Nútímaaðgerðir á sköpum kvenna – fegrunaraðgerðir eða hvað? Björg Sigurðardóttir og Kristín Rut Haraldsdóttir skrifar 27. desember 2013 07:00 Að undanförnu hafa verið að birtast greinar og svör við fyrirspurnum um lagfæringar á kynfærum kvenna í fjölmiðlum. Ljósmæðrafélagi Íslands hafa borist fyrirspurnir þar að lútandi og hvort eðlilegt sé að hvatt sé til svokallaðra fegrunaraðgerða á ytri kynfærum kvenna og að þær séu taldar sjálfsagðar. Aðgerðir á skapabörmum, það er ytri kynfærum kvenna, hafa aukist verulega á undanförnum árum í Bretlandi og má ætla að það eigi líka við hér á landi, ekki síst í ljósi þeirrar umræðu sem hér á sér stað. Eftirspurnin eftir slíkum aðgerðum virðist vera mest hjá konum á aldrinum 20-45 ára og helstu ástæður fyrir aðgerðinni eru útlitslegar eða til að geðjast maka. Þessar konur eiga það sammerkt að innri skapabarmar eru stærri en ytri skapabarmarnir og telja þær það lýti á kynfærum sínum. Niðurstaða rannsóknar sem gerð var meðal kvenna sem höfðu farið í fegrunaraðgerð á kynfærum var sú að konur hefðu óraunhæfar væntingar til aðgerðarinnar og virtist sem svo að þær vildu falla inn í eðlilegan ramma, sem þær voru hins vegar ekki alveg viss um hver væri. Þær lýstu kynfærum sínum sem furðulegum og skrítnum, en voru ekki vissar um hvernig kynfæri kvenna gætu og ættu að líta út. Ætla má að sú tíska sem ríkir í dag, þar sem ungar konur raka öll hár af skapabörmum, ýti undir skapabarmaaðgerðir þar sem kynfærin verða mun sýnilegri þegar engin hár hlífa þeim. Aðgerðum af þessu tagi geta fylgt aukaverkanir, sem dæmi má nefna sýkingar, blæðingar, verki og örvef sem getur leitt til minni tilfinningar í kynfærunum.Flokkaðar sem limlesting Í skýrslu WHO frá 2008 kemur fram að allar aðgerðir á kynfærum kvenna, sem ekki eru gerðar af heilsufarsástæðum en fela í sér að hluti eða öll ytri kynfæri eru fjarlægð, eða ef annars konar misþyrmingar á kynfærum eru viðhafðar, eru flokkaðar sem limlesting á konum. Samkvæmt skýrslu UNICEF á Íslandi frá 2009 kemur fram að í febrúar 2008 „strengdu tíu stofnanir Sameinuðu þjóðanna þess heit að útrýma umskurði á kynfærum kvenna, með því að styðja við ríkisstjórnir, samfélög og konur og stúlkur sem vilja hverfa frá slíkri hefð“. Árið 1985 voru sett lög á Englandi um bann við umskurði kvenna og var það gert í kjölfar dauða þriggja ungra stúlkna sem blæddi út eftir umskurð. Á Íslandi hafa slík lög ekki verið sett. Þó var árið 2005 bætt við 218. grein almennra hegningarlaga ákvæði um refsingu við líkamsárás sem veldur tjóni á heilsu eða líkama stúlkubarna eða kvenna með því að fjarlægja kynfæri að hluta eða öllu leyti. Í kjölfar þess sem að framan er sagt og með tilliti til þess að umskurður á kynfærum kvenna er enn þann dag í dag gerður vegna hefða og til þess að gera konur gjaldgengar á hjónabandsmarkaði er eðlilegt að velta því upp af hvaða toga nútímafegrunaraðgerðir á kynfærum kvenna eru. Eru þær til að fullnægja þörf kvenna til að líta vel út, eða er þessi aðgerð til að markaðssetja kynfæri kvenna á nýjan hátt, gera þær gjaldgengar á hjónabandsmarkaði í karllægu samfélagi nútímans, eða gjaldgengar í eigin augum vegna markaðssetningar klámvæðingarinnar? Er hugsanlegt að með fræðslu og styrkingu kvenna sé hægt að breyta því viðhorfi þeirra að kynfærin séu ekki eðlileg, eða útlit þeirra fullnægi ekki kröfum samtímans? Slík fræðsla getur orðið til þess að konur þekki og viti betur hvað telst eðlilegt, því liðið betur og