPA miðstöðin, til. Til þess að gera þá kröfu að okkur séu tryggð þau mannréttindi að búa við jöfn tækifæri til þátttöku og áhrifa í samfélaginu, m.a. með notendastýrðri persónulegri aðstoð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Við sátum í hring í litlum sal fyrir tveimur árum síðan. Við vorum mjög ólík; unglingar, fullorðin, konur og karlar. Við áttum það þó sameiginlegt að hafa verið undir stjórn annars fólks nánast allt okkar líf, að vera orðin nokkuð vön því og mögulega finnast það eðlilegt. Við áttum það jafnframt sameiginlegt að vera búin að ákveða það, á einhverjum tímapunkti, að okkar örlög væru þau að lúta lægra valdi, vera upp á aðra komin og líða oft illa. Við áttum það sameiginlegt að vera, í gegnum lífið, búin að finna okkur leiðir, ásamt fjölskyldum okkar og vinum, til að komast af í samfélagi sem gerir illa ráð fyrir tilveru fatlaðs fólks.Að segja stoppEn við áttum ekki bara þetta sameiginlegt. Við vorum þarna saman komin á fyrsta jafningjaráðgjafafundi NPA miðstöðvarinnar vegna þess að við vorum öll búin að fá nóg. Þrátt fyrir að vera búin að innbyrða skilaboð um það hvað það væri flókið, dýrt og mikið vesen að veita okkur viðeigandi aðstoð, svo árum skipti frá kerfinu og menningu okkar, var eitthvað innra með okkur öllum, sem á einhverjum tímapunkti og af alls konar ástæðum, breyttist og gerði það að verkum að við áttuðum okkur á að við yrðum að segja stopp við niðurlægingunni, hatrinu, fordómunum og öllu því sem skipaði okkur í lægri flokk sem borgarar í íslensku samfélagi. Við vorum búin að stofna þessa miðstöð um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) og mætt á þennan jafningjaráðgjafafund vegna þess að við vildum öll sjá breytingar á okkar lífi. Við vildum vera sjálfstæð, frjáls og í réttum hlutverkum í fjölskyldum okkar og vinahópum. Við vildum ekki vera byrði. Við vildum vera við sjálf. Við sem vorum á fundinum vorum á ólíkum stað hvað þessarar breytingar varðaði. Sum okkar voru nýbyrjuð að skoða NPA. Einhverjir voru búnir að hugsa um það lengi en voru nú að taka fyrstu skrefin og aðrir voru búnir að sækja um aðstoð. Enn aðrir, minnsti hópurinn, var komin með einhverja aðstoð af þessu tagi. Ég var ein af þeim. Ein af þessum „heppnu“ sem var búin að finna þá mögnuðu breytingu sem orðið hafði á lífinu með því að öðlast stjórn á því og ráða eigið aðstoðarfólk. NPA miðstöðin er samvinnufélag sem er rekið án fjárhagslegs ágóðasjónarmiðs og er í eigu og undir stjórn okkar; fatlaðs fólks sem þarf aðstoð. Tilgangur félagsins er að styðja fatlað fólk við að útvega og skipuleggja persónulega aðstoð. Starfsemin byggir á hugmyndafræði baráttusamtaka fatlaðs fólks um sjálfstætt líf, er að erlendri fyrirmynd og uppfyllir skilyrði til aðildar að Evrópusamtökum um sjálfstætt líf. Eitt það mikilvægasta í starfi NPA miðstöðvarinnar er jafningjaráðgjöf enda einn af hornsteinum hugmyndafræðinnar sem við störfum eftir. Jafningjaráðgjöf hefur verið notuð um allan heim, af ólíkum hópum, en gengur út á það að fólk í sambærilegri stöðu hittist, veiti hvert öðru stuðning og deili reynslu sinni. Ráðgjöfin fer bæði fram í gegnum einstaklingsviðtöl en jafnframt í gegnum hópafundi. Hópafundir fara fram reglulega og hafa það markmið að skapa aðstæður fyrir okkur, sem erum að sækja um eða erum með NPA, til að miðla og deila reynslu okkar. Fundirnir fara fram með stýrðum umræðum þar sem skilgreint efni er til umfjöllunar hverju sinni og er skilyrði að sá sem veitir ráðgjöf og/eða leiðir fundi sé með skerðingu.Draumaheimur eða grundvallar mannréttindi?Á þessum tiltekna fundi ræddum við um „draumaheiminn“ og töluðum um það hvernig við vildum sjá líf okkar með aðstoð. Sá draumaheimur er í raun ekki neitt sérstaklega framandi flestu ófötluðu fólki, kallast almennt grundvallar mannréttindi, en fyrir okkur mörgum er hann óraunverulegur og fjarlægur. En hann er nauðsynlegt umfjöllunarefni. Hann var fyrsta skrefið fyrir mörg okkar að því að viðurkenna að við værum þess virði að mega sjá fyrir okkur að lífið gæti verið betra og að það væri raunveruleg framtíðarsýn. Afar varfærnislega nefndum við eitthvað atriði, stórt eða smátt, sem við vildum gera þegar við værum komin með NPA og skrifuðum það á hvítt stórt blað. Smám saman fylltist blaðið af markmiðum og draumum; ég vil flytja að heiman, fara í háskóla, í skiptinám erlendis, ferðast meira, fara í sturtu þegar ég vil, gera hluti án fyrirvara, ganga frá eftir mig sjálfan, kaupa mér takeway-kaffi og gera ömmu greiða.JapanVerandi komin á þennan stað sjálf sat ég þarna með gæsahús og hugsaði með mér hvað ég vildi óska þess að allir vissu að orðin á blaðinu gætu orðið að veruleika. Síðasti þátttakandinn til þess að segja sitt hugsaði sig lengi um. Hann er með þroskahömlun sem væri ekki frásögufærandi nema hann á erfitt með að tjá sig með mörgum orðum. Hann hafði sagt fátt allan tíman, og í raun í öll þau skipti sem ég hafði hitt hann í öðrum tilgangi í tengslum við NPA. Ég var hreinlega ekki viss hvort hann væri kominn á þann stað að geta hugsað upp draum eða markmið og ef svo væri hvort hann einfaldlega þyrði að segja hann upphátt. En svo kom það; „Þegar ég fæ aðstoð þá ætla ég að fara til Japan.“ Með þessum orðum áttaði ég mig á hve mikill kraftur er fólgin í þeim hornsteini hugmyndafræðinnar sem jafningjaráðgjöf er. Kraftur sem hlýst af því að hitta aðra í sambærilegum sporum, spegla sig í öðrum, öðlast raunverulegar fyrirmyndir og einbeita sér að lausnum og möguleikum en ekki því sem samfélagið hefur kennt okkur; að við séum fórnarlömb og annars flokks, gölluð og óhæf til þátttöku. Við sem þurfum aðstoð til þess að lifa sjálfstæðu lífi erum best til þess fallin að styðja hvert annað í baráttunni fyrir samfélagsbreytingum sem tryggir okkur slík mannréttindi, með það að leiðarljósi að okkur er engin vorkun, okkur þarf ekki að laga og við höfum fulla burði til þess að taka þátt og hafa áhrif sem fyrsta flokks þjóðfélagsþegnar svo framarlega sem okkur er skapað tækifæri til þess. Einmitt þess vegna er samvinnufélagið okkar, NPA miðstöðin, til. Til þess að gera þá kröfu að okkur séu tryggð þau mannréttindi að búa við jöfn tækifæri til þátttöku og áhrifa í samfélaginu, m.a. með notendastýrðri persónulegri aðstoð.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun