Áhættuhegðun að baki mörgum banaslysum í umferðinni Þorgils Jónsson skrifar 27. desember 2013 07:00 Eftir slysið í fyrrinótt þar sem karlmaður á miðjum aldri lést eftir bílveltu í Reykjavík, hafa fjórtán látist í umferðinni hér á landi, í þrettán slysum, það sem af er ári. Það er talsvert meira en í fyrra þegar níu létust, og það mesta sem gerst hefur frá árinu 2009 þegar sautján létust, en vel undir meðaltali áranna 2003 til 2009 þegar tuttugu manns létust að jafnaði á ári.Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, segir að flest slysin hafi orðið við útafakstur eða árekstur þó önnur tilvik hafi einnig orðið. „Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur ekki lokið greiningu slysanna en þó hefur komið fram við fyrstu yfirferð gagna að bílbeltaleysi, hraðakstur og ölvun eru þættir sem koma við sögu. Rannsóknarnefndin mun leggja áherslu á að greina orsakir slysanna á fyrri hluta næsta árs og gera tillögur í öryggisátt sem vonandi verða til þess að fækka banaslysum í umferðinni enn frekar.“Einar Magnús Magnússon, kynningarstjóri Samgöngustofu, segir að tilfellin séu sem betur fer fá á hverju ári og þess vegna geti tölfræðin hlaupið mikið til milli ára með einu slysi eða tveimur, en þó megi sjá merki um ákveðna óheillaþróun milli ára. „Við fögnuðum því í fyrra að það varð ekkert banaslys af völdum ölvunaraksturs það ár, en nú í ár höfum við hins vegar séð ölvunarakstur sem orsakavald banaslysa og alvarlegra slysa.“ Einar segir að í mörgum þeirra slysa sem orðið hafa í ár hafi hrein og klár áhættuhegðun valdið slysum. „Í langflestum tilfellum má koma í veg fyrir slysin. Það er fyrst og fremst undir okkur ökumönnum komið.“ Einar segir að Samgöngustofa muni á næstunni hrinda af stað átaki gegn ölvunarakstri í samstarfi við Vínbúðirnar. „Við vonum svo sannarlega að það veki fólk til umhugsunar um þá ranghugsun sem margir eru haldnir að það sé í lagi að keyra bíl eftir að hafa fengið sér í glas.“ Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Sjá meira
Eftir slysið í fyrrinótt þar sem karlmaður á miðjum aldri lést eftir bílveltu í Reykjavík, hafa fjórtán látist í umferðinni hér á landi, í þrettán slysum, það sem af er ári. Það er talsvert meira en í fyrra þegar níu létust, og það mesta sem gerst hefur frá árinu 2009 þegar sautján létust, en vel undir meðaltali áranna 2003 til 2009 þegar tuttugu manns létust að jafnaði á ári.Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, segir að flest slysin hafi orðið við útafakstur eða árekstur þó önnur tilvik hafi einnig orðið. „Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur ekki lokið greiningu slysanna en þó hefur komið fram við fyrstu yfirferð gagna að bílbeltaleysi, hraðakstur og ölvun eru þættir sem koma við sögu. Rannsóknarnefndin mun leggja áherslu á að greina orsakir slysanna á fyrri hluta næsta árs og gera tillögur í öryggisátt sem vonandi verða til þess að fækka banaslysum í umferðinni enn frekar.“Einar Magnús Magnússon, kynningarstjóri Samgöngustofu, segir að tilfellin séu sem betur fer fá á hverju ári og þess vegna geti tölfræðin hlaupið mikið til milli ára með einu slysi eða tveimur, en þó megi sjá merki um ákveðna óheillaþróun milli ára. „Við fögnuðum því í fyrra að það varð ekkert banaslys af völdum ölvunaraksturs það ár, en nú í ár höfum við hins vegar séð ölvunarakstur sem orsakavald banaslysa og alvarlegra slysa.“ Einar segir að í mörgum þeirra slysa sem orðið hafa í ár hafi hrein og klár áhættuhegðun valdið slysum. „Í langflestum tilfellum má koma í veg fyrir slysin. Það er fyrst og fremst undir okkur ökumönnum komið.“ Einar segir að Samgöngustofa muni á næstunni hrinda af stað átaki gegn ölvunarakstri í samstarfi við Vínbúðirnar. „Við vonum svo sannarlega að það veki fólk til umhugsunar um þá ranghugsun sem margir eru haldnir að það sé í lagi að keyra bíl eftir að hafa fengið sér í glas.“
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Sjá meira