orðið sáttar við sjálfa sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa verið að birtast greinar og svör við fyrirspurnum um lagfæringar á kynfærum kvenna í fjölmiðlum. Ljósmæðrafélagi Íslands hafa borist fyrirspurnir þar að lútandi og hvort eðlilegt sé að hvatt sé til svokallaðra fegrunaraðgerða á ytri kynfærum kvenna og að þær séu taldar sjálfsagðar. Aðgerðir á skapabörmum, það er ytri kynfærum kvenna, hafa aukist verulega á undanförnum árum í Bretlandi og má ætla að það eigi líka við hér á landi, ekki síst í ljósi þeirrar umræðu sem hér á sér stað. Eftirspurnin eftir slíkum aðgerðum virðist vera mest hjá konum á aldrinum 20-45 ára og helstu ástæður fyrir aðgerðinni eru útlitslegar eða til að geðjast maka. Þessar konur eiga það sammerkt að innri skapabarmar eru stærri en ytri skapabarmarnir og telja þær það lýti á kynfærum sínum. Niðurstaða rannsóknar sem gerð var meðal kvenna sem höfðu farið í fegrunaraðgerð á kynfærum var sú að konur hefðu óraunhæfar væntingar til aðgerðarinnar og virtist sem svo að þær vildu falla inn í eðlilegan ramma, sem þær voru hins vegar ekki alveg viss um hver væri. Þær lýstu kynfærum sínum sem furðulegum og skrítnum, en voru ekki vissar um hvernig kynfæri kvenna gætu og ættu að líta út. Ætla má að sú tíska sem ríkir í dag, þar sem ungar konur raka öll hár af skapabörmum, ýti undir skapabarmaaðgerðir þar sem kynfærin verða mun sýnilegri þegar engin hár hlífa þeim. Aðgerðum af þessu tagi geta fylgt aukaverkanir, sem dæmi má nefna sýkingar, blæðingar, verki og örvef sem getur leitt til minni tilfinningar í kynfærunum.Flokkaðar sem limlesting Í skýrslu WHO frá 2008 kemur fram að allar aðgerðir á kynfærum kvenna, sem ekki eru gerðar af heilsufarsástæðum en fela í sér að hluti eða öll ytri kynfæri eru fjarlægð, eða ef annars konar misþyrmingar á kynfærum eru viðhafðar, eru flokkaðar sem limlesting á konum. Samkvæmt skýrslu UNICEF á Íslandi frá 2009 kemur fram að í febrúar 2008 „strengdu tíu stofnanir Sameinuðu þjóðanna þess heit að útrýma umskurði á kynfærum kvenna, með því að styðja við ríkisstjórnir, samfélög og konur og stúlkur sem vilja hverfa frá slíkri hefð“. Árið 1985 voru sett lög á Englandi um bann við umskurði kvenna og var það gert í kjölfar dauða þriggja ungra stúlkna sem blæddi út eftir umskurð. Á Íslandi hafa slík lög ekki verið sett. Þó var árið 2005 bætt við 218. grein almennra hegningarlaga ákvæði um refsingu við líkamsárás sem veldur tjóni á heilsu eða líkama stúlkubarna eða kvenna með því að fjarlægja kynfæri að hluta eða öllu leyti. Í kjölfar þess sem að framan er sagt og með tilliti til þess að umskurður á kynfærum kvenna er enn þann dag í dag gerður vegna hefða og til þess að gera konur gjaldgengar á hjónabandsmarkaði er eðlilegt að velta því upp af hvaða toga nútímafegrunaraðgerðir á kynfærum kvenna eru. Eru þær til að fullnægja þörf kvenna til að líta vel út, eða er þessi aðgerð til að markaðssetja kynfæri kvenna á nýjan hátt, gera þær gjaldgengar á hjónabandsmarkaði í karllægu samfélagi nútímans, eða gjaldgengar í eigin augum vegna markaðssetningar klámvæðingarinnar? Er hugsanlegt að með fræðslu og styrkingu kvenna sé hægt að breyta því viðhorfi þeirra að kynfærin séu ekki eðlileg, eða útlit þeirra fullnægi ekki kröfum samtímans? Slík fræðsla getur orðið til þess að konur þekki og viti betur hvað telst eðlilegt, því liðið betur og orðið sáttar við sjálfa sig.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar