Sæstrengur: Hefjum könnunarviðræður Gústaf Adolf Skúlason skrifar 27. desember 2013 07:00 Margt hefur verið rætt og ritað að undanförnu um lagningu raforkustrengs til Evrópu. Í grein í Fréttablaðinu þann 16. desember lýsir Páll J. Pálsson alþingismaður t.d. verulegum efasemdum um slíkar hugmyndir. Varar hann meðal annars við umræðu um auðfenginn gróða, minnir á háan stofnkostnað og varar við áhrifum á raforkuverð hér innanlands og þrýstingi um auknar virkjanaframkvæmdir. Hér skal tekið undir það að tilkoma 700-900 MW sæstrengs myndi væntanlega hafa einhver áhrif til hækkunar á raforkuverði hér innanlands. Í ljósi hærri orkuverðs í gegnum sæstrenginn myndu jafnframt tilteknir virkjanakostir verða hagkvæmir, sem ekki eru það í dag. Erfitt er þó að fullyrða um þessi verðáhrif enda flutningsgeta strengsins takmörkuð og þá er sjálf orkan og sala hennar gjarnan innan við helmingur raforkureikninga heimila og fyrirtækja (afgangurinn er flutningur, dreifing og skattar). Loks eru ýmsar leiðir til að endurdreifa auknum hagnaði orkuframleiðenda til eigenda sinna, sem í flestum tilvikum er íslenskur almenningur. Hvað stofnkostnaðinn varðar þá eru ýmsir möguleikar uppi varðandi fjármögnun sæstrengs, en allir byggja þeir þó á aðkomu erlends áhættufjármagns. Enginn er að leggja til að íslenska ríkið fjármagni eða ábyrgist slíka framkvæmd. Fyrir liggur að bresk stjórnvöld hafa sýnt málinu áhuga. Fyrir liggur sú stefna breskra stjórnvalda að hvetja til aukinna fjárfestinga í orkuframboði, ekki síst á sviði endurnýjanlegrar orku. Fyrir liggur að bresk stjórnvöld hafa lýst sig reiðubúin að tryggja þar ákveðin lágmarksverð til langs tíma, allt að 35 ára. Fyrir liggur að umrædd verð eru líklega margfalt hærri en íslensk orkufyrirtæki afla í dag. Loks liggur fyrir að íslenskir orkuframleiðendur myndu að sjálfsögðu aldrei fá alla þessa upphæð beint til sín, verulegur hluti verðsins myndi ávallt renna til þeirra sem fjármagna sæstrenginn.Fleiri tugir milljarða? Hagfræðistofnun Háskóla Íslands metur það svo að ávinningurinn gæti orðið verulegur, eða nettó útflutningstekjur á bilinu 4-76 milljarðar króna á ári. Það er afar breitt bil. Leiðin til að þrengja þetta bil vegna ákvörðunartöku er meðal annars fólgin í því að taka upp könnunarviðræður við bresk stjórnvöld annars vegar og að kanna möguleika varðandi aðkomu fjárfesta að verkefninu hins vegar. Verði niðurstaðan t.d. helmingur efri markanna í mati Hagfræðistofnunar, eða um 40 milljarðar í nettó útflutningstekjur á ári, til fyrirtækja sem flest eru í eigu almennings, þá hefur verið lagt upp í leiðangra af mun minna tilefni. Leiði slík athugun lítil tækifæri í ljós þá er a.m.k. kominn raunverulegur grundvöllur fyrir ákvörðun um að leggja þessa umræðu til hliðar. Slíkan grundvöll ákvarðanatöku í þessu máli finnum við Íslendingar ekki í samtali við okkur sjálf. Höfum það loks hugfast að áætlað er að um 40% af orkusölunni um strenginn yrði orka sem í dag nýtist ekki hérlendis, orkugeta sem þarf að vera til staðar í kerfinu sem eins konar varaafl í okkar enn sem komið er lokaða raforkukerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Margt hefur verið rætt og ritað að undanförnu um lagningu raforkustrengs til Evrópu. Í grein í Fréttablaðinu þann 16. desember lýsir Páll J. Pálsson alþingismaður t.d. verulegum efasemdum um slíkar hugmyndir. Varar hann meðal annars við umræðu um auðfenginn gróða, minnir á háan stofnkostnað og varar við áhrifum á raforkuverð hér innanlands og þrýstingi um auknar virkjanaframkvæmdir. Hér skal tekið undir það að tilkoma 700-900 MW sæstrengs myndi væntanlega hafa einhver áhrif til hækkunar á raforkuverði hér innanlands. Í ljósi hærri orkuverðs í gegnum sæstrenginn myndu jafnframt tilteknir virkjanakostir verða hagkvæmir, sem ekki eru það í dag. Erfitt er þó að fullyrða um þessi verðáhrif enda flutningsgeta strengsins takmörkuð og þá er sjálf orkan og sala hennar gjarnan innan við helmingur raforkureikninga heimila og fyrirtækja (afgangurinn er flutningur, dreifing og skattar). Loks eru ýmsar leiðir til að endurdreifa auknum hagnaði orkuframleiðenda til eigenda sinna, sem í flestum tilvikum er íslenskur almenningur. Hvað stofnkostnaðinn varðar þá eru ýmsir möguleikar uppi varðandi fjármögnun sæstrengs, en allir byggja þeir þó á aðkomu erlends áhættufjármagns. Enginn er að leggja til að íslenska ríkið fjármagni eða ábyrgist slíka framkvæmd. Fyrir liggur að bresk stjórnvöld hafa sýnt málinu áhuga. Fyrir liggur sú stefna breskra stjórnvalda að hvetja til aukinna fjárfestinga í orkuframboði, ekki síst á sviði endurnýjanlegrar orku. Fyrir liggur að bresk stjórnvöld hafa lýst sig reiðubúin að tryggja þar ákveðin lágmarksverð til langs tíma, allt að 35 ára. Fyrir liggur að umrædd verð eru líklega margfalt hærri en íslensk orkufyrirtæki afla í dag. Loks liggur fyrir að íslenskir orkuframleiðendur myndu að sjálfsögðu aldrei fá alla þessa upphæð beint til sín, verulegur hluti verðsins myndi ávallt renna til þeirra sem fjármagna sæstrenginn.Fleiri tugir milljarða? Hagfræðistofnun Háskóla Íslands metur það svo að ávinningurinn gæti orðið verulegur, eða nettó útflutningstekjur á bilinu 4-76 milljarðar króna á ári. Það er afar breitt bil. Leiðin til að þrengja þetta bil vegna ákvörðunartöku er meðal annars fólgin í því að taka upp könnunarviðræður við bresk stjórnvöld annars vegar og að kanna möguleika varðandi aðkomu fjárfesta að verkefninu hins vegar. Verði niðurstaðan t.d. helmingur efri markanna í mati Hagfræðistofnunar, eða um 40 milljarðar í nettó útflutningstekjur á ári, til fyrirtækja sem flest eru í eigu almennings, þá hefur verið lagt upp í leiðangra af mun minna tilefni. Leiði slík athugun lítil tækifæri í ljós þá er a.m.k. kominn raunverulegur grundvöllur fyrir ákvörðun um að leggja þessa umræðu til hliðar. Slíkan grundvöll ákvarðanatöku í þessu máli finnum við Íslendingar ekki í samtali við okkur sjálf. Höfum það loks hugfast að áætlað er að um 40% af orkusölunni um strenginn yrði orka sem í dag nýtist ekki hérlendis, orkugeta sem þarf að vera til staðar í kerfinu sem eins konar varaafl í okkar enn sem komið er lokaða raforkukerfi.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar