Sæstrengur: Hefjum könnunarviðræður Gústaf Adolf Skúlason skrifar 27. desember 2013 07:00 Margt hefur verið rætt og ritað að undanförnu um lagningu raforkustrengs til Evrópu. Í grein í Fréttablaðinu þann 16. desember lýsir Páll J. Pálsson alþingismaður t.d. verulegum efasemdum um slíkar hugmyndir. Varar hann meðal annars við umræðu um auðfenginn gróða, minnir á háan stofnkostnað og varar við áhrifum á raforkuverð hér innanlands og þrýstingi um auknar virkjanaframkvæmdir. Hér skal tekið undir það að tilkoma 700-900 MW sæstrengs myndi væntanlega hafa einhver áhrif til hækkunar á raforkuverði hér innanlands. Í ljósi hærri orkuverðs í gegnum sæstrenginn myndu jafnframt tilteknir virkjanakostir verða hagkvæmir, sem ekki eru það í dag. Erfitt er þó að fullyrða um þessi verðáhrif enda flutningsgeta strengsins takmörkuð og þá er sjálf orkan og sala hennar gjarnan innan við helmingur raforkureikninga heimila og fyrirtækja (afgangurinn er flutningur, dreifing og skattar). Loks eru ýmsar leiðir til að endurdreifa auknum hagnaði orkuframleiðenda til eigenda sinna, sem í flestum tilvikum er íslenskur almenningur. Hvað stofnkostnaðinn varðar þá eru ýmsir möguleikar uppi varðandi fjármögnun sæstrengs, en allir byggja þeir þó á aðkomu erlends áhættufjármagns. Enginn er að leggja til að íslenska ríkið fjármagni eða ábyrgist slíka framkvæmd. Fyrir liggur að bresk stjórnvöld hafa sýnt málinu áhuga. Fyrir liggur sú stefna breskra stjórnvalda að hvetja til aukinna fjárfestinga í orkuframboði, ekki síst á sviði endurnýjanlegrar orku. Fyrir liggur að bresk stjórnvöld hafa lýst sig reiðubúin að tryggja þar ákveðin lágmarksverð til langs tíma, allt að 35 ára. Fyrir liggur að umrædd verð eru líklega margfalt hærri en íslensk orkufyrirtæki afla í dag. Loks liggur fyrir að íslenskir orkuframleiðendur myndu að sjálfsögðu aldrei fá alla þessa upphæð beint til sín, verulegur hluti verðsins myndi ávallt renna til þeirra sem fjármagna sæstrenginn.Fleiri tugir milljarða? Hagfræðistofnun Háskóla Íslands metur það svo að ávinningurinn gæti orðið verulegur, eða nettó útflutningstekjur á bilinu 4-76 milljarðar króna á ári. Það er afar breitt bil. Leiðin til að þrengja þetta bil vegna ákvörðunartöku er meðal annars fólgin í því að taka upp könnunarviðræður við bresk stjórnvöld annars vegar og að kanna möguleika varðandi aðkomu fjárfesta að verkefninu hins vegar. Verði niðurstaðan t.d. helmingur efri markanna í mati Hagfræðistofnunar, eða um 40 milljarðar í nettó útflutningstekjur á ári, til fyrirtækja sem flest eru í eigu almennings, þá hefur verið lagt upp í leiðangra af mun minna tilefni. Leiði slík athugun lítil tækifæri í ljós þá er a.m.k. kominn raunverulegur grundvöllur fyrir ákvörðun um að leggja þessa umræðu til hliðar. Slíkan grundvöll ákvarðanatöku í þessu máli finnum við Íslendingar ekki í samtali við okkur sjálf. Höfum það loks hugfast að áætlað er að um 40% af orkusölunni um strenginn yrði orka sem í dag nýtist ekki hérlendis, orkugeta sem þarf að vera til staðar í kerfinu sem eins konar varaafl í okkar enn sem komið er lokaða raforkukerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Margt hefur verið rætt og ritað að undanförnu um lagningu raforkustrengs til Evrópu. Í grein í Fréttablaðinu þann 16. desember lýsir Páll J. Pálsson alþingismaður t.d. verulegum efasemdum um slíkar hugmyndir. Varar hann meðal annars við umræðu um auðfenginn gróða, minnir á háan stofnkostnað og varar við áhrifum á raforkuverð hér innanlands og þrýstingi um auknar virkjanaframkvæmdir. Hér skal tekið undir það að tilkoma 700-900 MW sæstrengs myndi væntanlega hafa einhver áhrif til hækkunar á raforkuverði hér innanlands. Í ljósi hærri orkuverðs í gegnum sæstrenginn myndu jafnframt tilteknir virkjanakostir verða hagkvæmir, sem ekki eru það í dag. Erfitt er þó að fullyrða um þessi verðáhrif enda flutningsgeta strengsins takmörkuð og þá er sjálf orkan og sala hennar gjarnan innan við helmingur raforkureikninga heimila og fyrirtækja (afgangurinn er flutningur, dreifing og skattar). Loks eru ýmsar leiðir til að endurdreifa auknum hagnaði orkuframleiðenda til eigenda sinna, sem í flestum tilvikum er íslenskur almenningur. Hvað stofnkostnaðinn varðar þá eru ýmsir möguleikar uppi varðandi fjármögnun sæstrengs, en allir byggja þeir þó á aðkomu erlends áhættufjármagns. Enginn er að leggja til að íslenska ríkið fjármagni eða ábyrgist slíka framkvæmd. Fyrir liggur að bresk stjórnvöld hafa sýnt málinu áhuga. Fyrir liggur sú stefna breskra stjórnvalda að hvetja til aukinna fjárfestinga í orkuframboði, ekki síst á sviði endurnýjanlegrar orku. Fyrir liggur að bresk stjórnvöld hafa lýst sig reiðubúin að tryggja þar ákveðin lágmarksverð til langs tíma, allt að 35 ára. Fyrir liggur að umrædd verð eru líklega margfalt hærri en íslensk orkufyrirtæki afla í dag. Loks liggur fyrir að íslenskir orkuframleiðendur myndu að sjálfsögðu aldrei fá alla þessa upphæð beint til sín, verulegur hluti verðsins myndi ávallt renna til þeirra sem fjármagna sæstrenginn.Fleiri tugir milljarða? Hagfræðistofnun Háskóla Íslands metur það svo að ávinningurinn gæti orðið verulegur, eða nettó útflutningstekjur á bilinu 4-76 milljarðar króna á ári. Það er afar breitt bil. Leiðin til að þrengja þetta bil vegna ákvörðunartöku er meðal annars fólgin í því að taka upp könnunarviðræður við bresk stjórnvöld annars vegar og að kanna möguleika varðandi aðkomu fjárfesta að verkefninu hins vegar. Verði niðurstaðan t.d. helmingur efri markanna í mati Hagfræðistofnunar, eða um 40 milljarðar í nettó útflutningstekjur á ári, til fyrirtækja sem flest eru í eigu almennings, þá hefur verið lagt upp í leiðangra af mun minna tilefni. Leiði slík athugun lítil tækifæri í ljós þá er a.m.k. kominn raunverulegur grundvöllur fyrir ákvörðun um að leggja þessa umræðu til hliðar. Slíkan grundvöll ákvarðanatöku í þessu máli finnum við Íslendingar ekki í samtali við okkur sjálf. Höfum það loks hugfast að áætlað er að um 40% af orkusölunni um strenginn yrði orka sem í dag nýtist ekki hérlendis, orkugeta sem þarf að vera til staðar í kerfinu sem eins konar varaafl í okkar enn sem komið er lokaða raforkukerfi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar